Æskan - 01.10.1945, Page 17
„Ég mœtti nýja kennaranum í dag,
mamma, sagði Inga litla.
„Jæja, og taiaði hann nokkuð við
lhg?“
„Hann sag'ði bara góðan daginn.“
„Og hvað sagðir þú þá?“
„Ekki neilt.“
„Þú veizt, að þú áttir þá að segja
lika góðan daginn.
„Nei, mér fannst það ekki eiga við
að herma eftir honum, svo að hann
heyrði."
Óli litli er ckki nema fimm ára.
Einu sinni náði hann sér í pappírs-
hlað og blýntstubb og krotaði blaðið
allt út með álíka hrafnasparki og fólk
á hans aldri er vant að „skrifa“.
„Hvað ertu að gera núna, ÓIi
minn?“ spyr mamma lians.
„Eg er að skrifa henni Stinu
frænku,“ segir ÓIi.
„Já, en þú kannt ekki að skrifa enn
]>á,“ segir mamma hans.
„Það gerir elckert til,“ scgir Óli.
„Stina er ekki nema þriggja ára og
getur ekki lesið þetta hvort sem er.“
Hvar eru fuglar?
Iivar eru fuglar þeir á sumri sungu?
Þeir suður flugú brimótt yfir höf.
Hvar eru blómin sæl frá sumri ungu?
Und snjónum hvíla þan í votri gröf.
S. Th.
Yísa.
Grætið svo aldrei þá aumustu mús,
og angrið ei fuglinn, scm hvergi á sér
lnis.
Ef skepnunum sýnið þið vinsemd og
vörn,
þá verðið þið lángefin liöfðingjabörn.
(Úr kvæ&i eftir Matth. Joch.)
Einu sinni kom Sveinki litli til
pabba síns og sagði:
„Heyrðu, pabbi, mig langar svo til
að gifta mig.“
„Jæja, væni minn, og hverri þá?
Þú ert nú annars ekki nema fjogra
ára, svo að þér liggur ekki mikið á.“
„Eg vil giftast henni ömmu.“
„Nei, það er ekki hægt. Heldurðu
að þú megir giftast henni mömmu
minni?“
„Já, af hverju má ég það ekki? Þú
ert giftur henni mömmu minni.“
_______________:-----ÆSKAN
Þula.
Kisa gluggann kom upp á,
konur báðar opna skjá.
Einhver vöndinn þreif upp þá,
þrisvar gerði í liana slá.
Henni illa hér við brá,
hvessti augun græn og blá,
tittlingsveiða stirð við stjá,
stökk í burt og sagði: „Mjá.“
Það var Ijóta skepnan.
Fyrir nokkrum árum var furðulegt
kvikindi til sýnis i dýragarði i New
York. Þetta var slanga, en hún var
vansköpuð á þann hátt, að hún hafði
tvö liöfuð og sat sitt á hvorum liálsi.
Slangan var fullvaxin, en ekki hafði
gengið þrautalaust að láta hana tóra.
Þegar henni var gefið að éta, þurfti
alltaf að gæta þess, að hún æti ekki
með báðum kjöftum i einu, þvi að ef
báðir kingdu samtimis, hlaut að
standa í henni. Eins varð að hafa
spjald á milli hausanna, tit þess að
þeir réðust ekki hvor á annan og ætu.
Með stökustu aðgæzlu tókst að verja
hana þannig fyrir sjálfri sér i langan
tíma, en loks bar eitthvað út af með
eftirlitið, og þá fóru liausarnir í hár
saman, og annar át hinn upp til agna.
Aívaglið.
Einu sinni var maður, sem var ákaflega dugleg-
ur að veiða hreindýr, en liann var svo mikið átvagl,
að hann fékk aldrei nóg. í hvert skipti, sem liann
fór á veiðar, vafði hann snæri um vömbina, til þess
að verða léttari á fæti. Þegar liann kom heim af
veiðunum, setti hann upp pott og sauð allt kjötið
og settist svo aleinn að krásinni. En áður en hann
byrjaði að éta, rakti hann utan af sér snærið, því
að annars var magarúmið ekki nóg. Og svo fór
hann að éta, og hann át og át, og loks varð hann
að grafa gryfju fyrir vömbina, svo að rúm vröi
fyrir hana, og alltaf stækkaði hún. Og ef einhverjir
komu nærri, hrópaði hann og lcallaði: „Blessaðir,
varið ykkur á maganiun á mér, gangið þið í stóran
sveig í kringum liann.“ Iiann var svo liræddur um,
að einhver kæmi við hann.
Og þegar hann var búinn með allt kjötið, fór
hann aftur á veiðar, og alltaf veiddi hann mörg
hreindýr.
Hann var alltaf síétandi, og ef liann gat ekki torg-
að veiðinni, þá gróf hann afganginn og gaf engum
neitt.
Svona er nú sagan um átvaglið.
(Grænlenzkt ævintýri).
Gráni gamli er nú löngu dauður. Þetta var síð-
asta sumarið, sem hann lifði. En Flekka lifir enn, og
nú er hún orðin sjö vetra og búin að eignast mörg
lömb. Ég hef alltaf sagt, að næst guði var það Grána
að þakka, að hún lifði.
Kannske finnst einhverjum litlu stúlkunum, sem
lesa þessa sögu, að það muni ekki vera fint né
skemmtilegt að passa ær á sauðburði. En lialdið þið
nú samt ekki, að það geti verið gaman að bjarga
litlu lömbunum og sjá gleði mæðranna yfir því að
hafa heimt börnin sín úr helju?
Ragna.
109