Æskan

Årgang

Æskan - 01.02.1991, Side 46

Æskan - 01.02.1991, Side 46
- Örn Árnason leikari Skemmtilegustu minningarnar frá Hrísey Hvar og hvenær ertu fæddur? Ég er fæddur 19. júní 1959 í Reykjavík, á kvenréttindadaginn. Ef ég hefði fæðst kona væri ég sjálfsagt á þingi. Hvar ólstu upp? Að mestu í Reykjavík en þó á ég skemmtilegustu minningar mínar frá Hrísey en þangað fór ég á hverju sumri með foreldrum mín- um, Árna Tryggvasyni leikara og Kristínu Nikulásdóttur. Við vorum þar tvo til þrjá mánuði í senn. Hver var kveikjan að því að þú gerðist leikari? Ég fór á leiklistarnámskeið hjá Helga Skúlasyni og upp úr því sótti ég um skólann. Kveikjan var engin sérstök. Mig langaði alltaf til að gerast skemmtikraftur. Kom aldrei annað til greina? Jú, ég ætlaði að verða smiður og var í trésmiðanámi í rúm tvö ár. „Mig langabi alltaf til að gerast skemmtikraftur." „Ég var mjög hlédrægur sem barn." Var þér tíðförult í leikhús sem barni og unglingi? Nei, ekki get ég sagt það. Lékstu í barnaleikritum á þeim árum? En öðrum leikritum? Nei, aldrei. Ég var mjög hlé- drægur sem barn. Varstu oft með spaug og spé í vina- hópi - eða í skólanum? Já, töluvert - og svo hafði ég gaman af því að hrekkja bláókunn- ugt fólk. En það er náttúrlega alls ekki til eftirbreytni. í hvaða skólum varstu? Fyrst í ísaksskóla, síðan í Æfinga- deild Kennaraháskólans, þá Hlíða- skóla og loks Ármúlaskóla, í verk- námi. Hvaða námsgrein fannst þér skemmtilegust? Smíðar og leikfimi. Hvernig gekk þér að fá vinnu eftir að þú laukst prófi í leiklistarskóla? Mjög vel. Nemendaleikhúsi lauk, að mig minnir, í maí og ég byrjaði að æfa í barnaleikritinu, Línu langsokki, í ágúst sama ár. Ég hef ekki stansað síðan. Heldur þú að auðvelt sé að komast í þann skóla og fá vinnu sem leikari núna? Nei, það held ég ekki. hetta er orðinn þéttsetinn markaður. Ann- ars eru nýbrautskráðir leikarar mjög duglegir að koma sér áfram með eigin verkefnum. Finnst þér krakkar hafa mikinn á- huga á leiklist? Já, áhuginn virðist vera nokkuð almennur. Við hvað annað hefur þú unnið? Ég hef verið útvarpsmaður á Bylgjunni, verkamaður á dæluskipi við Akureyrarflugvöll og starfsmað- ur hjá S.S. - það var skemmtilegur tími. Þá hef ég unnið við ýmiss konar verkefni sem tengjast leiklist beint og óbeint. Hverjir eru eftirlætisleikarar þínir? Félagar mínir í Spaugstofunni myndu sjálfsagt lemja mig ef ég segði að þeir væru það ekki. Hvaða hlutverk hefur þér þótt skemmtilegast að leika? Afi gamli á Stöð 2 er ósköp þægilegur viðureignar. Hvert er helsta áhugamál þitt - sem 50 Æskan Ljósmyndin Heimir Óskarsson

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.