Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1976, Qupperneq 22

Æskan - 01.01.1976, Qupperneq 22
 (BHHIHHHInlCBBHBBBnHHHnB þann 18. desember 1972 var ákveð- ið að lýsa árið 1975 sem alþjóðlegt kvennaár í þeim tilgangi að bæta kjör kvenna um allan heim. Ein- kunnarorð ársins voru „þróun, jafn- rétti, friður.“ Af þessu tilefni var þeim tilmæl- um beint til aðildarlandanna, að gefið yrði út sérstakt frímerki á árinu. Á íslenska frímerkinu er mynd af málverki [ eigu Listasafns íslands eftir listakonuna Nínu Tryggvadótt- ur. Nína Tryggvadóttir fæddist á Seyðisfirði hinn 16. mars 1913. Hún stundaði nám við konunglega lista- skólann í Kaupmannahöfn 1935- 1939. Árið 1943 hélt hún til New York, þar sem hún starfaði næstu árin. Nína Tryggvadóttir bjó síðan í New York og París og vann þar að list sinni. Hún tók þátt í fjölmörgum samsýningum, en hélt einnig einka- sýningar. Hún lést 18. júnf 1968. f listdómum um verk Nínu Tryggva- dóttur segir m.a.: „List Nínu Tryggvadóttur er öfga- laus og sjálfstæð. Engu er þar of- aukið. Engu er þar hinsvegar sleppt vegna kunnáttuleysis heldur er kraftinum þjappað saman." Málverk hennar eru hvorki þurr né þegjandaleg, en aðalatriðin eru þar fram borin með sterkum áhersl- um. List hennar hófst með blæ- brigðaríkum verkum í stórum form- um. Síðar gerði hún myndir með sterkum, svörtum línum, ýmist þétt- um eða opnum, sem luktu um hreina litfleti, en hvítur pappírinn inn á milii veitti myndunum birtu og léttleika. Hér var um að ræða strangari form en í málverkunum og augljósari skírskotun til ýmiss- konar náttúrufars. í fyrstu kom fá- um til hugar, að þessar myndir Nínu Tryggvadóttur ættu eftir að leiða fram stórverk í steingleri, þar sem hún fann þeim þróunarleið í lit- glerinu. Því næst tók hún til að semja stórfelldar veggmýndir, í ætt við tónlist, þar sem tónstiginn er viljandi takmarkaður við tvær eða þrjár glöggar andstæður. Það stóð lengi þetta tímabil hinna tröllauknu mósaíkmynda, sem sameinuðu þunga sinn litunum, þar sem ein- stakur steinn tók sig stundum á loft. Þessar myndir eru einn fegursti þátturinn í list hennar." Tvö síðustu merkin komu út þann 19. nóvember. voru það 27 kr. og 35 kr. frímerki. Thorvaldsensfélagið var stofnað 19. nóvember 1875. Tildrög félags- stofnunarinnar voru þau, að 23 kon- ur, er starfað höfðu að undirbún- ingi á móttöku styttu af myndhöggv- aranum Bertel Thorvaldsen, sem Danir gáfu íslensku þjóðinni 1874 í tilefni þjóðháttðarárs 1874, ákváðu að halda hópinn og starfa saman að velferðar- og líknarmálum. Hefur félagið síðan starfað að, llknarmálum, einkum barna. Barna- uppeldissjóður félagsins hefur um ISLAND mörg undanfarin ár gefið út jóla- merki til tekjuöflunar fyrir sjóðinn. Myndin á frímerkinu er af áður- nefndri styttu myndhöggvarans Bertel Thorvaldsen, gerðri eftir frummynd, sem hann gerði sjálfur. Bertel Thorvaldsen var fæddur 19. nóvember 1760 í Kaupmannahöfn og lést 24. mars 1844. Hann var af íslenskum ættum f föðurætt. Sagt er, að ísland hafi á land- námsöld verið viði vaxið milli fjalls og fjöru. Srpám saman eyddust skógarnir af ágangi manna og bú- fjár. Um síðustu aldamót hófust skipulegar tilraunir til skógræktar og farið var að friða hina gömlu birkiskóga fyrir beit. Lög um skóg- rækt voru sett 1907 og Skógrækt ríkisins stofnuð. Síðan hefur markvisst verið unnið að skógrækt og m.a. erlendar trjátegundir fluttar til landsins, svo sem blágreni, sitkagreni, broddfura, fjallafura og síberískt lerki. Þykir sýnt, að hér megi, þegar fram Kða stundir vinna næstum allan trjávið, sem Islendingar nota. 20

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.