Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.10.1945, Qupperneq 10

Æskan - 01.10.1945, Qupperneq 10
ÆSKAN Eftirminnilegur skóladagur. Þegar ég rifja upp skólaveruna mína í gamla daga, kemur Bárður á Brekku mér oftast í liug. Ekki fyrir það, að hann væri nokkurt skólaljós, heldur af því, að það var eins og ævintýrin eltu liann, -— og hann elti þau, það vantaði ekki. Það fór ekki dult, að honum leizt álcaflega vel á Dísu litlu í Hamravík, þó að Iiann þyldi engum að liafa slíkt í hámæli. Og mörg uppátækin lians voru víst sprottin af því, að liann vikli vinna sér álit í augum Dísu. Og þegar hún mat þau eklci að verðleikum, varð liann að finna upp á einhverju öðru, sem hann liélt að reyndist betur. Atvikið, sem ég ætla að segja ykkur frá, gerðist í eðlisfræðitíma, og við áttum að læra um brenni- gler og sjónauka. Þess konar gler voru okkur ekki ókunn með öllu, því að kennslukonan tók aldrei gleraugun af sér, og þau voru þykk og voldug. Fyrr um daginn lá við, að Bárður kveikti í hár- lubhanum á Sverri. Það var glampandi sólskin, og Bárður hafði lmuplað linsunni af hjólluktinni hans pabba sins. Hann hélt, að hún væri sterkari-en litlu linsurnar, sem kennslukonan sýndi okkur. Hann var ekki í rónni fyrr en hann gat látið geislavöndinn falla gegnum glerið á lubbann á Sverri. Og engan grunaði neitt, fyrr en það fór að snarka í hárinu og jafnvel fannst reykjareimur. En Sverrir varð einhvers var og strauk um liárið, og þá slokknaði í því, sem betur fór. Kennslukonan vissi ekkert um þetta. En það átti fleira að bera við daginn þann. Strákarnir áttu að fá að sjá noklcuð, sem venjulega er aðeins í vörzlu fullorðinna karlmanna. Það gerðist í löngu frímín- útunum, þegar kennslukonan var heima að horða miðdegismatinn. Bárður stóð úti við skólagirðing- una og dró böggul í gráum bréfumbúðum upp úr vasa sínum. „Hérna skuluð þið fá að sjá nokkuð, strákar, sem mergur er í. Þetta hérna er nú ekkert barnaglingur.“ Og strákarnir gátu ekki borið á móti því. Þegar hann rakti bréfið utan af, komu i Ijós nokkur skín- andi vélbyssuskothylki. Og þau voru ekki tóm, nei, nei. Gljáandi blýkúla fram úr og livellhettan ó- snert. Strákarnir svo sem þekktu slíka hluti. Þeir liöfðu séð hermenn á skotæfingum og jafnvel snuðrað í 102 kringum þá. Og sumir þeirra gortuðu jafnvel af því, að þeir hefðu fengið að skjóta af riffli. Nú þyrptust allir í kringuxn Bárð, og spurningunum í'igndi niður. Hvar hafði hann náð í þetla? Sumir glósuðu um, að þeir vissu það. Pabbi hans átti víst nóg af þessu. Hann var alltaf eitthvað að skjóta, og kannske voru þetta hara riffilslcothylki. —- „En Iivað ætlarðu að gera við þetta?“ sixux'ðu fé- lagarnir. 1 í Bárður var drjúgur, en svaraði út í hött. Það gat verið gott að eiga þetta, sagði lxann. En hann stakk þeim ofboði aftur í vasann, þegar kennslukonan birtist við hliðið. í næstu kennslustund álli að vera reikningur, en það geklc illa að festa hugann við dæmin. Strák- arnir, sem sátu næst Bái-ði, höfðu ekki hugann við annað en sjá, livort hann tæki nokkuð til skothyllcj- anna. Dænxið, sem þeir áttu að reikna, var einmitt um þyngd hlýnxola, eðlisþyngd og rúmtak var til- tekið. Þetta ætti að vera auðvelt fyrir Bárð, sem var með hlý í vasanum. En það var nú eiltlivað annað en þelta væri axxð- velt fyrir Bárð. Hann reiknaði og reiknaði og straixk allt út jafnhai-ðan. En slöðugt var hamx með aðra höndina í buxnavasanum og fitlaði þar við eitt- hvað, leit í kringunx sig og hrosti ílxygginn. Kennslukonan varð að lokum grönx yfir þessu. „Hvað ertu alltaf að Iiugsa xmx annað en reiknixxg- inn, drengur?" sagði hixn. „Reyndxx að koma þessxx af!“ En áminniixgin sloðaði ekki. Þó tók kenhslukon- an eftir því, að Bárður var alltaf að fitla við citt- livað, sem hann hafði í vasanum. Það lilaut að vera brjóstsykur eða eitthvert annað sælgæti. Það var hezt að gera það undireins upptækt. Ilún seild- ist niður í vasann og konx upp xxxeð eitthvað, inn- vafið í grátt bréf. Kennslukonan var dálítið skjálfhent, henni hafði

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.