Æskan - 01.03.1987, Blaðsíða 23
rauðhetta
” att mér í hug,“ hugsaði Lóa.
” etta sagði líka úlfurinn
auðhettu. Tíndu blóm
anda henni ömmu þinni,“
sa§ði hann.
”Kókið fer líka svo illa
með tennurnar,“
Sa§ði úlfurinn í búðinni.
”Amma er ekki með
alvöru tennur,
hún getur tekið þær út úr sér
og sett þær í vatnsglas.
Hún geymir þær bara í glasinu
meðan hún drekkur kókið,“
sagði Lóa.
„Jæja vina, þú verður að ráða.
En líttu samt á blómin,
þau eru þarna í horninu.“
Úlfurinn gekk í burtu
en Lóa stóð eftir.
„Nú fer hann heim til ömmu
og gleypir hana.
Alveg eins og í Rauðhettu,“
hugsaði hún.
Hún fékk tár í augun.
Góða, hlýja, mjúka amma!
Nú átti hún
að lenda í maganum á úlfinum.
„Ég kaupi bara kók
einhvern tímann seinna,“
hugsaði Lóa og hljóp af stað
til að finna útidyrnar.
Hún ætlaði að verða
á undan úlfinum heim til ömmu.
En það gekk ekki vel.
Hún villtist fram og aftur
innan um þessar stóru hillur.
Hún sá dósir og pakka,
ávexti og álegg,
og endalausa fætur á fólki.
Hún sá allt nema útidyrnar.
Hún fór að skæla.
Hún skældi hærra og hærra
þangað til kona
sem var að fylla í hillur
kom og spurði hvað væri að
henni.
„Ég vil fara til ömmu
en ég finn ekki útganginn,"
snökti Lóa.
„Ég skal fylgja þér,“
sagði konan.
Hún fylgdi Lóu út
og þurrkaði af henni tárin.
Lóa hljóp eins og hún ætti
lífið að leysa.
Pegar hún kom til ömmu
voru útidyrnar læstar.
Hún hringdi bjöllunni
en enginn kom.
Hún fór aftur að skæla.
„Nú er úlfurinn búinn
að gleypa ömmu.
Þess vegna kemur hún ekki
til dyra,“ hugsaði hún.
Hún hljóp í kringum húsið.
Bakdyrnar voru opnar.
„Hér hefur hann farið inn,“
hugsaði hún og læddist inn
með hálfum huga.
Þegar hún kom
að svefnherbergi ömmu
nam hún staðar.
Átti hún að þora að opna?
Hvað nú ef úlfurinn lægi
í rúminu? Átti hún þá
að láta hann gleypa sig?
23