Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1976, Síða 35

Æskan - 01.01.1976, Síða 35
í bréfi til þáttarins frá H.J. er spurt m. a. um hinn nýja Fjöibrautaskóla í Breiðholti í Reykjavík. Mun þessu best svarað með því að birta hér smákafla úr setningarræðu skólastjórans nú I haust, en skólastjóri Fjölbrautaskól- ans er séra Guðmundur Sveinsson, áður skólastjóri Samvinnuskólans. Grein Guðmundar birtist í Tímanum: 2.2. Nám og deildir ,,Á brautum Fjölbrautaskólans í Breiðholti skiptist nám í kjarna, kjör- svið og valgreinar. Kjarni verður sameiginlegur á öllum námsbrautum skólans og er ætlast til að hann veiti nemendum sameiginleg- an þekkingarforða, er komi í veg fyrir óeðlileg skil og tryggi samstöðu og bekkjarvitund. Á fyrsta námsári er gert ráð fyrir að kjarni verði helming- ur námsins eða 18 kennslustundir á viku. Hann mikli sameiginlegi kjarni á að gera nemendum auðveldara að skipta um námsbrautir að einu náms- ári loknu, telji viðkomandi nemendur að áhugi þeirra stefni fremur til ann- arra námsbrauta en þeir völdu f upp- hafi. Kjörsvið námsbrautanna verður með þrennu móti: a) nær einvörðungu verklegt, b) að mestu leyti bóklegt eða c) bæði verklegt og bóklegt, fer það eftir eðli og innihaldi þeirrar náms- brautar, sem valið hefur verið. Kennslan í Fjölbrautaskólanum fer fram í deildum, þar sem hinum mis- munandi námsgreinum bóklegum og verklegum verður búin hin besta að- staða bæði hvað varðar tækjakost, bókakost í sérsöfnum svo og annað er hinar ólíku námsgreinar gera æski- legt og eðlilegt f aðbúnaði og að- stöðu. Þegar Fjölbrautaskólinn í Breið- holti verður fullgerður er áætlað að deildir hans muni alls verða sextán talsins: íslenskudeild, erlend mála- deild, stærðfræðideild, eðlis- og efna- fræðideild, náttúrufræðideild, samfé- lags- og uppeldisdeild, viðskiptadeild, hússtjórnardeild, iðnfræðsludeild, sjó- mennskudeild, mynd- og handmennta- deild, lista- og tónmenntadeild, heilsu- gæslu- og heilbrigðisdeild, félags- og tómstundadeild, Iþróttadeild og loks sérkennsludeild. Deildirnar skapa sér- staka aðstöðu til að byggja upp og þróa hin ólfku fræðisvið, bókleg og verkleg og búa nemendum og kenn- urum þá starfsaðstöðu sem fræðisviðin gera kröfu til. Fjölbrautaskóli er þrennt í senn: Margþætt skólastofnun, félags- og menningarmiðstöð og svo heimili. Verður reynt að búa sem best að hin- um þrem þáttum, að orðið geti nem- endum til þroska og manndóms. Þegar Fjölbrautaskólinn í Breiðholti er full- skipaður fyrir 1400 nemendur, munu auk beinna kennslukrafta starfa við skólann þrír ráðgjafar í námsráðgjöf, starfsvalsráðgjöf og vinnumiðlunarráð- gjöf. Þá verða og í hópi starfsliðs FJÖLBRAUTASKÓLINN skólans tveir sálfræðingar, annar með sérmenntun í skólasálfræði, en hinn með sérmenntun I námsmati og prófa- gerð, félagsráðgjafi, bókavörður með fullgilda menntun skólabókavarðar og í bókasafnsfræðum, aðstoðarbóka- vörður, kennslugagnaleiðbeinandi, ráð- gjafi um verkefnaval og námstækni. Enn verða við menntastofnunina skóla- læknir eða skólalæknar, hjúkrunar- kona með viðbótarmenntun í félags- ráðgjöf auk annarra, er þar sinna störf- um. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti legg- ur verknám og bóknám að jöfnu og verður lagt kapp á að búa á engan hátt síður að verknámi I skólanum heldur en bóknámi. Það verður líka að verulegu leyti verknámið, sem tryggir nemendum hæfni til starfa úti í at- vinnulífinu og veitir þeim réttindi í ýms- um atvinnugreinum. Má segja, að ein- mitt sú áhersla, sem lögð verður á verknám í Fjölbrautarskólanum, geri hann að sérstæðari menntastofnun og gefi Ijósast til kynna þá miklu mögu- leika á fjölbreyttu námi, sem skólinn býður upp á.“ Þá má geta þess að undirbúnings- nám er skyldunámið á barna- og ungl- ingastigi. Fjölbrautaskólinn er ekki fullbyggður ennþá, en áætlað mun vera, að hann eigi að rúma um 1400 nemendur. Fjölbrautaskólinn. 33

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.