Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1976, Blaðsíða 12

Æskan - 01.01.1976, Blaðsíða 12
„Hver ert þú?“ spurði fuglinn. „Ég er Jens og er eiginlega týndur að heiman — og svo er ég hræðilega svangur," volaði Jens. „Allt í lagi,“ sagði fuglinn, „ég skal mata þig/“ — Svo kom hann með feitan ánamaðk í nefinu og setti upp í Jens.' „En sá óþverri," hugsaði Jens, en hann var vel uppalinn drengur og sagði því: „Takk fyrir matinn.“ Hann fann að þetta var vel meint hjá fuglinum. „Nú skal ég fljúga með þig heim til þín. Settu þig upp á bakið á mér og sýndu mér svo hvar þú býrð.“ Þeir þutu af stað gegnum loftið. „Það er þetta hús þarna með rauða þakinu," sagði Jens og benti fugl- inum á það. Eftir augnablik var hann heima aftur. Jens fór að svipast um eftir Timmalása. En sú heppni! Þarna kom hundurinn. „Hvað varð eiginlega af þér, Jens, og hvers * vegna ertu svona lítill?“ spurði Timmalási. „Það er af þvi að ég skrapp saman og það er vegna þess, að ég vildi ekki borða. Ef ég fæ nú eitt- hvað að borða, verð ég strax stór aftur. Flýttu þér nú, Lási minn, og gefðu mér eitthvað í svanginn.“ Timmalási varð sorgmæddur á svipinn. „Ég hef ekkert handa þér, nema minn mat og honum hefur þú víst ekki lyst á. Það er hundakex, fiskfars og — og grautur." „Allt í lagi,“ sagði Jens, „láttu það bara koma.“ Og Jens borðaði þetta allt saman. Þegar hann hafði lokið við að borða, var hann orðinn stór aftur — og mjög, mjög glaður. „Timmalási," sagði hann, „þú ert minn allra besti vinur og þú skalt fá hið stærsta kjötbein, sem til er [ heiminum!“ Og síðan hefur Jens litli alltaf borðað matinn sinn, án þess að segja orð. Þess vegna er hann nú orðinn mjög stór — og mjög sterkur. Sjáið þið bara mynd- ina. — Hann er orðinn mjög sterkur. 10

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.