Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1977, Blaðsíða 22

Æskan - 01.11.1977, Blaðsíða 22
,,0g svo er hér orösending frá Blóðbankanum. Mikill skortur er nú á blóði og er fólk hvatt til að koma og gefa blóð. Bankinn eropinn . . .“ Þetta var rödd þularins í útvarpinu. Jakob hlustaði á hann með öðru eyranu, þar sem hann lá á rúminu sínu og blaðaði í bók. Blóðbankinn! Þetta var annars ágætt nafn á þessa stofnun, eða svo fannst Jakobi. Hann hafði reyndar aldrei hugsað mikiö um starf Blóðbankans eða hlutverk hans, en vissi þó, að þetta var nauðsynleg stofnun. Tilvera bankans hafði oft bjargað mannslífum. En blóð, það var eitthvað, sem Jakobi hrylli við. Þótt hann væri orðin 18 ára, stór og stæltur eftir aldri, fannst honum eitthvað ógeðfellt við blóð. Það minnti hann á sár og særða menn, — menn, sem höfðu lent í slysum. Og alltaf, þegar hann af einhverjum orsökum hafði blóðgað sjálfan sig, annað hvort í áflogum eða skorið sig, gat hann ekki varist ónotatilfinningu, þegar hann sá blóðdropana vella út úr sárinu. Auðvitað reyndi hann að láta ekki á því bera, heldur reyndi að bera sig mannalega, því það yrði slæmt til afspurnar að hann, 18 ára gamall maðurinn, væri slíkur heigull og aumingi. En þessar hugsanir viku fyrir ööru. Þetta var ansi spennandi bók, sem hann hafði fengið aö láni hjá einum félaga sínum, og hann sökkti sér niður í hana. En athygli hans var dregin frá bókinni eftir stutta stund. Síminn hringdi. ,,Ég skal svara", heyrði hann móður sína kalla. Hún var stödd frammi í eldhúsi, en gekk fram í holið og svaraði símanum. ,,Það er til þín, Jakob". Jakob reis letilega á fætur, gekk fram í holið og tók símtólið úr hendi móður sinnar. „Hallö". ,,Já, er það Kobbi?“ spurði rödd í hinum enda lín- unnar. ,,Já, Steini, ert það þú?“ ,,Já. Blessaður". „Sæll". „Ertu aö gera eitthvað sérstakt?" spurði Steini. „Ekki svo. Ég var að lesa. Af hverju spyrðu?" í stað þess að svara, spurði Steini: „Hlustaðirðu á útvarpið núna áöan?“ „Ég get varla sagt það. Var eitthvað sérstakt í því?" „Já“, svaraði Steini. „Það var orðsending frá Blóð- bankanum". „Já, ég heyrði hana. Hvað með það?“ „Ég var að láta mér detta í hug, að við gætum farið og gefið blóð“. Jakob fann hvernig honum hitnaði öllum í andliti við þessi orð Steina. Gefa blóð! Það hafði aldrei svo mikið sem hvarflað að honum. „Æ, ég veit það ekki. Er það ekki sárt?" „Nei, nei“ svaraði Steini. „Auk þess getur það bjargað mannslífum". Jú, Jakob hafði einhverja hugmynd um það. Nokkur stund leið í þögn, á meðan Jakob hugsaði sig um, og Steini beið. Þegar hann var orðinn þreyttur á biðinni, sagði hann: „Þú þarft ekkert að vera hræddur. Þetta er alveg hættulaust. Það hafa mörg hundruð eða þúsund manns gefið blóð, og ekki er vitað til að neinn hafi dáið af þvf“- „Hræddur, huh.“ Jakobi fannst virðingu sinni mis- boðið. „Ég er ekkert hræddur". Að vísu var hann það undir niöri, en hann vildi ekki láta Steina vita það. Hann gæti strítt honum fyrir heigulsskap og Jakobi var margt betur gefið en að taka stríðni. „Ég má nú varla vera að því“. „Nú?“ Rödd Steina var undrandi. „Þú varst að enda við að segja, að þú værir ekki að gera neitt sérstakt." „Ja“, Jakob hugsaði sig um, hvernig best væri að snúa sig út úr þessu, en kom ekkert ráð í hug, svona á stundinni. „Ég ætla að hugsa málið," sagði hann svo, eins og t'1 að segja eitthvað. „Þú þarft ekkert að hugsa máliö," svaraði Steini- „Annað hvort kemurðu eða ekki". „Nei, veistu, ég get það ekki núna, það er dálítið, sem ég þarf að gera. Ég var búinn að gleyma því“. „Ertu nú ekki að skrökva?" „Nei, nei. Kannski á rnorgun". Jakob beit á jaxlinn, og reyndi að leyna því, að röddin titraði. „Jæja, þú um það. Ég ætla núna". „Gangi þér vel“. „Þakka þér. Vertu blessaður". „Bless". Jakob lagði tólið á og leit út í loftið hugsandi á svip ÆSKAN — Sjálf jólin — hátíð barnanna 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.