Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1943, Blaðsíða 16

Æskan - 01.03.1943, Blaðsíða 16
ÆSKAN Ég man vel eftix- Bröndix, þótt ég væi'i ungur, þegar hún var komin á sín efri ár, og þegar ég fer aö hugsa um bröndótta skrokkinn hennar, sem lá hreyfingarlaus í háu puntgrasinu, þá dettur mér stundum í hug, hve nauðalík hún hljóti að hafa verið starfssystur sinni, tígrisdýrinu í frumskógum Afríku. En hún var nú aðeins íslenzkur köttur. En jafnvel hann á sína sögu. Stundum, einkum á kvöldin, labbaði Branda ofursakleysislega ofan í mýrina, fjnrir neðan bæ- inn. Hún hreyfði skottið agnarlítið til hliðanna og fullorðna fólkið sagði, að þegar liún gei'ði það, væri hún að „blóta“ og að þá liði henni annað- hvort illa, eða að hún væi*i i vígahug. Ég man, að hún „blótaði“ oft, þegar ég snerti á henni, og þótti mér það ógæfumerki. í mýrinni hélt hún aldrei kyrru fyrir, en læddist hægt áfrarn, með kviðinn við jörðina og leitaði jafnan móti vindi. Hún vissi að mýrisnípan, eða lirossagaukurinn, eins og sá fugl er stundum nefndur, er ekki vör uin sig. Og ekki skal ég öfunda hann af viðureign sinni við kisu, þótt ekki hefði Branda vængi. Snarræðið og kænskan bættu það upp. Stöku sinnum veiddi Branda heiðlóur. Blessuð lóan var alltof saklaus til að varast klæki kattar- ins. Öðru máli var að gegna um spóann, enda hafði Branda illan blfur á honum. Ekki var það þó svo, að hún forðaðist liann. Hún sat sig aldrei úr færi með að drepa fugl, ef kettlingarnir biðu hennar heima. Spóarnir voru alltaf varir um sig. En þegar þeir flugu saman í stórum hópum, er leið að hausti, þá liorfði Branda oft á eftir þeim og virtist að- gæta svo vel sem hún mátti hvar þeir settust. En svo „blótaði" hún dálitla stund og lagðist svo makindalega til hvíldar, eða hún lagði eitthvað í nýja veiðiför, án þess að skeyta hið minnsta um spóana, sem dreifðu sér um holt og móa og átu krækiber og bláber. Verstu óvinir Bröndu voru ókunnugir hundar. Hún lék þá stundum svo grátt, að þeir gengu blóðugir af hólmi eftir viðureign sina við kisu. Hún var oft svo ágeng við þá, að þótt þeir væru í fylgd gestkomandi manna, yfirgáfu þeir liús- bónda sinn og hlupu sneyptir heim til sín. Elcki get ég sagt, að Branda fengi nein séi-stök hrósyrði fyrir þessa frammistöðu sína. Aldrei lireyfði hún minnsta við Snata gamla, heima-hundinum. Hann lét Bröndu líka ævinlega i friði. En þegar að því kom, að Snati var ekki lengur talinn hæfur til að gegna stöðu sinni á heimilinu, fyxir elli-sakir, og nýr þjónn var fenginn í hans stað, þá gekk æðiilla að korna Bröndu i skilning um það, að þessi nýi félagi, sem var svört tíkarhnyðra, og var látin heita Snotra, væri ekki óvelkomin á heimilið. En smám saman, vandist Branda á að líta á Snotru litlu sem félaga, þótt liún ergði stundum hið stygga skajx kattarins, með bernskulátum sínum. Og eftir það umbar Branda ertni liennar með þolinmæði eða með smáaðvörunum, sem voru ýmist gefnai’ með útdreginni kló á framréttum fæti, eða í lágu en snöggu hvæsi. Ævi Bröndu var viðburðai'ik. Hún átti í stöðug- um orrustum, bæði á nóttu og degi, og bar oftast sigur úr býtum eða tefldi til jafns. Stundum veiddi hún svo margar mýs á einni nóttu, að ótrúlegt var. Þær, sem lienni vannst ekki timi eða lyst til að leggja sér til matar, dró hún að bæli sínu og lét þær liggja þar óhreyfðar, tímunum samau. Einhver var þá kannske svo hjálpsamur við Bröndu að kasta þessum ófögnuði burt, því lxana fýsti ekki að leggja gamalt kjöt sér til munns, þegar hún átti völ á öðru nýrra. Ég ætla að segja ykkur hér frá litlu atviki, úr lifi Bröndu, það sýnir ykkur hve ofdirfskufull og snarráð Branda var, þótt gömul væri. Það var fagur vordagui'. — Sólin skein og fugl- arnir sungu. Branda lá makindalega á skemmu- veggnum og lét sólai'geislana verma grábröndótta skrokkinn sinn. Hún lagðist á liliðina og naut yls sólarinnar í fyllsta mæli. Skammt frá skemmunni var ai'favaxið haugstæði, og þar spígsporaði hæna með sjö unga sína. Ungamóðmn átti sér einskis ills von. Hún vaggaði hægt og spekingslega fram og aftur, og kallaði á ungana sina, ef hún fann maðk eða frækorn. Ég lá á hjánum á bekknum undir baðstofu- glugganum og skemmti mér við að horfa á kisu og hænuna með ungana. En eitthvað inni í bað- stofunni vakti athygli mína snöggvast, og þegar ég var að huga að því, heyrði ég, inn um opinn gluggann, einhvern hávaða. Þegar ég svo leit aft- 36

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.