Æskan

Árgangur

Æskan - 02.02.1967, Blaðsíða 6

Æskan - 02.02.1967, Blaðsíða 6
Spæjarar Saga [icssi er eflir sænska skáldið Gunnar Niland og mun vera einhver sú mest spennandi drengjasagá, sem út hef- ur komið á íslenzku. Sagan gerist í Sví- ]>jóð í síðustu heimsstyrjöld, og eru dreng- irnir Kalli og Steini aðal söguhetjurnar. Til þess að gefa lesendunum smá sýnis- horn af efni bókarinnar, birtum við liér heitin á köflum bókarinnar, en ])eir eru 14 að tölu: 1. Bréfið. 2. f kaffihúsinu Blik- anum. 3. Kalli og Steini taka til sinna ráða. 4. Við höfnina. 5. Eltingaleikur. 6. Kemst upp um strákana. 7. Heima hjá Kalla. 8. Erfið næturferð. 9. Húsið á eynni. 10. Lögreglan gerir uppgötvun. 11. Kalla kemur ráð í hug. 12. Lögreglan finnur slóðina og týnir henni aflur. 13. Neyðar- kallið. 14. Björgunin. í lausasölu kr. 99.45. Til áskrifenda ÆSKUNNAR aðeins kr. 59.00. Leitin að loftsteininum Saga frá Eistlandi. Höfundurinn er eistneska skáldkonan Heimi Máelo. Þessi saga, Blómarós, kom fyrst út á sænsku árið 1945 og bar þar nafnið „Det lyckas för Linda“. Peter Wie- selgren dósent ritaði ])á formála að bók- inni og bar mikið lof á hana. Segir liann, að þetta sé bezta unglingabólcin, sem kom- ið liafi út í Svíþjóð um langt skeið. Það sé ])ví óhætt tið mæla með henni sem lesefni fyrir 10—15 ára stúlkur, — en fullorðnir muni einnig liafa gagn af því að lesa hana. Helmi Máelo skrifar blátt áfram og til- gerðarlaust, hefur frjótt imyndunarafl, en er þó hreinskilin og bersögul. Faðir henn- ar var mjög drykkfelldur og það hafði mikil áhrif á sálarlif hennar í æsku. Má því vera, að ])ún sé að lýsa æsku sinni i þessari bók, og hvernig henni tókst nð leiða föður sinn til betra lífernis. Bókina þýddi Árni Óla, ritstjóri. í lausasölu kr. 141.35. Til áskrifenda ÆSKUNNAR aðeins kr. 96.00. til hásumars Þetta er ræðusafn eftir Björn Magnús- son, prófessor. Þeir munu vera margir, sem fagna útgáfu þessarar bókar, þvi prófessor Björn Magnússon er einn af beztu ræðumönnum hins andlega orðs hér á landi. í ræðum þeim, sem birtast í þess- ari bók, kemur prófessorinn víða við, og mun lcslur þeirra verða lærdómsríkur þeim sem ]esa. Prófessor Björn Magnússon er fæddur 17. maí árið 1904 á Prestbakka á Síðu. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum i Reykjavik árið 1924. Aðstoðarprestur á Prestbakka 1928—29 (vígður 13. mai 1928), prestur á Borg á Mýrum 1929—45, settur dósent í guðfræðideild Háskóla íslands 1937 og 1938, skipaður 1945—49, prófessor frá 1949. í lausasölu kr. 273.00. Til áskrifenda ÆSKUNNAR aðeins kr. 161.00. Saga þessi er skrifuð af Bernhard Stokke, sem er stórvirkur norskur rithöfundur og miltils virtur. Hann hefur ritað ekki færri en 12 bækur fyrir börn og unglinga. Stokke er fæddur i sveitinni Kvikne í Dofrafjöll- um, en þar er einnig fæðiugarsveit hins mikla skálds Norðmanna, Björnstjerne Björnssons. Stokke var i æsku sinni smali á þessum fögru fjallaslóðum og eru nokkr- ar af beztu bókum hans byggðar á minn- ingum frá þeim árum. Þeirra á meðal er einmitt Leitin að loftsteininum. Sagan seg- ir frá tveimur drengjum, sem hafa ákveðið að reyna að finna loftstein, sem sást falla Blómarós lil jarðar einlivers staðar uppi í fjöllunum. Pahhi þeirra er stjörnufræðingur og liefur sótt um prófessorsembætti i þeirri grein við háskólann. Drengirnir vonast til, ef þeir finna steininn, að geta stutt kenning- ar föður sins og styrkt aðstöðu hans sem umsækjanda. Drengjunum tekst þetta að lokum eftir ævintýralega leit mikinn liluta úr sumri, og er bókin mjög viðburðarík og spennandi frá upphafi til enda. Þýðandi er Sigurður Gunnarsson, skóla- st jóri. í Iausasölu kr. 165.55. Til áskrifenda ÆSKUNNAR aðeins kr. 107.00. Frá haustnóttum

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.