Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1943, Blaðsíða 8

Æskan - 01.03.1943, Blaðsíða 8
ÆSKAN )Jögguljóc). !: I ■ ' Barn, sem unnir ævintýrum, ertu þreytt að bíða dagsins? Sástu roðá sólarlagsins sveipa fjallið litum skirum? Manslu þegar morgunsólin mynda-letur gluggans þíddi? Veggi hvíta skinið skrýddi, skuggi féll á Bæjarliólinn. Barn, sem þráir blóma yndi birtu sólar, hvíl í friði. Aftur kviknar vor í viði, vaxa blóm — og hlær í lyndi. Þey — þey, blunda, sólin sefur saknar jörð, í mjallar klæðum. -----Bráðum vaknar vor á hæðum, vor, er okkur sólin gefur. Óskar Þórðarson frá Haga. nei, ég vil það ekki. Taktu mig með þér og vernd- aðu mig!“ Gamli fiskimaðurinn strauk hrjúfri hendinni um vota, glóbjarta liárið hennar. „Vertu ekki hrædd góðin mín! Ég skal gjarnan taka þig með mér heim í kofann minn. Við erum svo einmana, gömlu lijónin, síðan dóttir okkar dó. En þú átt nú vist marga vini og ættingja, sem vilja gjarnan taka þig að sér. Þú virðist vera af heldra fólki, því að fötin þin eru eins og hialín og þú hefur glóandi gulldjásn um úlnliðina.“ Lórelei liristi höfuðið sorgmædd. „Enginn mað- ur á jörðunni elskar mig. Þess vegna verður þú að vera góður við mig. Og ég skal láta mér þykja svo innilega vænt um þig.“ Og hún lagði mjúka liand- leggina uni háls gamla fiskimanninum og kyssti hann á veðurbitinn vangann. Aumingja karlinum blýnaði Uin hjartaræturnar, og það hvarflaði að honum, að guð hefði sent honum litlu telpuna hans aftur. Eins fór konu lians. Vatnadísin litla var svo hlý og góð, að hún vann lijarta gömlu kon- unnar á svipstundu. Lórelei varð augasteinninn og ýndið þeirra beggja, og þau kölluðu hana „Lóru“ sína. Þau hefðu ekki viljað sjá af henni, hvað se»n í boði var, og því grennsluðust þau ekkert eftir um uppruna liennar, og brutu ekki heldur heilann um það, að hún hafði óviðráðanlegan beyg af Rín. Gömlu hjónin vissu ekki betur en að foreldrar hennar og systkini hefðu farizt í fljótinu, og hún reyndi ekki að eyða þessum niisskilningi þeirra. En hún varð þess fljótt vís, að þó að föður hennar hefði legið illa orð til mannanna, þá töluðu þeir þó enn verr um vatnabúana og krossuðu sig, ef þeir voru nefndir, eins og þeir væru kölski sjálfur. Hún vildi umfram allt gleyma liðinni ævi og vera aðeins maður. Það var svo lokkandi og dásam- legra með degi hverjum. En hvað jörðin var un- aðsleg að vorinu! Eða hvað allt fólkið í grennd- inni var alúðlegt og vingjamlegt, bæði ungu stúlk- urnar og piltarnir. En fríðastur allra var þó ridd- arinn ungi, Hermann frá Grafenstein. Þegar hann kom niður eftir til hennar frá kastala sínum, var vor í dalnuin, sólin Ijómaði og fuglarnir sungu. — Hvernig gat faðir hennar sagt, að mennimir væru fullir af falsi og svikum? Sannleiksástin Ijómaði í svip Hermanns, og augu lians og varir töluðu máli tryggðarinnar. Hún var þess fullvís, að hann mundi leiða hana sem frú sína upp i kastalann, og lifið verða heuni dýrðlegra með hverjum deg- inum. Einu sinni bar svo til, að Hermann riddari bað hana að róa með sér út á fljótið. „Tunglskinið er svo fagurt, og það er blæjalogn. Við skulum láta strauminn vagga bátnum okkar. Komdu!“ Lórelei fölnaði. „Neij, nei,“ stundi liún. „Yfirborðið er spegil- fagurt, en undir niðri í djúpinu ólgar og sogar. Vogaðu þér aldrei inn í riki Rínarkonungs!“ Riddarinn horfði undrandi á hana. Svo brosti hann góðlátlega. „Læturðu þessa gömlu liégilju á þig fá? Hristu þetta af þér! Þó að Rin léki þig sárt, var hún þó miskunnsöm við þig sjálfa, þegar hún skolaði þér hérna upp á bakkann. Komdu nú! Sýndu, að þú sért liugrökk, og að riddarinn frá Grafenstein hafi ekki valið sér duttlungafulll harn að konu- efni!“ Svo greip liann í hönd liennar og dró hana jneð sér niður í bátinn. En þegar hann sá, hve hún var náföl, og hvernig hræðslan og örvæntingin skein úr svip heimar, þegar liún starði niður í vatnið, aumkaðist hann yfir liana og bar hana fremur en leiddi heim i kolið lil fósturforeldra liennar. (Framhald.) 28

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.