Æskan

Árgangur

Æskan - 02.02.1967, Blaðsíða 4

Æskan - 02.02.1967, Blaðsíða 4
Geira glókoilur í Reykjavík Hér kemur önnur bókin um Geiru gló- koll eftir iiina þekktu skáldkonu Margréti Jónsdóttur. í þessari bók er sagt frá mörg- uin ævintýrum, sein Geira glókollur kemst í, þegar liún er flutt til Reykjavíkur. Sagan Geira glókollur er sögð á fögru, ylhýru máli, og stíilinn eins og tær, streymandi iind. Má með sanni segja, að barnabókmenntir vorar eru auðugri eftir útkomu þessarar bókar. í lausasölu kr. 48.35. Til áskrifenda ÆSKUNNAR aðeins kr. 32.00. Steini í Ásdal Höfundur bókarinnar er Jón Björnsson. Hér gefst iesandanum kostur á að skyggn- ■ast um í íslenzkri fjallabyggð fyrir rúmri öid og kynnast lífi munaðarlauss drengs, sem var alinn upp á sveit fram til þess tíma, er sagan gerist. Lýst er einu sumri, sem olli straumhvörfum í ævi hans, en þá var liann lólf ára að aldri. Þrátt fyrir umkomuieysi og ilit atlæti í bernsku, var þessi snáði enginn aukvisi til sálar eða líkama. Athurðirnir, sem lienda hann i sögunni, eru til vitnis um ]>að, og víst ber margt við þennan sumartíma, til dæm- is fjárleitarferð fram á heiði, ]iá þarf að taka á karlmennskunni, — kynni við strokufanga, og þá ræður mannúðin gerð- um, — björgun mannslífa úr háska, þá er unnin hin djarfasta dáð, — og loks lausn á sakamáli, en hún krefst bæði vits- muna og snarræðis. — Auk aðalhetju bók- a’rinnar komi mikið við sögu hjónin í Ás- dal og dóttir þeirra, strokufanginn Varði, sýslumaðurinn Ari og svolamennið Sigurð- ur á Bjargi, sem fær margt að reyna. Með þessari hetjusögu drengs hefur liöf- undurinn brugðið upp skýrri og litríkri mynd, sem verða mun mörgum unglingi hugstæð, enda er Jón Björnsson enginn viðvaningur í sagnagerð, svo sem marka má af því, að ]ietta er sextánda bók hans og fimmta unglingasagan. í Iausasölu kr. 48.35. Til áskrifenda ÆSKUNNAR aðeins kr. 32.00. Vala og Dóra Saga þessi er eftir skáldkonuiia Ragn- heiði Jónsdóttur og segir frá tveimur vin- stúlkum, sem heita Vala og Dóra, frá lífi þeirra og ævintýrum í Álfheimum og l'yrsta vetrinum þeirra i menntaskólanum. Kári, Skúli og fleiri skemmtilegir strák- ar koma hér líka við sögu. Vala þráir að helga sig náminu óskipt, en veikindi móð- ur hennar og erfiðar heimilisástæður leggja liungar byrðar á Iierðar henni. Hún berst eins og hetja við nám og störf og sigrast á öllum erfiðleikum. Dóra er henni til styrktar og gleði og flytur eins og áður birtu og yl inn á fátæklega heimilið. I lausasölu kr. 40.85. Til áskrifenda ÆSKUNNAR aðeins kr. 20.00. MRS. HERÖKRT STRAiNC HETJAN ENGA Hetjan unga Saga þessi kom fyrst út hjá ÆSKUNNI árið 1934 og seldist þá upp á skömmum tima og hefur síðan verið ófáanleg þar lil nú. Hetjan unga er eftir Herbert Strang, í þýðingu Sigurðar Skúlasonar magisters. Allir unglingar ættu að kynnast litlu syst- kinunum, Margréti og Tuma, sem sagan l'jaliar um. Eftir lestur bókarinnar mun- um við ekki gleyma þessum systkinum, því að þau eru annað og meira en Ivö fátæk fiskimannabörn á Englandsströnd. Þau eru sígildar pérsónur og finnast í öllum byggðarlögum hins menntaða heims. í lausasölu kr. 59.10. Til áskrifenda ÆSKUNNAR aðcins kr. 37.00. Kisubörnin kátu Þetta er 4. útgáfa af þessari skemmti- legu barnabók hins heimsfræga teiknara, Walt Disneys. f þau þrjú skipti, sem bók þessi hefur komið út áður, hefur upplag hennar selzt upp á skömmum tíina. Bókin er nú einu sinni enn á þrotum. íslenzka þýðingu hefur gert Guðjón Guðjónsson, skólastjóri. f bókinni eru 19 myndir eftir höfundinn sjálfan, Walt Disney. í lausasölu kr. 59.10. Til áskrifenda ÆSKUNNAR aðeins kr. 37.00.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.