Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1991, Page 20

Æskan - 01.02.1991, Page 20
Vélritun og saumar Kæra Æska! Mig langar til að spyrja þig þessa: 1. Þarf maður að vera góður í ensku og stafsetn- ingu til að verða góður vél- ritari? í hverju felst rit- aranám? 2. Þarf að kunna ensku vel til að geta orðið sauma- kona? Hvar er hægt að læra sauma? R. Svar: 1. Hvort tveggja er afar æski- legt - ekki síst góó stafsetning- arkunnátta. Skrifstofu- og rit- araskólinn er starfræktur í Reykjavík. Inntökuskilyröi eru 18 ára aldur og grunnskólapróf eða annað samsvarandi. Náms- tími er tveir vetur - en hægt er að láta staóar numið eftir einn vetur. Nemendur skólans sér- hæfa sig í skrifstofustörfum og fá góóa þjálfun til þeirra. Upp- lýsingar um námið eru veittar í s. (91-) 10004. 2. Varla er þess þörf. Saumar eru kenndir í húsmæóraskólum og á námskeióum á vegum Tómstundaskólans (Nýtt af nál- inni ...) og Heimilisiðnaðarfé- lagsins. Útgáfufyrirtækið, Vaka- Helgafell, rekur klúbbinn Nýtt af nálinni. Félagar í honum fá samnefnt blað með leiðbeining- um og uppskriftum. Stafarugl Kæra Æska! Ég sendi ykkur stafarugl sem ég bjó til. Viljið þið birta það? I. hfóerlðsru - 2. bhélriað 3. grsírdriý - 4. klónugó 5. reisguarlon - 6. shrrue 7. fgríoif-8. drflgnoouo 9. sdðorprkie - 10. kdrólíkló II. rinopoól - 12. yhrnóhg- inru 13. rige - 14. þæúudrosnfl 15. rrökru Ég. Þökk fyrir þrautina. Lausn er að finna á bls. 62. 20 Æskan Teiknisam- keppni Kæri Æskupóstur! Viljið þið hafa teiknisam- keppni? Viltu láta vegg- myndir af dýrum og lím- miða með myndum af dýr- um fylgja blaðinu? Jasmína. Svar: Frá teiknisamkeppni er sagt á bls. 12. Veggmyndir af dýrum hafa jafnan fylgt blaðinu und- anfarió. Myndir af dýrum munu einnig verða á límmióum. Skíðafólk Kæra Æska! Ég þakka gott blað - og óska eftir viðtölum eða veggmyndum með skíða- fólki. Einnig væri gott að fá eitthvað birt með Quire- boys. Begga. Svar: Vert væri að segja frá þessari vinsælu íþróttagrein. Væntan- lega verður fjallað meira um skíóafólk og skíðaiðkun í næsta tölublaói Æskunnar. Eflaust veróur fljótlega sagt frá Quireboys í poppþættinum. Kanínur Æskupóstur góður! Þakka ykkur fyrir vegg- myndina af kanínunni og skemmtilegan dýraþátt. Hvar get ég fengið kanínu keypta? Anægður áskrifandi Kanínur fást í gæludýraverslun- inni Amazon, Laugavegi 30 í Reykjavík. Þar fengum vió kan- ínur til myndatökunnar. Að biðja afsökunar á öllu ... Kæra Æska! Ég sendi þér tvær skrýtlur: - Addi minn! Mundu efrir því oð þakko mömmu Óla vel fyrir þig þegar ofmælið er búið og gleymdu ekki oð biðjo ofsökunar á öllu ... -Jói minn! Þerra er ekki okk- or born! - Uss! Hofðu ekki hárr. Þerro er miklu fínni barnavagn ...

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.