Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1976, Side 13

Æskan - 01.01.1976, Side 13
TAMETONAR þessu nýbyrjaða ári 1976, horfir æska ís- lands björtum augum fram á veginn, eins og litla stúlkan hér á myndinni gerir. Besta vega- nestið er líka áreiðanlega bjartsýni. Eins og alltaf í ársbyrjun munum við öll eftir að strengja góð heit — og vitanlega munum við ennþá betur eftir að efna þau heit. Góða æskufólk! ef þið eruð svo óheppin að reykja, ættuð þið að láta eina aðalákvörðun ykkar vera þá, að hætta reykingum, sjálfra ykkar vegna og annarra. Þeirra, sem verða að sitja í svælunni, sem aðrir púa út úr sér. Það er kominn tími til, að þeir láti meira að sér kveða! Ef við lítum til baka, er hræðilegt að hugsa um öll þau slys og allt það tjón á eignum og heilsu manna, sem sígarettan olli á árinu sem leið. Það ætti að vera stolt allra að stuðla að því, að slíkt verði úr sögunni. Það færist nú sífellt í aukana a. m. k. erlendis, að ungt fólk, sem ekki reykir er látið ganga fyrir, þegar ráðið er i góðar stöður. Ef þið eruð svo dugleg að geta hætt reykingum ei tilvalið að halda áfram að leggja til hliðar þa upp- hæð, sem áður fór í sígarettur. Hjá flestum, sem á annað borð hafa reykt eitthvað að ráði, verður það dágóð upphæð eftir árið. Þeirri upphæð getið þið svo ráðstafað á margan hátt. Þótt ekki beri að ýta undir hið marg umtalaða kynslóðabil, skipti ég samt lokaorðum þessarar ára- mótahugleiðingar I tvennt: Eldri kynslóðina bið ég að hugleiða orð hins ameríska dulspekings O’Malley: „Gættu þess vel, áð- ur en þú hegnir barninu, að þú eigir ekki sjálfur sök á yfirsjón þess.“ En yngri kynslóðina bið ég að muna hið ágæta boðorð: „Heiðra skaltu föður þinn og móður." Um leið og ég þakka gamla árið, óska ég að þetta nýja ár verði gott ár, að það færi okkur frið og farsæld, gæfu og gengi. GLEÐILEGT ÁR, Ingibjörg. Á bæ nálægt Reykjavík var kisa úti með kettling sinn. Hann var að leika sér, en fyrir óaðgætni varð hann fyrir því óhappi að detta niður f hlandfor, sem var við bæinn, og voru svo háir veggir, að hann komst ekki upp aftur. Vinnukona var þar nálægt, sem sá þetta. Hún náði kettlingnum upp úr forinni, þvoði hann vel hreinan, og fékk svo kisu kettlinginn. Svo fór hún inn og settist við vinnu á rúmi sínu, en að lítilli stundu lið- inni kom kisa með lifandi smáfugl og lagði hann í kjöltu vinnukon- unnar, sýnilega í þakklætisskyni fyrir hjálpina við kettlinginn. Þetta sýnir að kettir geta verið þakklát- ir og hafa vilja til að borga það, sem vel er gjört til þeirra. 11

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.