Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1976, Blaðsíða 21

Æskan - 01.01.1976, Blaðsíða 21
Þegar hann tók þátt ( listasýn- ingunni í Charlottenborg áriS 1901 og sýndi þ$r verk sitt „Útlagar", sem nú er frægt, veitti almenning- ur fyrst list hans athygli, og sama ár var honum veittur styrkur í fyrsta sinn og gafst honum þá tækifæri til aS halda til Ítalíu og annarra Evr- ópulanda. Árið 1917 hélt hann með konu sinni til Bandaríkjanna, þar sem honum hafði verið falið að gera höggmynd af Þorfinni karlsefni, fyrsta hvíta landnemanum í Ame- ríku. Stytta þessi stendur enn í dag í Fairmont-garðinum í Fíladel- fíu. Þegar listamaðurinn kom heim aftur árið 1920, var hús það, sem komið hafði verið upp með stuðn- ingi ríkisstjórnarinnar og einstakl- inga, nær fullgert, og bjó listamað- urinn sfðar þar með konu sinni til dauðadags, haustið 1954. Þar var einnig vinnustofa Einars og verk hans nú geymd þar f bygging- unni. List Einars Jónssonar ber þess merki, að hann var trúmaður mikill, trúði á sigur hins góða yfir hinu illa, þrátt fyrir baráttu og þjáningar og oftast eru verk hans táknmynd- ir. Árið 1944 komu út tvær bækur Einars, ,,Minningar“ og „Skoðanir". Árið 1954 kom út bók með myndum af öllum verkum hans. Myndin á frímerkinu er eftir málverki í eigu safnsins. Tvö ný frímerki komu út 15. ok- tóber 1975. Annað þeirra var helg- að 50 ára afmæli Rauða kross ís- lands, verðgildi 23 kr., en hitt var gefið út í tilefni Alþjóða-kvenna- ársins, sem var árið 1975. Verð- gildi þess merkis var 100 kr. Bæði eru frímerki þessi marglit. Rauði kross íslands var stofnað- ur 10. desember 1924. Aðalhvata- menn að stofnun hans voru þeir dr. Gunnlaugur Claessen, Guðmundur Thoroddsen prófessor, Steingrímur Matthíasson héraðslæknir á Akur- eyri og Sveinn Björnsson síðar for- seti íslands. Sveinn Björnsson var kjörinn fyrsti formaður félagsins. Þegar ísland hafði náð fullu sjálf- stæði og ríkisstjórnin veitti félaginu þá viðurkenningu sem nauðsynleg var samkv. alþjóðalögum gat Rauði kross (slands orðið þátttakandi I Alþjóðastarfi Rauða krossins. Þegar eftir stofnun félagsins hófst stofnun deilda um land allt og mjög mikill vöxtur varð í fé- laginu fyrstu árin. Sjúkraflutningar hófust víða, stofnað var til heilbrigð- isfræðslu, kennslu í hjálp í viðlög- um og heimahjúkrun og ýmissar annarrar heilbrigðisþjónustu sem ríki og sveitarfélög höfðu enn ekki bolmagn til að annast. Tímamót urðu í starfi félagsins í síðari heimsstyrjöldinni en þá varð það skylda Rauða krossins skv. al- þjóðalögum að leysa ýmiss konar neýðarvarnaverkefni. Var það senni- lega einn átakamesti tíminn í sögu RKÍ þar til starfið í sambandi við Vestmannaeyjagosið hófst 23. jan- úar 1973. Samtímis þessu hefurverið unnið að því að auka þjónustu Rauða kross íslands og deilda hans um land allt. Margar nýjar deildir hafa verið stofnaðar og félagatalan auk- ist verulega. Af verkefnum deild- anna má nefna: Sjúkraflútninga, neyðarvarnir, námskeiðshald, sjúkravinastarf, heimsendingu mál- tíða til sjúkra og sumardvalh'r- Rauði kross íslands reynir að þjóna deildum um allt land með upplýsinga- og fræðslustarfi og með uppbyggingu starfs sem nær til landsins alls en sem deildum er ofviða að leysa hverri fyrir sig. Af slíkum verkefnum má nefna kenn- aranámskeið í skyndihjálp og að- hlynningu sjúkra í heimahúsum og rekstur sjúkrahótels í Reykjavík. Ekki verður Rauða kross starfinu lýst svo að ekki sé minnst á alþjóð- legt hjálparstarf. Rauði kross ís- lands sendi fyrst árið 1939 hjálp til útlanda. Síðan hefur þessi starfsemi verið mikilvægur þáttur í starfi fé- lagsins og íslendingar sýnt henni mikinn áhuga. Framlög þeirra hafa vakið verulega athygli. Má líkja þessari starfsemi við þátttöku í samtryggingu þar sem iðgjöldin eru frjáls en hjálpin sem á móti getur komið nokkuð örugg. Ekki hefur til þess komið nema einu sinni að við höfum fengið hjálp til hörmunga- léttis, þótt við höfum oft fengið að- stoð frá Alþjóðasamtökum Rauða- krossins til þess að geta leyst inn- lend verkefni. Þróun undanfarinna ára hefur verið sú að almenningur styður Rauða kross íslands í auknum mæli og segja má að Vestmanna- eyjamálið og önnur brautryðjenda- störf hafi aukið skilning rikisvalds- ins á starfsemi samtakanna og er nú af þess hálfu litið á framiag Rauða krossins sem nauðsynlegan þátt í neyðarvörnum og efldu og bættu þjóðlífi. Á þingi Sameinuðu þjóðanna ÍSLAND ÍOO Alþjóðakvennaárið 1975 19

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.