Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1950, Blaðsíða 15

Æskan - 01.01.1950, Blaðsíða 15
ÆSKAN 1- Hvc margir barnaleikvellir eru nú starfandi í Reykjavík? 2. Hver varð skákmeistari íslands árið 1949? 3. Hvenær fóru menn aS nota þak- rennur á hús sín? 4. Hvaða ár tók fyrsti banki lieims- ins til starfa? 5. Hvað oft hefur eldfjallið Katla gosið? (i. Hvað hjóiar maður marga metra á sekúndu? 7. Hver eru aðal einkcnni Mongóla? 8. Hvað heitir bær sá, sem Napóleon mikli fæddist í? 9. Ilvaða þjóð notar Iivítan sorgar- búning? 10. Hvaða land er það, sem oft er kallað þúsund vatna landið? 11. Hvenær fóru menn fyrst að not- færa sér sápu? 12. Hvenær tók Miðbæjarskólinn i Reykjavik til starfa? 13. Hvenær var fyrsta skákfélag á íslandi stofnað? 14. Hver fann upp fallhlífina? 15. Hvaða ár var kristin trú tekin á íslandi? 1G. Hver liefur ort kvæðið: Bára blá að bjargi stígur? 17. Hvað heitir liið nýja lýðveldi, sem stofnað var hinn 27. desem- ber s. 1.? 18. Hve ínörg eru bein i likama eins manns? Svör er að finna á blaðsiðu 12 i þessu blaði. við þorpið, sem börnin höfðu séð handan yfir ána. Hundarnir þutu eins og eldibrandar frani og aftur °g béldu björðinni saman. Það var snúningasamt oð reka allan þennan sæg upp til fjalla. Systkinin voru orðin svo örmagna af þreytu, að Iwu gátu varla dregizt áfram. En nú voru þau líka l<omin í áfangastað. Sesselja, kona Matta, tók þeim úlúðlega og visaði þ'eim inn í tjaldið. Þau flevgðu ser óðara á hreinfeldina, sem breiddir voru á jörð- 1]ia í lcringum eldstæðið, og ultu strax sofandi útaf. Þau fengu að sofa um stund, og njóta hvíldar- Rinar. Þá vakti búsmóðirin þau og bauð þeim mat, hreindýrakjöt og kaffi. Magga tókst þó ekki að þorra upp. En Andrés og Lena nutu góðgætisins og hresstust öll við. t ti fyrir tjaldinu var mesti gauragangur. Lapp- arnir hrópuðu og kölluðu, Jireinkýrnar gauluðu og streittust á móti, þegar þær voru snaraðar og mjalt- aðar. Hreindýrin ruddust um, stimpuðust og' stönguð- l|st, en kastsnörurnar hvinu og snerust um hornin á þeim. Þannig voru l>au dregin í sundur. Og alltaf urðu Lapparnir að vera á þönum eftir dýrum, sem ætluðu að laumast burt úr hjörðinni, og reka þau hl baka. Og alls staðar ómaði lúð kliðmjúka og óskiljan- h’ga mál Lappanna. Þeir kölluðu og lirópuðu og ;rptu sig liása. Sumir beittu hreintörfum fyrir sleða °g óku til þess að temja þá, og aðrir ráku dýr ti! slátrunar. Konurnar töluðu sönglandi og gælandi við lirein- hýrnar, meðan þær mjólkuðu þær, og þær krupu hiður bjá kálfunum og klöppuðu þeim og struku 11111 þriflega og silkimjúkan belginn. Kóngsdæturnar tvær. ÆVINTVRI. Einu sinni var rikur og voldugur konungur, sem réð fvrir víðlendu ríki ásamt drottningu sinni. Þau áttu tvær dætur, sem voru báðar einkar efni- iegar. Hét önnur Hulda en liin Elísa. Hún var eldri, og þótti konungi mál til komið að farið væri að biðla til liennar. Hann fékk lika þá ósk sína upp- fyllta áður en langt um leið, því dag nokkurn kom glæsilegur kóngssonur og bað Elísu. Var það auðsótt eins og nærri má geta, og lagði ltóngsson- urinn af stað með brúðarefnið. En þegar þau voru komin nokkuð áleiðis, kom gríðarlegur tröllkarl, sem þreif Elísu og skálmaði burt með liana, en veslings kóngssonurinn sat eftir með sárt ennið. Sá hann þann kost vænstan að snúa við og segja tiðindin, hvernig sem þeixn vrði tekið. Allir voru rnjög sorgbitnir, cr þeir fréttu um hvarf Elísu, því að liún liafði verið lxvers manns hugljúfi. Kóngurinu, faðir liennar, sendi stóra leit- arflokka i allar áttir, en allt kom fvrir ekki, Elísa fannst hvergi. Hulda systir hennar var sú eina, sem vongóð var, og vildi sjálf fara í leitina. í fyrstu aftóku þau kóngur og drottning það og sögðu, að það yrði bara til þess að hún týndist líka, en liún sat við sinn keip, og þar kom, að þau lofuðu henni að fara. Ekki vildi hún liafa neinn með scr, licldur útbjó sér nesti i mal og lagði af stað alein og lagði leið sína upp með stórri á, sem rann rétt hjá kóngshöllinni. Þegar liún hafði gengið svo lengi

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.