Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1943, Blaðsíða 12

Æskan - 01.03.1943, Blaðsíða 12
ÆSKAN En þau virtust ekki taka eftir þessum dásemd- um Drottins. Litli drengurinn, Jesú, var einn laus vdð áhyggjur. Hann vappaði í kringum bálið og skoðaði blómin. Allt í einu kom liann hlaupandi til mömmu sinnar með fallegt, blátt og gult blóm í hendinni. „Þetta blóm mátt þú eiga, mamma mín,“ sagði drengurinn og rétti jnömmu sinni blómið. Þetta var blóm af munablómaættinni og leit úi eins og gleym-mér-eiarnar okkar, en var miklu stæiTa og þroskameira. „Hvað heitir þetla blóm?“ spurði Jesú. „Gleym-mér-ei,“ svaraði María. „Hverjum átti ekki að gleyma?" spurði dreng- urinn. „Blómið átti ekki að gleyma guði sínum,“ svar- aði María. „Guð Iiefur liklega sent barnið með blómið til okkar til þess að minna okkur á, að við eigum ekki að gleyma honum, heldur treysta á handleiðslu hans. Hann, sem leiddi Israel út af Egyptalandi, mun einnig leiða okkur heim í land- ið, sem Guð gaf feðrum okkar.“ Jósep drap höfði. Hann var að þakka Guði fyrir þessa vísbendingu og biðja hann fyrirgefningar á vantrú sinni. María þrýsti blóminu að brjósti sér, og það fest- ist við klæði hennar. Síðan hafa öll þessi blóm, hvar sem þau vaxa á hnettinum, allt frá litlu. norðlægu gleym-mér-einni til suðræna, slóra, þróttmikla blómsins, verið vaxin hárum, svo að blómið festir sig við klæði þeirra, sietm þrýstir því að sér. Þau liafa síðan orðið ímvnd tryggðarinnar í hugum fjölda manna. Jódynur í fjarska vakti Jósep og Maríu til veru- Ieikans um eyðimörkina. Þau hlustuðu og störðu út í myrkrið í áttina, sem jódynurinn heyrðist úr. Hann varð stöðugt greinilegri, og að lokum sáu þau hóp af Aröbum, sem stöðvuðu hesta sina skammt frá þeim. María og Jósep urðu óttaslegin. Verið gat, að þetta væru ræningjar, sem stundum rændu kaup- jnannalestir. Þau lieyrðu, að þeir töluðu saman ó máli, sem þau skildu ekki, og voru allháværir, eins og þeir deildu um eittlivað. Allt í einu vatt ungur og glæsilegur Arabi sér af baki og gekk beint fil þeirra. Hann liedlsaði þeim mjög kurteislega og spurði um ferðir þeirra og ástæðuna fyrr þvi, að þau hefðu tekið sér náttstað þarna. „Þið hafið heppnina með ykkur,“ sagði hann. „Ég er sonur Ben-al-Hússeins, hins mikla drottn- ara hinna ilmandi runna. Faðir minn sendi mig út á eyðimörkina móti nokkrum manna sinna. Við sáum bjarmann af báli ykkar og riðum hingað til þess að vita, hverju hann sætti. Nú ættuð þið að gista hjá okkur, því að allir þreyttir ferðamenn eru velkomnir til tjalda föður míns.“ Að svo mæltu gekk liann hvatlega aftur til manna sinna, án þess að hlusta á þakklæti Maríu og Jóseps. Hami lagði þegar svo fyrir, að þrir mannanna skyldu verða eftir og fylgja ])eim til vinjar föður lians. Sjálfur hélt hann þegar á gæð- ingnum sínum af stað þangað. María og Jósep bjuggu sig i snatri. Einn mann- anna lánaði Jósep hest sinn, en teymdi sjálfur úlfaldann. Hann var nú allgreiðstígur, þvi að liann liafði hvilt sig, étið töluvert og svalað þorsta sin- um. Að tveim stundum liðnum voru þau komin til vinjar Ben-al-Hússeins, Arfaja Bisaita, eða héraðs hinna ilmandi runna. Ben-al-Hússein réð yfir all- stóru landsvæði, sem margar vinjar voru á. Hin slærsta þeirra var Arfaja Bisaita, og bar allt þetta landsvæði sama nafn. Nafnið bar vinin af runna- gróðri, sem óx þar og víðar á svæðinu og fvllti loftið þægilegri angan. María og Jósep voru nú leidd að tjaldi nokkru. Fyrir framan það stóð gamall og gráhærður öld- ungur, góðmannlegur á svip. Ilann var búinn sem arabiskur liöfðingi, og á höfði sér hafði hann skrautlegan búnað. Við lilið hans stóð dreng- linokki, sem hélt í liönd lians. Höfðinginn bauð nú gestina velkomna og fylgdi þeim inn i tjaldið. Var þegar borinn fyrir þau hinn ágætasti matur, sem sýndi, að ekki voru numdar við neglur sér veit- ingar til ferðamanna. Brált hófust samræður milli Maríu og Jóseps og Arabahöfðingjans. Þau sögðu honum frá fæðingu Jesú, fró hirðunum á Betlehemsvöllum, frá engl- unum og söng þeirra, flótta þearra til Egyptalands og ýmsu fleiru. Höfðinginn var greindur maður og vissi margt, því að margir komu til lians, og allir miðluðu honum af þekkingu sinni. Hann minntist þess nú, að einhverjir, sem gist liöfðu vin hans, höfðu sagt honum frá fæðingu barns, sejn spáð hefði vcrið fyrir, að ætti að verða kon- ungur. Þetta barn liefði fæðzt i fjárhúsjötu. Eng- inn vissi, hvað af þessu barni hefði orðið, en Heró- des hefði látið drepa fjölda sveinbarna i Belle- lxem i einu brjálæðiskasti sinu, og líklega hefði þetta barn verið eitt þeirra. Hann gladdist inni- lega af því, að þeim skyldi hafa heppnazt að komast undan með Jesú. Og hann var jafnvel far- inn að lila tilbeiðsluaugum til litla drengsins, sem lék sér þarna á gólfinu. Allt í einu fór litli Arabadrengurinn að gráta. 32

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.