Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1976, Page 14

Æskan - 01.01.1976, Page 14
Ævintýrið um H. C. Andersen EFTIR KAREN MARGRETHE BITSCH Strax á eftir fer hann út í hina miklu borg. Leik- húsið, konunglega leikhúsið, dregur hann að sér eins og segull. Hann verður að skoða það strax. Hann finnur það fljótt, gengur marga hringi um- hverfis það, rannsakar dyr og glugga og biður til guðs um, að verða góður leikari. Allt í einu mætir hann fátæklega klæddum manni, sem talar til hans: „Viljið þér fá aðgöngumiða að sýningunni í kvöld?“ spyr hann. Aðgöngumiða f konunglega leikhúsið! Drottinn hefur heyrt bænir hans! Hann lítur glaðlega á mann- inn og segir: „Jú, þökk fyrir, það vil ég gjarna!" „Hvers konar miði á það að vera?“ spyr maður- inn. „Það verðið þér að ákveða," svarar Hans Christian. „Mér er sama hvar ég sit, bara að ég fái miðann." Hann ímyndar sér í einfeldni sinni, að maðurinn ætli að gefa honum aðgöngumiðann. „Langi sláninn þinn?“ hrópar maðurinn. „Ertu að hæðast almennilegu fólki!" Hann úthellir runu af ill- yrðum yfir Hans Christian saklausan, en honum finnst ráðlegast að hlaupa á brott og gerir það. Daginn eftir á að láta skríða til skarar. Hann fer í fermingarfötin og háu stígvélin. Hann finnur brátt húsið, þar sem frú Schall á heima. Hvað skyldi hún gera fyrir hann? Hvað skyldi gerast í dag? Við dyrnar hennar er langur klukkustrengur. Hann hikar augnablik; svo fellur hann á kné og gerir bæn sina, biður til drottins, sem er einasta athvarf hans. Hann heyrir fótatak á tröppunni og vinnukona kem- ur fram. Hún heldur að hann sé betlari, brosir vin- gjarnlega til hans og gefur honum skilding. Hann verður feiminn. Getur hún ekki séð, hve hann er fínn? Hann hefur aldrei betlað, eins og mamma hans neyddist stundum til. Hann réttir henni skild- inginn aftur, en hún segir: „Eigðu hann bara“ og er þegar farin. Hann tekur í klukkustrenginn! En frú Schall er ekki snemma á fótum og hann verður að bíða í nærri tvo tíma, áður en honum er boðið inn í húsið. Loks eru dyrnar opnaðar og vinnustúlka vísar honum til stofu frúarinnar. Stofan er næstum því eins fín og stofan hjá Guldberg liðsforingja. Dansmærin situr þar inni í stórum hægindastól og horfir forviða á hann. Þessi slánalegi og klaufalegi drengur hneigir sig, svo að hendurnar snerta nærri gólfið, og réttir henni bréf Ivarsens. Frú Schall verður mjög undrandi, því að hún hefur hvorki kynnst né séð þennan gamla prentara f Odense. Ungi maðurinn segir henni frá brennandi ást sinni á leikhúsum og list og býðst til að sýna hvað hann geti. Hann segist vilja leika aðalhlutverkið í „Cendrillon“. Leikarar frá konunglega leikhúsinu höfðu sýnt þetta leiksviðsverk í Odense og hann hafði séð það tvisvar, en aldrei lært það eða æft sig í því. En hann er sannfærður um að hann geti leikið hlutverkið, og þar sem minnið bregst, skáldar hann hiklaust inn í. ^ Þá er hann kemur að atriði, þar sem á að dansa, fer hann úr stígvélunum og dansar á sokkaleistunum meðan hann syngur vísurnar hástöfum. Frú Schall sannfærist betur og betur um að geggj- aður maður standi frammi fyrir henni og flýtir sér að láta koma honum út úr dyrunum. Hann gengur grátandi niður tröppurnar, út í há- vaða bæjarlífsins, géngur ennþá einu sinni um- hverfis leikhúsið, áður en hann snýr við heim f herbergi sitt. Hans Christian hefur ekki enn fundið hamingjuna í höfuðstaðnum. Peningarnir eru á þrotum. Hann brýt- 12

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.