Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1943, Blaðsíða 18

Æskan - 01.03.1943, Blaðsíða 18
ÆSKAN Verðlaunaþraut. Ég kom hingað í myrkri i gœr- kvöldi og sá því lítið af þessum bœ, sem ég er nú kominn i. En ég fór snemma á flakk í morgun og fór að litast um. Sá ég þá, að bærinn er all- ólikur öllum öðrum, sem ég hef kom- ið i. Ég gekk upp á hamar nokkurn nálægt miðjum bænum og sá þá, að byggðin liggur i boga fyrir fjarðar- hotni og nokkuð út með beggja vegna. Að mestu lcyti stendur hærinn i hrauni einu miklu, sem liefur runnið þarna út í sjó. Eru götur því óskipu- legar, sem von cr. Húsin standa víða nokkuð strjált, og sums staðar eru laglegir trjágarðar við þau. Virðast trén þrífast prýðilega í hraunhol- unum. Höfnin sýnist vera góð, og ganga út i hana tvær hafskipabryggjur. Er þar margt af skipum og flest togarar. Sýndu nú, Dóri minn, að þú vitir eitthvað i landafræðinni, og gettu rétt, hver bærinn er. Eins geturðu reynt þig á að þekkja myndirnar, sem ég læt fylgja hér með. Vertu blessaður, og skilaðu kveðju til allra heima. Fúsi. Ráðningar á verðlaunaþrautinni. Nú er lokið verðlaunaþrautinni, sem hófst i desemberblaðinu, og því geta lieir, sem hafa spreytt sig á að ráða hana, farið að senda ráðning- arnar. Nokkrir lesendur Æskunnar hafa verið svo óþolinmóðir, að þeir liafa ekki getað beðið eftir því, að þrautin kæmi öll, heldur sent ráðn- ingar á þvi, sem kom i hverju ein- stökú blaði. Nú veröa þeir að senda ráöningu á allri þrautinni i heild í cinu lagi, eins og áður hefur verið til- kynnt að ætti að gera. Aðrar verða ekki teknar til greina. Yerðlaunasagan. Sögusamkeppnin, sem Æskan efndi til í haust, bar ekki eins rikulegan ávöxt ,og æskilegt liefði verið. Stafar það eflaust að nokkru leyti af því, að fresturinn til að skila sögunum mun hafa verið of naumur. Nokkrar sögur bárust þó, og verða ýmsar þeirra birtar liér í blaðinu. Bezta sagan er eftir Margréti ívarsdóttur og hlýtur hún verðlaunin. Heitir hún „Heim á leið", og er flutt í þessu blaði. Eflaust verður efnt til likrar sögu- samkeppni aftur áður en langt liður, og skal þess þá gætt að veita nógu langan frest. Sícrítlur. „Nú, nú, ÓIi minn. Hefurðu nú lent í illindum einu sinni enn.“ „Já, strákarnir láta mig aldrei í friði, svo að — — —.“ „Já cn manstu ekki hver sagði, að ef einhvcr slær þig á annað eyrað, átt þú að bjóða honum að slá þig á hitt?“ „Jú, en hann Gummi barði mig á nefið.“ Kennarinn: „Jói, þessi stíll þinn um hundinn er orði til orðs eins og stíllinn hans bróður þíns.‘ Jón: „Já, hann er um sama hund- inn.“ Kennarinn: „Af hverju komstu ekki í skólann í gær? Doddi: „Ég hafði svo mikla tann- pinu.“ Ivennarinn: „Er þér illt í tönninni enn?“ Doddi: „Ég veit það ekki.“ Kennarinn: „Veiztu það ekki? Hvernig stendur á þvi?“ Doddi: „Tannlæknirinn tólc hana úr mér í gær?“ Kennslukonan segir börnunum i sögutima frá Snorra Sturlusyni og leggur sig fram til þess að koma þeim i skilning um, hve ágætur maður hann var. Loks leggur hún fyrir þau nokkrar spurningar um hann, til þess að vita, hve vel þau hafi tekið eftir. „Hvað veizt þú nú um Snorra Sturluson, Einar minn?“ Löng þögn. Loks svarar Einar: „Hann er dauður.“ Löng þögn enn. Þá réttir Stína litla upp höndina. Hún veit meira. „Hann Óli gamli hjá okkur er Iilí« dauður.“ „Kennari," segir Doddi litli. „Hún systir min er búin að fá skarlatssótt/ „Taktu þá í snatri dótið þitt og farðu lieim og komdu ekki i skólann fyrr en henni er batnað og búið er að sótthreinsa." Þegar Doddi var farinn, sagði Tóti litli sessunautur hans: „Kennari, systir hans Dodda a heima í Ameríku." 38

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.