Æskan - 01.03.1987, Qupperneq 6
Hæðir
Sjöundi bekkur var að fara í landa-
fræðipróf. Það sást líka á krökkunum.
Kvíði speglaðist í hverju andliti. í
frímínútunum reyndu sumir að lesa,
þó að hávaði væri á ganginum, og
spyrja hverjir aðra um það hvernig
jörðin væri í laginu og annarra álíka
gáfulegra spurninga. Aðrir gengu um
gólf og nokkrir kepptust við að skrifa
landafræðibókina upp allan handlegg-
inn. Hilda leit einu sinni yfir aðalatrið-
in, - svo kom kennarinn. Krakkarnir
tróðust inn í stofuna, færðu borðin í
sundur og reyndu að yfirgnæfa hróp
kennarans:
„Dóra, þú ferð alveg út í horn. Jó-
hann, komdu aðeins nær mér og til
vinstri..nei..svona, já..og Helgi,
þvoðu þetta af hendinni á þér.
Loks þögnuðu allir og kennarinn
byrjaði að dreifa prófblöðunum. Sum-
ir voru alveg rólegir þegar þeir fengu
þau í hendur, aðrir voru í framan eins
og þeim byði við þeim, prófblaðið væri
ógeðslegt, slímugt skrímsli.
Hilda var í fyrri hópnum. Hún sá
enga spurningu sem ógnaði henni sér-
staklega, svaraði þeim hverri á fætur
annarri en staldraði svo við þá síðustu.
Hvernig verða hæðir til?
Hún átti nú að vita þetta. Hæðir?
Öfugt við lægðir. En hvað voru
lægðir? Hilda hugsaði svo mikið að
það brakaði í heilanum á henni. Skyldi
Sigga vita þetta? Áreiðanlega. Hún
var algjör próffi í lesgreinum. Svo var
pabbi hennar veðurfræðingur og hann
átti nú að geta hjálpað henni. Hilda
hallaði sér fram og reyndi að sjá á
blaðið hjá Siggu en hún grúfði sig yfir
það. Hilda andvarpaði. Vanþakk-
lætið! Hún mundi ekki betur en hún
hefði leyft henni að sjá hjá sér í síðasta
enskuprófi. Var hún búin að gleyma
því?
„Hilda, gerðu þetta sjálf," heyrð's
kennaranum.
Hilda leit niður á blaðið.
Hvernig verða hæðir til? ^
Hún gat ekki munað þetta, var ^
sjá svarið hjá einhverjum öðrum-
það var ekki auðvelt, veggur til h£& ,
veggur fyrir aftan. Sigga í feluleik m
blaðið fyrir framan og Óli á m1’^
borði til vinstri var ekki mikið ga‘
ljós. Af hverju var hún að velja Þe
sæti? Hilda heimskingi!
Hvernig verða hæðir til?
Hilda togaði í hárið á sér. Hún he .
átt að skrifa á svindlmiða og fela P‘.