Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.10.1945, Qupperneq 5

Æskan - 01.10.1945, Qupperneq 5
ÆSKAN Hatturinn lvoslaði eldti nema tíkall. MÖRG: Gerðu meira! Gerðu meira! TÖFRAM.: Nei, nú er ég að hætta og fara. MÖRG: Nei, nei, ekki strax, bara citt enn! TÖFRAM.: Jæja, þá það. Ég sé þarna svo yndislega stúlku. Ég verð að gera eittlivað fyrir hana. (Læt- ur hana setjast á hné ungum manni, sem krýpur á hitt hnéð. Galdrar síðan gullpening í slcóinn hennar.) Líttu nú i skóinn þinn, ungfrú góð. STÚLKAN: Nei, hugsa sér! Gull- peningur! Má ég eiga hann? TÖFRAM.: Auðvitað. Hvað mun- ar mig um það! Ég get verið ríkur, ef ég vil. — Viljið þið verða rík? MÖRG: Já, láttu okkur verða rík! TÖFRAM.: Nú, jæja, — hver, sem lætur l'imrn krónur í þennan hatt (tekur af sér hattinn), fær fimmtíu krónur. Hver, sein lætur 10, fær 100, og hver, sem lætur 100 fær 500. (Gengur fyrir alla með hattinn.) HÓPURINN: Ég læt tíu, ég læt fimmtíu, -—- ég læt hundrað--- STÚLKAN: Og ég læt gullpen- inginn. HATTEIG.: Og ég læt slæðuna með öllu saman. TÖFRAM.: Agætt! Myndið þið nú hring utan um mig, og svo læt ég hattinn hér í miðjuna. (Lætur hattinn niður. Gengur síðan fram á sviðið.) Nii krjúpið þið öll á vinstra hné og felið andlit yklcar í hægri olnbogabót og haldið hvert í annað. (Sýnir, hvernig gera skal, snýr sér síðan að tveimur hinum fgrstu.) Svo heldur þú í mig og ég í þig. Gætið þess nú vandlega að lítá ekki upp fyrr en ég segi til. Sá, sem gerir það, verður blindur upp l'rá því. Munið það! Öll nú niður á hnén! Felið andlitin. Takið hvert i annað. (Við j)au fgrstu): Taktu nú hérna í mig, svo tek ég hér í þig. (Lætur annað taka í lxöfuð hinu. — til áhorfenda): Hvað gera menn ekki fyrir peninga? (Tekur hatt- inn og stekkur út gfir hringinn. — Iívislar): Góða skemmtun! Bless! (Fer. Hópurinn bíður góða stund. Öll eru hrædd við blinduna. Upp- götva loks svikin,) ALLIR: Hann er farinn! (Upp- nám, hrópgrði.) Svikari! Lygari! Þorpari! Sá skal svei mér fá það. 1. RÖDD: Þetta er ekki svo vit- laust. (Við tatarastúllcurnar): Nú skuluð þið dansa, stelpur. TATARAST.: Komið þið þá og dansið með okkur. (Nokkrir ungir menn ganga i hópinn. Svanhvít, Egja, Megja og Ómar koma og slást í hópinn, sgngja og dansa.) ÁKI (liorfir á, kallar): Þú ert ó- varkár. Ómar. ÓMAR (hlær og veifar glaðlega til hans liendinni.) 1. RÖDD: Við viljum fá að sjá konunginn, áður en við förum liéð- an. 2. RÖDD: Já, livar er kóngurinn og drottningin? MARGIR: Kónginn, kónginn. (Iíóngurinn og drottningin koma inn í garðinn. Fólkið hgllir þau. Milcil óp hegrast úr fjarska.) MAÐUR (kemur hlaupandi með miklu irafári): Það er óður hund- ur laus í garðinum. (Kóngurinn, drottningin og hirðfólkið flýtir sér inn í höllina. Áki hlcgpur á eftir. Aðrir J)jóta eitthvað út í buskann til þess að forða sér.) ÓMAR: Hvar er hundurinn ? Ein- hver verður að handsama hann. (Fer.) SVANHVÍT (kallar): Varaðu þig, Ómar. Hann getur bitið í hend- urnar á þér. Tjaldið. IV. ÞÁTTUR (Sama stað.) SVANHVÍT (hlegpur gfir svæð- ið, horfir í kringum sig): Hvar get- ur hann verið? (Una og Grimur Icoma.) UNA: Við skulum vera einlivers staðar, þar sem lítið ber á. GRÍMUR: Ekki langar mig til að trana mér fram. (Þau fara í lwarf.) (Egja og Megja koma.) EYJA: Það er gott, að þessi bið er á enda. MEYJA: Heldurðu, að það sé ekki alveg einsýnt um málalokin? EYJA: Það er enginn vafi, að hendur Áka eru fallegri nú sem stendur. MEYJA: Já, þær eru snjóhvítar og mjúkar, en hendur Ómars eru allar með hrumlum og skrámum. EYJA: Áki gerir lieldur ekkert annað en dedúa við liendurnar á sér. Hann smyr þær með dýrindis smyrslum og snertir ekki á neinu. MEYJA: Finnst þér það nokkuð undarlegt. Það er ekki til svo litils að vinna. EYJA: Ég skil ekki, hvernig hægt er að fara eingöngu eftir þessu. MEYJA: Þeir eru jafnir í öllu öðru. EYJA: Nei, þeir eru ekki jafnir. RÖDD: Eyja og Meyja, drottn- ingin bíður eftir ykkur. (Þær fara. Ómar og Svanhvít koma inn.) ÓMAR: Hættu nú að hugsa um þessar hendur. Það er vonlaust að bjarga þeim hvort sem er. ' SVANHVÍT: Þær mýktust þó við það, ef ég fengi að bera á þær einu sinni enn. ÓMAR: Heldurðu, að þær yrðu eins mjúkar og fínar og á Áka? SVANIIVÍT: Það er langt siðan ég hef fengið að sjá hendurnar á Áka. Ætli það sé satt, að hann méli þær á nóttunni? ÓMAR (hlær): Ég veit það ekki. Við fáum nú bráðum að sjá árang- urinn af þolinmæði hans og alúð. SVANHVÍT: Heldurðu, að það sé víst, að hann verði valinn? ÓMAR: Það er víst, að hann lief- ur fegurri hendur. SVANHVÍT (grípur um hönd Ómars): Ekki finnst mér það. ÓMAR (Igftir Svanhvítu upp): Þú ert nú svo mikið flón. SVANHVÍT: Komdu með mér. Ég ætla að reyna þennan nýja á- burð, sem ég fékk hjá grasalton- unni. ÓMAR: Heldurðu, að hann græði á nokkrum mínútum? SVANHVÍT: Við skulum sjá til. Komdu. (Þau fara.) (Konungur, drottning og hirð- fólkið kemur út.) 97

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.