Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1976, Síða 20

Æskan - 01.01.1976, Síða 20
í S LA N D ; 30 . ■ >, þeim m.a. falið að semja jarðabók yfir landið allt með lýsingu hvers býlis; taka skyldu þeir manntal og greina þar sérstaklega frá þurfa- mönnum, athuga eignaskjöl varð- andi jarðeignir, ef þurfa þótti, og jarðaskipti konungseigna, líta eft- ir því, hvort kaupmenn héldu versl- unarlögin og gera skýrslu um nokk- ui brotamál, þeir skyldu skrá hafn- ir og rannsaka hag skólanna og biskupssetrin, og síðast en ekki síst, huga að, hvort leiguliðum væri í- þyngt með of miklum kvöðum, og veita kærum á embættismenn og landeigendur viðtöku og gefa kon- ungi skýrslur um þær, ef ástæða virtist til. Árni var mikill áhugamaður um sögu landsins og bókmenntir og á- kafur bóka- og handritasafnari. Á ferðum sínum um landið gafst hon- um gott tækifæri til að kynnast handritaeign landsmanna. Eignað- ist hann þá gott safn handrita. Er- lendir aðilar höfðu þá um hríð haft allar klær úti til að eignast íslensk handrit, enda hafði talsvert af þeim þegar borist úr landi. Árni flutti handritasafn sitt til Kaupmanna- hafnar. í eldsvoðanum mikla í Kaup- mannahöfn haustið 1728 brann tals- vert af skjalasafni Árna og mikill hluti prentaðra bóka hans ásamt hluta af handriti Jarðabókar Jarða- bókarinnar (Múla- og Skaftafells- sýslur). Árni lifði skamma hríð eftir þetta, andaðist hinn 7. janúar 1730. Árni arfleiddi Kaupmannahafnar- háskóla að öllum handritum sínum og skjölum og stofnaði sjóð til við- halds safninu og til styrktar íslensk- um námsmönnum, sem legðu stund á fornfræði. Hann ritaði nokkrar bækur, t.d. athugasemdir um ís- lensk innsigli (Sigilla Islandica), einskonar landafræði íslands (Cho- rographica Islandica) og Galdra- málin í Thisted. Myndina á frímerkinu er eftir mynd sr. Hjalta Þorsteinssonar (1665-1754) ( Vatnsfirði. Jón Eiriksson fæddist að Skála- felli í Suðursveit [ Austur-Skafta- fellssýslu 31. ágúst 1728. Hann var af bændaættum. Jón settist í Skál- holtsskóla haustið 1743 og stundaði þar nám tvo næstu vetur, en fór ut- an með L. Harboe, sem boðist hafði að kosta Jón til náms, 1745 og lauk námi við latínuskólann í Nið- arósi vorið 1748. Harboe var á ár- unum 1746—1748 biskup [ Noregi. Jón lauk lögfræðiprófi frá Kaup- mannahafnarháskóla sumarið 1758, og næsta ár gerðist hann prófessor í lögfræði við háskólann í Sórey. Stöðu þessari gegndi Jón til ársins 1771, en þá var hann kvaddur til starfa f rentukammerinu, en deild- in nefndist þá reyndar [ svipinn finanskollegium. í stjórnarráðinu starfaði Jón síðan til dauðadags, einkum í þeim deildum, sem fjöll- uðu um fjármál og atvinnumál á íslandi. Mun Jón hafa greitt götu /flestra þeirra framfaramála, sem stjórnunardeild hans fjallaði um á tímabilinu 1771—1787 og vörðuðu ísland., Embættisframi Jóns óx smám saman. 1783 varð hann hinn þriðji [ röðinni í rentukammeri hvað á- kvarðanatöku snerti (3. deputerað- ur), og sama ár var hann sæmdur konferensráðsnafnbót. Stjómar- skipti urðu í Danmörku 1784. Jón hafði starfað með ráðgjöfum ( hinni fráfarandi stjórn um árabil, en sú stjórn var hlynnt hugmyndum hins menntaða einveldis. Nýja stjórnin var aftur á móti fylgjandi hugmynd- um um frjálsa verslun. Hin nýja stjórn skipaði nefnd, sem fjalla átti um íslandsmál og þá einkum af- leiðingar móðuharðindanna. Jón tók sæti í nefnd þessari, sem kölluð hefur verið landsnefndin síðari. í nefndinni var hreyft allróttækum hugmyndum um lausn vandamála þessara, t.d. að gefa verslunina al- frjálsa, og mun það ásamt áhyggj- um um framtíð íslands og heilsu- veilu hafa fyllt Jón örvæntingu. Hann andaðist 29. mars 1787, mun hafa steypt sér út af brú einni f Kaupmannahöfn, Löngubrú. Jón náðist aftur með lífsmarki, en höf- uðkúpan hafði skaddast í fallinu og varð lífi hans því ekki bjargað. Myndin á frímerkinu er eftir upp- drætti Ólafs Ólafssonar á Kóngs- bergi (1653—1832) að minnismerki um Jón, en Ólafur mun hafa lagt stund á byggingarlist einna fyrstur íslendinga. Einar Jónsson fæddist 11. mal 1874 að Galtafelli í Hrunamanna- hreppi, þar sem forfeður hans höfðu verið bændur, kynslóð fram af kyn- slóð. Mikiir listamannshæfileikar gerðu fljótt vart við sig hjá honum, og nítján ára gamall hélt hann til Kaupmannahafnar til náms. Var hann hjá ýmsum kunnum kennurum fyrstu árin, en síðar varð hann nemandi í Listaháskólanum. 18

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.