Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.10.1945, Qupperneq 11

Æskan - 01.10.1945, Qupperneq 11
ÆSKAN sinnazt svo út af þessu. Þessu skyldi hún þó sannar- lega fleygja í eldinn, hvað sem það nú væri, brjóst- sykur eða annað óféti. Þar átti það heima. Og það skíðlogaði í ofninum. Hún stikaði þangað, æði fas- mikil, og opnaði hann. Hún sá út undan sér, að Bárður reis til hálfs upp úr sætinu, og augun ætluðu út úr höfðinu á honum. Nú, það var naumast, að drengnum þótti vænt um þctta. En það var sama, iiún var húin að ákveða að gefa eldinum þetta, og þangað skyldi það fara. Það var eins og Bárður ællaði að segja eittlivað, því að liann opnaði munn- inn. En í því fleygði lcennslukonan gráa hréfinu inn í eldliolið og skellti svo ofnhurðinni aftur. f sama bili heyrðist hálfkæft óp frá Bárði. Og nú þóttist hann heppinn, að hann sat úti við gugga. Hann spratt upp úr sætinu og smaug eins og áll út um gluggann. En liann rak sig á það, að aldrei skyldi seinn maður flýta sér. Óluklcu rauða pcysan lians kræktist á gluggakrókinn og dróst upp yfir Iiöfuð, og þarna hékk hann cins og Absalon í eik- inni. Engin sprenging hafði enn orðið í ofninum. En samt varð allt á tjái og tundri í stofunni á einu vet- fangi. Það var ekki Bárður einn, sem vissi, hvaða hætta var á ferðum. Flestum strálcunum var ljóst, að nú reið á að liypja sig út í hvellinum. Þeir sátu ekki i'ast við opna gluggann eins og Bárður, en þá var að nolast við dyrnar. Þcir spruttu upp úr sæt- uiium eins og hermenn úr skotgröf og ruddust til dyra. ' Sumir lirifsuðu með sér eina stelpu. Þær höfðu eklci einu sinni vit á því að vera liræddar, ræflarnir, og það var þó alltaf hetjuskapur að hjarga úr lífs- háska, þó að ekki væri nema stelpu. Það varð ógur- leg ös við dyrnar. Hver reyndi að vaða yfir annan og ryðja sér braut með olnbogum og hnjám. Enginn gaf sér líma til að líta eftir kennslukon- unni, því miður. Ilún stóð bara og tvísté eins og eggjasjúk Iiæna og kom engu orði upp, enda var liá- vaðinn svo mikill í krökkunum, að ekkert hefði hcyrzt til liennar. Allir þóttust hafa ljöri að forða. Það mátti ekki tæpara standa. í sama bili og hinir síðustu ruddust út úr dyrunum kom fyrsli hvellur- inn. Ofnliurðin þeyttist upp, og eldur og eisa gaus út á gólfið. Og nú urðu krakkarnir fyrst hræddir að marki. Bárður stóð úti í hliðinu og reyndi að fela sig á bak við stólpann. Hann var grár í gegn af hræðslu. Allir biðu með öndina í hálsinum eftir fleiri spreng- ingum, en þær drógust furðu lengi. Af hverju kom kennslukonan ekki út og forðaði sér úr lífsháskanum? Tóti tók fyrstur í sig liug og dug og gekk áleiðis að dyrunum. Dísa hrópaði til lians og varaði hann við, sagði, að hann mætli ekki fara inn, en liann lét scm liann lieyrði það ekki. Allir supu lxveljur um leið og liann smaug inn úr dyrunum. Að hann skyldi þora þetta! Eftir andarlak kom hann eins og eldibrandur út aftur, og hann kallaði i meira lagi skjálfraddað- ur til hinna: „Við verðum að bera kennslukonuna út! Hún liggur á gólfinu úti við gluggann, og ég sá, að það blæðir úr henni!“ Nú var eins og rafslraumur færi um krakkana. Nú gleymdu þeir hræðslunni um sitt eigið líf. Stærstu strákarnir ruddust inn eins og fætur tog- uðu. Tóti sparkaði ofnhurðinni aftur. Nokkrir rjúk- andi kolamolar lágu framan við ofninn, en aslcan var úti um allt. En stóreflis rifa var á ofninum, og skein þar í eldinn. Kennslukonan var lílil og grannvaxin, svo að drengjunum gekk slysalaust að bera hana út. Þeir þyrptust utan um hana og þrifu í hana, hvar sem þeir náðu handfesti, og drösluðu henni út, alla leið 103

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.