Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1976, Síða 23

Æskan - 01.01.1976, Síða 23
INGÓLFUR DAVÍÐSSON: Höfðu fornaldardýr tannpínu „Tannskemmdir eru menningar- sjúkdómur. Þið étið allt of mikið af sykri og sælgæti á unga aldri, tenn- urnar veiklast, gerlar mynda holur ( þær, tannpínan kemur, og brátt verður tanngarðurinn reglulegur tindaskagi á að líta.“ Þetta er dagsatt, en jafnrétt er hitt, að skemmdir af völdum gerla eru ekki nýtt íyrirbæri. Læknar og steingervingafræðingar hafa oft fundið vott um gerlasjúkdóma í leif- um dýra og plantna f ævafornum jarðlögum víðs vegar um heim. í steinrunnum beinum og tönnum fornaldardýra hafa fundist gerla- skemmdir, er átt hafa sér stað, með- an dýrin [ifðu fyrir tugmilljónum ára, t. d. tannáta bæði hjá hestum og hellnabjörnum. Svipaðar tann- skemmdir hafa líka fundist hjá slöngueðlum, sem lifðu á fiski í sæ á krítartímabilinu og voru ógurlega tenntar. Það eru elstu merki tann- átu, og eru líklega allt að 100 millj- ón ár liðin síðan þessar stóru eðlur þjáðust af tannpínu! Flestir þekkja jötunuxa og járn- smið. [ 50 milljón ára gömlum mó- kolalögum í Þýskalandi fundust ó- venju vel varðveittar dýraleifar og m. a. ein lítil bjalla (frænka járn- smiðs og jötunuxa) og í loftæða- kerfi hennar greinileg merki gerla. Gerlar hafa líka fundist í um 200 milljón ára steinkolalögum í stein- runnum trjáleifum svipaðir gerlum, sem á okkar dögum stuðla að fún- un viðar. Vottur um [gerð af völdum gerla hefur líka fundist í beinum ýmissa skriðdýra, sem uppi hafa verið á krítartímabilinu. T. d. hafa fundist bein, sem augljóslega hafa brotnað, meðan dýrið lifði og gró- ið saman aftur, stundum undursam- lega vel, en á sumum má sjá, að ígerð hefur komist ( brotið. Hafa sum dýrin látið lífið, áður en brotið var að fullu gróið. Menn hafa fundið rifbein hval- eðlu, sem brotnað hafa og gróið að fullu. Jafnvel beinbrot risaeðlu hafa oft gróið vel, svo geysiþung sem hún hefur þó verið, jafnvel lær- beinsbrot. Á einni slíkri hafði löpp- in bersýnilega bæklast og styst, svo að dýrið hefur gengið halt eftir áfallið. Lýs hafa lengi ásótt bæði menn og dýr. Mörg smádýr hafa varðveist undravel í rafi. í einu rafstykki fannst hártoppur af litlu nagdýri, skyldu íkorna. Á hárum þess fund- ust prýðilega varðveitt lúsaegg, fest nákvæmlega eins og gerist í dag. Þetta litla, lúsuga nagdýr lifði fyrir um 50 milljónum ára. Menn hafa fundið í milljón ára gömlum beinum skemmdir, sem eru nákvæmlega eins og missmíði í beinum af völdum berkla og gigtar nú á tímum, og merki um nýrna- steina í hellnabirni frá fsöld. Örugg einkenni beinkramar spendýra hafa oft fundist, og virðist beinkrömin hafa verið sérlega algeng á kulda- skeiðum, þegar erfitt hefur verið fyrir dýrin að afla sér kalkauðugrar og fjörefnarfkrar fæðu. Hafa t. d. mörg bogin beinkramarbein fundist í fjallahellum Mið-Evrópu frá fsöld. Tennur ungra dýra bera þá einnig vott næringarskorts. Dýrin gátu ekki betur en þau gerðu, en sama verð- ur naumast sagt um tannskemmdir o. fl. menningarkvilla okkar kyn- slóðar! ▼ Minnsti fiskur, sem veiðst hefur fullþroskaður, er 2 milligrömm. Latneskt nafn hans er Schindleria praema- turus. Fiskur þessi veiðist við Samoa í Kyrrahafi. ▼ Hæsta standmynd í heimi er 52,7 metrar. Hún er af guðinum Búddha og stendur 3 km austur af Bamijan [ Afghanistan. Myndin er frá 3. eða 4. öld, og er hennar fyrst getið í heimildum árið 632. T BreiSasti foss heimsins heitir Khöne og er í Lagos. Hann er 10,8 km breiður og 15—20 m hár. Vatnsmagnið er mest 42 000 rúmmetrar á sekúndu. T Elsti höggormur, sem sögur fara af, var vatnakyrki- slanga, er lifði 31 ár og 9 mánuði í dýragarðinum í Ba- sel í Sviss. T Hæstu súlur í heimi eru 25 metra háar. Þær eru úr járnbentri steinsteypu og standa í „Vinnuhöllinni" í Torino á (talíu. Súlur þessar voru steyptar á 8 dögum. T Lengsta færiband [ heimi er 17 km langt. Á því er fluttur kalksteinn úr námu ( Akijoshidai í Japan til hafn- arinnar f Senzaki. Bandið var tilbúið til notkunar seint á árinu 1965, og getur það flutt 1220 lestir á klst. \

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.