Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.02.1991, Qupperneq 26

Æskan - 01.02.1991, Qupperneq 26
Knáir krokkar í s FramhQldssagQ eft Krakkarnir hafa ráðið það af frásögn Láru að Ted og Hera hafi stolið Víðbláni. Þau skýra Skeggja - sem raunar heitir það! - frá málavöxt- um. Hann hefur samband við lögregluna í Furuvík um talstöð. Síðan er haldið af stað í jeppa Skeggja á eftir þjófunum ... Lára er þögul og innan skamms sér Lóa að hún er sofn- uð. - Ég vona bara að Lára verði hún sjálf þegar hún vaknar aftur, segir Lóa. - Já, það verður hún trúlega. Hún hefur gott af að hvíla sig, segir Skeggi. - Það er skrýtið að hún skuli vera svona ákveðin. Meðan hún var Pétur var hún alltaf að skæla og væla. Hún var öll önnur, segir Lóa. - Hún hefur ekki verið með sjálfri sér. Ætli þú hefðir ekki orðið hrædd að vita ekki einu sinni hver þú varst. Og eina fólkið, sem þekkti þig, hefði haldið að þú værir strákur, segir Skeggi. - Úff, jú, ég hefði ekki lifað það af, segir Lóa. - Er ekki hægt að fara hraðar? spyr Hrói sem þykir ferðin ganga hægt. - Það er erfitt í þessu myrkri, svarar Skeggi. - Ég er bara svo hræddur urn að þau sleppi, segir Hrói. - Vertu rólegur. Það verða aðr- ir en við sem góma þau, segir Skeggi. Búi lítur kvíðinn út um glugg- ann. Nú aka þau með fjallinu. Þétt upp við það. Ef kæmi skriða á bílinn gætu þau öll dáið. - Getur ekki kornið skriða hér? spyr hann. - Ég held varla. En við getum fengið steina á bílinn. Ég verð bara að aka hér af því að hraunið fyrir neðan er ófært, segir Skeggi. - Ég vona að við lendum ekki í fleiri skriðum í nótt, segir Lóa og það fer hrollur urn hana. - Það er mest hætta á skriðum í kringum lækina. Það eru tveir stórir lækir hér framar og þar er eins gott að spýta í, segir Skeggi. Innan skamms koma þau að fyrri læknum. Skeggi fer út úr bílnum og skoðar hvar sé best að fara yfir hann. - Mér líst ekki á þetta. Hann er orðinn brúnn og bólginn. Það getur komið skriða á hverri stundu, segir hann. - Drífum okkur þá strax yfir, segir Hrói. - Við gætum fest okkur og fengið skriðuna á okkur, segir Skeggi. - Getum við farið aðra leið? spyr Lóa. - Nei, hraunið er fyrir neðan og fjallið fyrir ofan. Ef skriðan hleypur núna verðum við að snúa við. Skeggi og Snúður ræða saman á dönsku og börnin skilja ekki mikið þó að þau hafi lært hana í einn vetur. - Ég skil bara „farvel" og þeir eru ekki búnir að segja það, hvíslar Hrói. - Nei, asni, það þýðir bless, segir Lóa. - Við förum yfir ef þið hafið ekkert á móti því, segir Skeggi. - Ég er á sama máli, segir Hrói. Lóa og Búi kinka kolli. Svo sígur Skeggi af stað. Það dugir ekki að aka með neinum látum því að þá gæti vélin blotn- að og bíllinn drepið á sér. Bíllinn silast út í lækinn, hægt og bítandi, og skröltir yfir stein- ana einn af öðrum. Allt í einu stingst hann niður að framan. Eitt hjólið hefur lent í djúpa holu. Búi lítur yfir í fjallið eins og hann eigi von á að sjá það koma niður yfir þau þá og þegar. Þau standa á öndinni. Skyldi jeppinn drepa á sér! Nei, hann er seigur og eftir mikið mas tekst Skeggja að bakka upp úr hol- unni. Svo þræðir hann fyrir hana og nær bakkanum hinum meg- in. Allir anda léttar. Skeggi ekur áfram upp á hæð sem er fram undan og þegar þau eru rétt kornin þangað heyra þau hávaða að baki sér. Skriðan er fallin. 26 Æskan

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.