Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1945, Síða 4

Æskan - 01.10.1945, Síða 4
ÆSKAN SPÁKONAN (gripur liönd henn- ar og horfir í lófann): Fögur hönd. Ég fæ ofbirtu í augun. Löng líflína, gæfa og gengi, heppni í ástum, ó- vænt upphefð. Hvar eru aurarnir? SVANHVÍT (fær lienni pening- ana): Er þetta nóg? SPÁKONAN: Enginn lætur meira en aleigu sína (klappar lienni). Þú ert góð stúlka. Hver vill vera næst- ur? ÁKI (gengur til hennar): Þú mátt lesa í lófa minn, ef þú snertir ekki hönd mina. SPÁKONAN (lítur illilega til Áka): Hver ert þú, sem hreykir þér svo hátt? Aldrei hirði ég um hof- móð þinn, og mun ég þér engu spá. ÁKI: Þar varstu sj álfri þér verst, því að ég hefði vel launað. ÓMAR (réttir fram höndina): Hversu lízt þér þessi? SPÁKONAN (tekur höndina og horfir lengi á): Þetta er dýr hönd. Vaxandi frægð til hárrar elli. Illt er gott og gott er illt. Grýttur vegur að glæstu marki. (Heldur áfram að muldra eitthvað, sem cnginn hegr- ir nema Ómar.) • ÓMAR (hvolfir úr pgngju sinni í lófa spákonunnar): Helzt til er litlu launað. SPÁKONAN: Ástarþakkir. Þetta er ærið nóg. ÁKI: Ekki héit ég, að þú tækir mark á slíkri hégilju. ÓMAR (hlær): Þetta skaðar eng- an. Þú ættir að láta hana spá fyrir þér, bróðir. ÁKI: Sérðu ekki, hvað luin er ó- hrein á höndunum. ÓMAR: Þau óhreinindi loða ekki við mann. ÁKI: Hún gæti borið með sér einhverja pest. Það ætti að gera svona flökkulýð landrækan. (Spákonan heldur áfram að lesa í lófa. Það hegrist ekki nema orð og orð af Jwí, sem hún segir. Fleira og fleira fólk safnast í kring um liana. Loks verða áflog og illindi. Áki flijtir sér i burtu, en Ómar hleijpur til að skakka leikinn.) UNA (kallar): Varaðu þig, Óm- ar, þú getur orðið fyrir meiðslum. SVANHVÍT (hleypur á eftir honum og togar í hann): Gættu að höndunum á þér, Ómar, i guðanna bænum. ÓMAR (gtir henni frá sér): Vertu ekki að þvælast fyrir. (Hann ryðst inn í þvöguna, bjargar spákonunni og dreifir fólk- inu.) ÓMAR: Hvernig dirfizt þið að vera með óspektir á þessum stað. 1. RÖDD (kallar): O, þú ert nú ekki orðinn konungur enn þá, drengur minn. 2. RÖDD: Og verður það aldrei. Lítið á hendurnar á honum. SVANHVÍT: Já, sjáðu, Ómar. Það hefur dotlið frá sárinu, og þarna liefurðu l'engið nýjar skrám- ur. Komdu undir eins með mér. Ég ætla að þvo það og binda um það. (Þau fara.) 1. RÖDD: Við skuluin koma nið- ur að vatninu. Þar er verið að syngja og dansa. 2. RÖDD: Já, við skulum gera það. 3. RÖDD: Þetta finnst mér dauf- leg Jónsmessuhátíð. 1. RÖDD: Kóngurinn ætlar ekki að sýna sig í dag. 2. RÖDD: Eigum við að æpa á hann? 3. RÖDD: Sjáið þið nú. Þarna kemur einhver sjónhverfingamað- ur. Við skulum bíða og vita hverju hann finnur upp á. ( S jónhverfingamaðurinn sýnir listir sinar. Fóllcið horfir á og tek- ur þátt í eftir ástæðum.) TÖFRAM. (kemur lirópandi inn): Heill og sæll veri allur hópur- inn! Herrar mínir og frúr! Hér á meðal ykkar stendur hinn heims- kunni töframaður, sem getur gert ótrúlegustu konstir! 1. RÖDD: Hvar er hann? Bless- aður, láttu okkur sjá þann herra! TÖFRAM.: Hver spyr svona asnalega? Hann er liér auðvitað! (Bendir á sjálfan sig.) 2. RÖDD: Og hvað geturðu þá gert? TÖFRAM.: Allt, sem ég vil. Ég get látið dauða grásleppu syngja! Ég get látið rollur verpa eggjum! lig get látið hluti hverfa, stækka eða verða að engu. Ég get breytt manni í asna. 1. RÖDD: Viltu breyta mér í asna? TÖFRAM.: Þess þarf ekki. Þú ert asni! 2. RÖDD: En geturðu látið mig verpa ? TÖFRAM.: Ég sagði, að ég gæti látið rollu verpa. Þú ert ekki rolla. 2. RÖDD: Já, en geturðu ekki breytt mér i rollu fyrst? TÖFRAM.: Jú —en hugsaðu út i, hvað þii crt að biðja um. Þegar þú kemur heim og ætlar að i'ara að tala við kærastann, þá geturðu ekk- ert sagt, nema me—e—e (jarmar). 2. RÖDD: Hamingjan góða. Það vil ég ekki! (Hverfur til balca, en ýmsir jarma á eftir henni.) TÖFRAM. (hátt): Takið nú öll eftir! Nú skal ég sýna yklcur nokk- uð, sem þig hafið ekki séð áður. Lítið á! (Heldur vinstri hendi fram með þumalfingri upp. Heggur liann af með hægri Iiendi og lætur Iiann koma aftur.) Hvað gerðist? MÖRG: Fingurinn flaug af. TÖFRAM.: Alveg rétt. En hann kom aftur! EINHVER KARL: Ini gætir víst eklci losað m!ig við kýli, sem ég hef liérna (bendir á sitjandann). TÖFRAM.: Sjálfsagt. Farðu bara lir buxunum, karl minn! KARL: Úr buxunum? Hérna? TÖFRAM.: Já, auðvitað. (Hlátur) KARL: Nei, það geri ég aldrei! (Fer). TÖFRAM.: Sama er mér. (Snýr sér að einhverjum, sem hefur hatt. Tekur hann). Rólegur á meðan! Sjáið þið þennan ágæta hatt! Á ég að láta hann breytast i annað? MÖRG: Já, gerðu það! TÖFRAM. (Breytir hattinum í slæðu, §em er með 5 króna seðil í hverju horni. Hnýtir svo slæðunni um höfuð eigandans.): Gefðu kon- unni þinni þetta, og þú færð remb- ingskoss fyrir. HATTEIGANDINN: Já, en hatt- urinn minn? Hvar er hann? TÖFRAM.: Viltu skipta? Skoð- aðu slæðuna! HATTEIG.: Nei, nú er ég hissa! Peningar í hverju horni! Húrra! Ég held, að ég fari ekki að skipta. 96

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.