Æskan

Árgangur

Æskan - 20.02.1899, Blaðsíða 3

Æskan - 20.02.1899, Blaðsíða 3
39 ekki, eu íuig langar að segja yður nokkuð. í>að eru margir kvennmenn liér á spítalan- um mjög veikii', en þeir elska ekki Jesús, þvi þær bölva og ragna. Þegar ég hefi átt hægt með hefi ég verið að segja þeim af hin- um kæra frelsara, sem var krossfestur og deyddur fyrir vorar syndir. Eg hefi einnig sagt þeim hvernig guðs heilagi andil hafi gefið mér hreint hjarta og að ég fari til himins til að vera hjá Jesús, sem hefir afmáð allar mínar syndir, með sínu heilaga og dýrmæta blóði. — Kæra ungfrú, mér finst ekki slæmt að vera hér. Ætlið þér að fara frá mér?“ „Nei, elsku Auna míu“, svaraði ég, „ég skal ekki fara frá þér“. Ibétt á eftir var eins og hún sofnaði, en alt í einu kallaði hún: „Nú kemur hann, ungfM góð“. Þegar ég heyrði þessi orð, mintist ég strax vetrar- morgunsins fyrir fjórum árum, þegar ég hitti hiua litlu dauðköldu stúlku, sem beið eftir föngunum. Nú var það ekki svarti fanga- vagninn, sem lmn sá, nú var það alt önnur sjón, sem hún sá fram undan sér. „Hver kemur, elsku Auna míu ?“ „Fallegi vagninn, sem eldhestarnir gauga fyrir. Jesús sendir haun eftir henni litlu Ónnu sinni. — Jesús, hér er ég. — Verið þér sælar, ungfrú góð, kyssið mig einu sinni enn“ Nú talaði hún ekki meira; ég hélt húu svæfi. Dagsbirtan var horfin, og það var orðið dimt í herberginu. Þegar búið var að kveikja sá ég að hin sæla önd Önnu hafði yfirgefið hinn þjáða likama — húu var dáin. sat einu sinni úti við glugga á skrifstof- unni minni og horfði út á götuna. Dað var kveld og ég var aleinn og hafði svo ágætt næði til þess að taka eftir öllu, sem ég sá, og hugsa um það. Bæriun var svo undur fallegur í kveldkyrðinni. Það glampaði á þökin og gluggana um sólarlagið og reykur inn úr strompuuum teygði sig hátt — hátt upp í loftið, alveg þráðbeint. Dað var jnóða á glugganum og ég hafði strokið hana af einni rúðunui til þess að geta séð sein bezt út, og ég var hrifinn af allri þeirri dýrð og sælu, sem mér sýndist hvila yfir liöfuðstaðn- um, og ég öfundaði nærii því bæði sjálfan mig og aðra, sem væru þau óskabörn ham- ingjunnar að eiga heima hórna. Mér sýnd- ust allir hlutir brosa svo vingjarnlega. — Mér sýndust kvistirnir í þiljunum í herberginu mínu mynda mannsandlit og hlæja út undir eyru. Mér sýndist letrið á gömlu döusku baruablaði, sem lá á borðinu fyrir framan mig, mynda mannsaudlit, gluggarnir á hús- uuum, sem blöstu við mér, gjörðu hið saina, steiuarnir á götunni sömuleiðis; í einu orði, mór sjmdust allir skapaðir hlutir verða að audlitum, og öll liorfðu þau á mig lilægjandi. Þau voru náttúrlega öll að fagna yfir höfuð- staðardýrðiuni, þar sem öllum leið svo vel. Alt í einu varð mér sérstaklega litið á þær rúðuruar í glugganum, sem ég hafði ekki horft út um — og ég sá að gluggiun grét. Eg skildi ekkert yfir hverju hann gat verið að gráta. Yar það mögulegt að hann sæi nokkuð úti á götunni, sem gæti hrygt. hann? livers vegna hló hann ekki eins og alt anu- að ? Og eftir því sem fieiri „tár“ runnu niður eftir rúðuuum, eftir því sýndust mér koma fram fleiri audlit á þeim, sem öll voru þrútin af gráti; meiraað segja, andlitiu, sem mór höfðu sýnst hlægja fyrir einu augnabliki, voru öll orðin eius. Eg skildi ekkert í þessari snöggu og leiðinlegu bx-eytingu. Alt í eiuu varð mér litið niður á götuna og hvað lialdið þið ég hafi séð þá? Mér þótti það engin furða þótt glugginn gréti og mér heiði ekkert

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.