Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1977, Blaðsíða 6

Æskan - 01.11.1977, Blaðsíða 6
á lágum fótskemli, stillt og umsvifalaus, eins og hún hafði verið upp á síðkastið. Anna sneri sér að Lúsíusi. Hann kom beint að erindinu. — Er nokkur hér, sem fyrirskipun landsstjórans um manntalið nær til? spurði hann mynduglega. — Já, sagði hún. Hún var vön ruddalegum embættis- mönnum. Jósef er að vinna bak við húsið. Hann er frá Betlehem. — Hann á að leggja af stað snemma í fyrramálið. Og þú — ert þú móðir hans? — Nei, ég er fædd hérna. Ég er tengdamóðir hans. María, dóttir mín, er kona hans, sagði hún, og leit blíð- lega til Maríu. — Nú, þá á hún að fara líka. Anna greip andann á lofti. — Það er ekki hægt. Hún á von á barni. Hún getur ekki farið. — Hún skal fara. Lúsíus hvessti dökk augun ógnandi á hana. — Snemma í fyrramálið. Konan er eign manns síns og verður að fylgja honum. — Já, en barnið — ferðalagið er langt og þreytandi — barnið fæðist á leiðinní. — Það er þá bara betra. Þá bætist eitt nafn við manntalslistann í Betlehem. Stúlkan fer með honum. Sjáðu um, að hún Ipggi af stað í dögun. — Nei! Anna vissi ekki fyrr en hún hafði sagt þetta. Ég geri það ekki. Ég leyfi það ekki. Lúsíus varð rauður í andliti, og steig feti nær henni. — Gerðu það sem ég segi þér, annars skal þetta verða þér dýrt. — Mér er sama, hversu dýrt það verður. Láttu dóttur mína aðeins í friði. Hún hélt um stund, að hann ætlaði að slá sig. Augu hans urðu svört af reiði, en hann hreyfði sig ekki. Þá stóð María á fætur og gekk til þeirra. — Ég skal fara, sagði hún æðrulaus. Vertu ekki hrædd, mamma. Guð er góður, og hann mun vaka yfir mér. Ég skai fara. Frekari orð voru óþörf. Friðurinn, sem hvíldi yfir Maríu kom íveg fyrir frekari orðaskipti. önnu langaði mest til að hrópa mótmæli í örvæntingu sinni, en þagði. Jafnvel Lúsíusi stóð ekki á sama. — Gott og vel, sagði hann að lokum. Þið leggið þá af stað í dögun. Ég skal tala við mann þinn. Hann gekk fram að dyrunum; það glampaði rétt sem snöggvast á hjáim hans, er hann gekk út, svo heyrðu þær hann tala við Jósef í skipunarrómi. Þetta var allt og sumt. Þau lögðu af stað daginn eftif. og Anna grét, þegar hún horfði á eftir þeim niður hvítan, rykugan veginn. Síðan hafði hún staðið tímunum sarnan og horft að heiman, en hún var hætt að gráta, og bað nu til Guðs, bað hann að vaka yfir Maríu. Og nú stóð hún aftur í dyrunum og bað. Hún rétti ur sér. Hún heyrði hamarshögg. Annagekkaftur inn íhúsið- Það var komiö fram á dag, og hún var enn ekki farin að geraverkin. | Það var svo sem ekki mikið að gera, þar sem hún var nú ein. Hún bakaði brauð á heitum hlóðarsteinunum, sem stóðu á miðju gólfinu. Hún gaf geitunum og baett' olíu á lampann. Svo tók hún stærstu krukkuna og lagöi at stað eftir vatni. Brunnurinn í Nazaret var víðfrægur. Þar hittust konurn ar á hverjum degi, er þær sóttu sér vatn, og um leið sögðu þær hver annarri þær fréttir, sem þeim höfón borist til eyrna. Þar var mikið um að vera, þegar sam- ræður kvennanna stóðu sem hæst, vatnið gjálfraði, sólin skein á marglita höfuðklúta kvennanna. Anna gekk hröðum skrefum niður götuna milli vínakursins og tjar' hússins, þar sem hirðarnir geymdu veiku kindurnar- Innan stundar var hún komin inn á auða svæðið, þar sem brunnurinn var. Konurnar rýmdu til, svo að Anna gæti fyllt krukke sína. Hún lyfti henni upp á öxlina, og.ætlaði að halda e stað. Hún tók aldrei þátt í málþingi hinna kvennanna, en nú kallaði einhver á hana, og kona gekk til hennar út úr hópnum. Það var Sara vinkona hennar, sem bjó a leitinu handan við bæinn. Sara var lág og gild, með dökk og skær augu, og hún var jafnan glaðleg í bragði. — Hefur þú heyrt, að það geisar veiki í Jezreel? spui"01 hún. Anna hafði ekki heyrt þess getið. Henni varð litið þorpsins Jezreel, sem var hinum megin í dalnum, og t11^ andvarpaði. — Hvaða veiki er það? — Það er hitasótt, svaraði Sara. Það er sagt, að hun grípi um sig. Enginn veit, hvern hún grípur næst. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.