Æskan

Årgang

Æskan - 01.02.1991, Side 37

Æskan - 01.02.1991, Side 37
daga og náði prófinu, rektor til mik- illar furðu! Ég tók ekki stúdentspróf. Ég var „kominn á kaf" í músíkina og vildi starfa sem tónlistarmaður." - Varstu í hljómsveit á unglings- árum? „Nei, ekki fyrr en ég var kominn að tvítugu. Ég fékk gítar að gjöf tólf ára og lærði að spila á hann með því að lesa þætti Ingibjargar Þorbergs í Æskunni. Þar sýndi hún gítargrip. Ég var auóvitað áskrifandi. Vinir eldri systkina minna leiðbeindu mér líka dálítið. En ég var ekki í neinu „bílskúrsbandi". Ég lék mér bara heima með gítarinn. Ég byrjaði að spila opinberlega og fyrir greiðslu 1980. Við vorum þrír félagarnir og lékum á tvo gítara og kontrabassa. Annar þeirra var Ingi Gunnar R. Jóhannsson. Hann hefur t.a.m. verið með Gísla Helgasyni í þjóðlagahópnum „Islandica". Við nefndum okkur Texas-tríóið og lék- um sveitamúsík (kántrí...). Síðan spilaði ég með Vísnavinum, þar næst tók við Hálft í hvoru. Við ferðuðumst um landið og komum víða fram - og lékum inn á tvær plötur. í ársbyrjun 1986 var Bítla- vinafélagið stofnað. Ég var í því meðan það starfaði, í fjögur ár. Síð- an hef ég gjarna komið fram einn, sungið og leikið undir á kassagítar. Ég hef líka tekið þátt í fjórum „stór- sýningum" undanfarin ár, söng- og danssýningum." - Geta tónlistarmenn unnió fyrir sér með list sinni? „Mér hefur gengið það þokkalega. Eftir að ég fór að koma fram í sjón- varpi varð allt auðveldara viðfangs en áður - og sigur í lagakeppni tvisvar í röð hefur verið mér mikil lyftistöng." - Hefur þú bæði sungið og spilað frá því að þú komst fyrst fram? „Ég var einungis gítarleikari fram- an af, greip reyndar stöku sinnum í píanó. Ég fór að syngja í lok tíma- bilsins með Hálfu í hvoru." - Hefur þú verið í tónlistarskóla? „Ég var í píanónámi í þrjú ár, 1982-85. Ég lærði á píanó að heita má eingöngu til að standa betur að vígi við að semja lög; ég lærði nótur, hljóma og önnur undir- stöðuatriði." „Ég færði á gítar með því oð /eso þætti Ingibjargar Þorbergs í Æskunni." - Ingibjörg á skilib fabmlag! Hljómplata í vor - Hvenær byrjaðir þú að semja lög? „Þegar ég var 17 eða 18 ára fór ég að semja lagstúfa. Ég fékk ýmsar hugmyndir en lauk sjaldnast við lögin. Eftir að ég hóf píanónámið fór ég að setja saman hljóma og búa til lög af alvöru. Já, noklcur þeirra eru til á plötum - fjögur með Hálfu í hvoru og eitt með Vísnavinum. Þaó er raunar bara lagstúfur og heitir Mánudagur. Ég á líka nokkur lög á plötum Bítla- vinafélagsins, t.a.m. Danska lagið." - Nú er að búa sig undir keppnina í Róm ... „Já, það eru annir fram undan. Það verður í ýmsu að snúast vegna söngvakeppninnar og auk þess er ég að vinna við „sóló"plötu. Hún verð- ur væntanlega gefin út í júní. Á henni verða tíu lög, sex eða átta eft- ir sjálfan mig. Ég syng og leik á gítar en ýmsir hjálparmenn á önnur hljóðfæri. Þetta verður önnur plata mín af þessu tagi. Hin hét Dagar og kom út 1988. Nýja platan verður í dægurlagastíl, ekki eins viðamikil og sú fyrri. Hljómsveit sá um undir- leik á henni. Það var mikil „spila- mennska". - Hverjir eru eftirlætistónlistar- menn þínir? „Af íslendingum eru það ýmsir persónulegir vinir mínir - fólk sem ég hef unnið með, lært mikið af og met mikils. Af erlendum tónlistarmönnum hef ég mestar mætur á Dan Fogel- berg. Hann er einleiks-listamaður ("sóló-") eins og ég." - Hverfum aftur til barnæsku þinnar í lokin. Varstu alltaf hér í borginni á sumrin? „Nei, ég var í sveit hjá skyldfólki þegar ég var 10 ára, 12 og 13 ára - að Þórustöðum í Ölfusi og Fossum í Landbroti. Ég fór á hestbak á hverj- um degi á Þórustöðum - og á fjall um haust. - Nei, ég hef ekki stund- aó hestamennsku síðan en ég slægi ekki hendinni á móti því ef mér byðist að fara í útreiðartúr!" Texti: KH. Æskan 41

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.