Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.02.1991, Qupperneq 28

Æskan - 01.02.1991, Qupperneq 28
Steinaldardýr í hellum Umsjón: Óskar Ingimarsson Sum ykkar hafa ef til vill lesið hinn stórfróðlega bókaflokk „Börn jarð- ar" eftir Jean M. Auel um stúlkuna Aylu og mannlíf á steinöld. Þar er víða getið dýra, stórra og smárra, sem menn veiddu eða höfðu átrún- að á. í þann tíma, fyrir 20-30 þús- und árum, ríkti ísöld þar sem raun- ar skiptust á kulda- og hlýviðris- skeið. Þegar kaldast var þöktu jökl- ar og ís mikinn hluta Evrópu. Dýra- líf var þó furðu fjölbreytt og sjá mátti tegundir sem eiga ekki lengur neina ættingja í Norðurálfu. Sjálfar eru þær auðvitað löngu horfnar en leifar sumra þeirra hafa fundist á síðari öldum og þá oft í tengslum við mannabústaði. Hér er ekki rúm til að segja frá nema nokkrum þessara dýra. Hafa þá verið valin rándýr sem höfðust við í hellum þar eð slíkir staðir hafa jafnan á sér einhvern ævin- týrablæ. Auk þess trúðu menn á þessi dýr, einkum þau stærstu og sterkustu, eins og lesa má í bókun- um um Aylu. Sá sem átti þau að tákni sínu var gæddur sérstökum og fágætum eiginleikum. Dýrin, sem hér verða nefnd, eru öll kennd við bústaði sína: hellis- björn, hellisljón og hellishýena. Hellisbjörninn var stór og klunnalegur og mun stærri en skógarbjörn. Hann var ólíkur hon- um að ýmsu öðru leyti, t.d. var framhluti líkamans miklu kröftugri og hærri en afturhlutinn. Svo viró- ist sem hellisbjörninn hafi nær ein- göngu lifað á jurtafæðu og ekki étið kjöt nema þegar ekki var ann- að að hafa. Birnan fæddi einn eða tvo húna, vanalega í helliskima þar sem vatnsuppsprettu var að finna svo að hún þyrfti ekki langt meðan hún var enn veikburða og húnarnir litlir. HelIisbjörn var algengur á dög- um Neanderdalsmanna sem veiddu hann mikið. Þeir höfðu sér- stakan átrúnað á honum og sjást merki um þá dýrkun m.a. í nokkrum hellum í Ölpunum. Birn- irnir voru orðnir sjaldgæfari þegar Cro-Magnonmenn komu til sög- unnar fyrir um 35 þúsund árum. Bein helIisbjarna hafa fundist víða í hellum í Mið-Evrópu. Vafalaust hefur það ýtt undir sagnir af drekum og öðrum ófreskj- um. Hellisljónið var mun fátíðara en björninn þó að það næði mikilli útbreiðslu í Evrópu á ísöld. Það var töluvert stærra en Ijón okkar tíma og miklu loðnara til að standast kuldann betur. Hugsanlega hefur það líka t'lutt sig til eftir árstímum. Þótt Ijónið væri stórt hefur það sennilega oftast þurft að láta í minni pokann fyrir birninum sem var sterkari og auk þess meira hóp- dýr. Ekki er vitað hvenær hellis- Ijónið varð aldauða en líkur benda til að það hafi ekki verið fyrr en eftir að sögur hófust. Hellishýenan minnti mjög á hý- enur nútímans. Hún er hins vegar löngu horfin úr dýraríki Evrópu og á nú aðeins heima í Afríku og Asíu. Það sem helst gerði hellishýenuna frábrugðna nútímahýenu voru sterkari tennur og mun meiri grimmd. Hún var dugleg við að veiða og lifði tiltölulega sjaldan á hræjum. Bein úr fjölmörgum dýra- tegundum hafa fundist í hellunum þar sem hún hélt sig. Steinaldarmenn við bæli hellisbjarna. 28 Æskan

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.