Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1976, Page 33

Æskan - 01.01.1976, Page 33
og er hann leit upp, sá hann, að þar var Paulvitch kominn. „Komdu upp!“ skipaði Rússinn. „En mundu það, að þú verður skotinn, ef þú gerir minnstu tilraun til þess að ráðast á mig eða nokkurn annan á skipinu." Apamaðurinn vatt sér léttilega upp á þilfarið. í kring- um hann, en f hæfilegri fjarlægð, stóðu sex sjómenn með byssur og skammbyssur. Paulvitch stóð á móti hon- um. Tarzan litaðist um eftir Rokoff, sem hann þóttist viss um, að væri á skipsfjöl. En hann sá hann ekki. „Greystoke lávarður!" skipaði Rússinn. „Með stöðugri afskiptasemi þinni af málum Rokoffs og fyrirætlunum hans hefur þú komið sjálfum þér og fjölskyldu þinni í þennan vanda. Það máttu sjálfum þér um kenna. Eins °g þú getur ímyndað þér, hefur þessi ferð kostað Rokoff allmikið fé, og þar sem ferðin er þér að kenna, býst hann við endurgreiðslu frá þér:. Og það get ég sagt þér, að því aðeins geturðu búist við, að sæmilega verði farið með konu þína og son, að þú greiðir kröfu Rokoffs, og þá munt þú lifi halda og frelsi hljóta.“ ..Hver er upphæðin?" spurði Tarzan, „og hvaða trygg- ingu hef ég fyrir þvi, að þið efnið gefin loforð ykkar? Ég hef litla ástæðu til þess að treysta öðrum eins föntum °g ykkur Rokoff; það veistu vel.“ Rússinn roðnaði. „Þú ert ekki svo vel stæður, að þér sé fært að vera með dylgjur," sagði hann. „Þú hefur ekki annað en orð mín til tryggingar því, að við efnum loforð okkar, en þú hefur fulla tryggingu fyrir því, að við getum drepið þig, ef þú skrifar ekki ávísun á upphæðina, sem við heimtum. Ef þú ert ekki vitlausari en ég held, þá muntu vita, að okkur væri ekkert kærara en skipa mönnunum þarna að skjóta. Að við gerum það ekki er vegna þess, að við ætlum að hegna þér á annan hátt, þannig, að dauðinn mundi hindra það.“ „Svaraðu einni spurningu," sagði Tarzan, „er sonur minn hér á skipinu?" „Nei,“ svaraði Alexis Paulvitch, „sonur þinn er ann- ars staðar í góðu yfirlæti, og mun hann ekki verða drep- inn, nema þú hafnir kröfu okkar. Ef nauðsynlegt verður að drepa þig, er engin ástæða til þess að hlífa barninu, því með þér er sá farinn, sem við vildum nota drenginn til að auka hefnd vora á, og hann mundi þá aðeins verða okkur til erfiðisauka. Þú sérð því, að lífi sonar þíns get- urðu eingöngu bjargað með því að bjarga lifi þínu, og þér bjargar þú með þvl einu að gefa okkur ávísunina, sem við heimtum." „Jæja,“ svaraði Tarzan, því hann vissi, að þeir gátu framkvæmt hvaða hótun sem var, og það var þó tæki- fasri til þess að bjarga drengnum, þótt hins vegar væru 31

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.