Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1958, Blaðsíða 6

Æskan - 01.04.1958, Blaðsíða 6
ÆSKAN 1 í FLUGFERD MEO SðREN OG ÖNNU ★ SVlÞJÓÐ. „Þið skiljið víst, hvers vegna Stokk- hólmur er kallaður „Feneyjar Norð- urlanda," sagði pabbi, „því að, eins og þið sjáið, liggur borgin mitt í hinu bláa vatni. Það er eins og húsin standi utan í klettunum, bæði á eyjunum og á bökkum Málaren. Þessar litlu kletta- evjar við ströndina eru kallaðar skar (sker) og vatnið fyrir innan þær Skár- gárden (skerjagarðurinn).“ Börnin horlðu niður yfir borgina. Þau voru fyrir vestan hana, og ekki leið á löngu, áður en þau þutu eftir hinni breiðu, steyptu braut milli lágra kletta á Bromma flyghamn (flughöfn). Þau óku eftir breiðum vegum til Stokkhólms. „ó, við erum öfugu megin á veg- inum,“ sagði Anna allt í einu. „Já, veiztu það ekki?“ sagði Sören. „í Svíþjóð er vinstri handar akstur.“ Hann hafði einu sinni komið til Malmö, svo að hann áleit sig vita allt um Svíþjóð. Þau óku meðfram vatninu — Málar- en, fram hjá Stadshuset — það er ráð- hús Stokkhólms. Það er með háum turni með þremur gullnum kórónum — það er merki Svíþjóðar — efst. Þau óku framhjá óperunni og þaðan gátu þau séð konungshöllina. Pabbi sagði, að höllin væri mjög fræg bygging. Börnunum fannst hún að vísu aðeins vera stór ferkantaður kassi, en fyrst pabbi sagði, að hún væri fræg, hlaut það að vera rétt. Strætisvagninn stanzaði við litla byggingu niðri við höínina. Þar lá mikill fjöldi lítilla, hvítra, gufuknú- inna báta, og sumir þeirra á le'ið út i skerjagarðinn, því að þar eiga margir Stokkhólmsbúar sumarbústaði eða sommarstuga. Þau tóku nú ferðatöskurnar sínar og héldu til hótelsins, þar sem þau ætluðu að búa. En börnunum gekk ekki vel að komast yfir göturnar. „Það er líka asnalegt," sagði Anna, „þegar manni hefur verið kennt allt sitt líf að líta fyrst til vinstri og síðan til hægri, að eiga þá allt í einu að skipta um.“ Á meðan pabbi liringdi til herra Carlsson, sem hann ætlaði að heim- sækja, lágu Sören og Anna úti í glugga og virtu fyrir sér umhverfið. Þau sáu mörg skilti, sem þau gátu ómögulega skilið. Sören skildi þó fljótt, að þetta bio, sem sýndi ritfilm með Kalla Anka, var kvikmyndahús, sem sýndi teikni- mynd með Andrési Önd. Pabbi sagði börnunum, að hann þyrfti að vera nokkra daga um kyrrt i Stokkhólmi. Á meðan áttu Sören og Anna að sigla til Gautaborgar, ásamt sænskum dreng, sem hét Olle. Hann var sonur herra Carlsson. „Þetta er löng leið, er það ekki?“ spurði Sören. Bókasafn í skólanum. „Jú,“ sagði pabbi, „þetta er þriggja daga ferð, en þið skuluð strax fara að hlakka til, því að þetta er svo skemmti- leg leið.“ Núxhéldu þau út á „Skansinn". Þau óku í sporvagni og sátu í sláp- vagnen á 14. línu. Slápvagn er vagn, sem er tengdur aftan í sjálfan spor- vagninn. Á leiðinni fengu þau að vita, að skoði maður Skansinn, er jrað næst- um eins og að ferðast um alla Svíþjóð frá norðri til suðurs. En ef maður gerði það, tæki það 1 dag og 9 klukku- tíma með lest. En að „íerðast" á Skansinum tekur aðeins um 2 tíma. Þarna var mikið að sjá. Þarna voru sveitabæir, myllur, kirkjur og hús frá öllum hlutum Svíþjóðar. Þarna var víða fólk í þjóðbúningum, sem sagði gestunum frá lifnaðarháttum fólks í gamla daga. Á tveimur tímum heim- sóttu Sören og Anna Lappana norður í Lapplandi, þau komu í Vermaland, í Dalina og syðst komu þau á Skán. Um kvöldið voru hljómleikar á Skans- inum. Flottans musikkár (árhljóm- sveitin) lék. Síðan voru dansaðir þjóð- dansar og Anna þekkti einn dansanna. Hann hét „Tre vackra flickor i en ring“ (þrjár fallegar stúlkur í hring). Daginn eftir óku þau í gegnum alla borgina með sporvagni. Hann var ■ blár á litinn, eins og allir sporvagnar í Stokkhólmi. Þetta var á línu 4, og með honum komust þau i gegnum alla borgina. Fyrst komu þau út á eyna, þar sem konungshöllin stendur. Jú, hún er nú falleg, samt sem áður, og reisuleg, þegar maður skoðar hana betur, og ekki bara „stór, ferhyrndur kassi". „Héma á eyjunni er elzti hluti borgarinnar," sagði pabbi. „Hann er 54

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.