Æskan

Árgangur

Æskan - 20.02.1899, Blaðsíða 8

Æskan - 20.02.1899, Blaðsíða 8
44 Kristur veit minar köldu brautir, þá kemur hann; Iíristur veit mínar kvöldu þrautir, þá kemur hann. Hún hafði heldur aldrei heyrt dæmisöguua af „góða hirðinum11 alt var nýtt fyrir henni. Þau voru að tala um ait þetta á heimleiðinni, þetta var í fyrsta sinni, sem þau höfðu heyrt talað um frelsarauu, þau voru að tala um hvort haun mundi koma bráöum, „það steudur í sálminum að hann ætli að koma“, sagði Meggy: „Skyldi hann koma til „Whitechapel ?“ Það var grátstafur í röddinni, þegar Meggy sagði þetta. „Skelfing vildi ég óska að hann kæmi og tæki mig burt úr verksmiðjunni, ég er svo þreyttu. „í>að voru ósköp f'alleg orð“, sagði Jóhann Var ekki líka eitthvað um að livíla í örm- um hans ?“ Kristur séð minar kvalir hefur, þá kemur hann; Krists i örmum hvíld ég finn, þá kemur hann. Hún eudurtók orðin hægt og hægt. „Skelfing vildi ég að hann kæmi bráðum!“ sagði hún grátandi. Um kvöldið þegar þau sátu fyrir framan eldstóna, sagði Meggy: „heyrðu amma míu, heldurðu elcki að Jesús komi til White- chapel“. „Hvað segirðu barn“, svaraði amma henn- ar, „liann til „Whitechapel11 ? nei, sannarlega harnið mitt, hann á ekkert erindi við okkar lika“. „Ertu viss um það, amma mín?“ ég var að vonast eftir að hann kæmi“, hvíslaði húu. „Ykkur er bezt að fara að hátta“, sagði amma þeirra stuttlega, lienui var ekki gefið um þessar spurningar. Húu hafði altaf hald- ið að trúarbrögðin væru bara hauda rika fólk- inu eins og alt sem gott væri. (Niðurl.). Góð og vol upp alin börn 1. Brúka aldrei ljótt orðbragð. 2. Eru kurteis við alla, en einkum við gamal- menui. 3. Hæða engan, sízt þá, sem eru utnkomu- litlir. 4. Eru bóugóð og þykir ósköp vænt um að geta gjört öðrum greiða. 5. Grjöra aldrei neinu dýri mein, þau vita, að dýrin kenna til eius og þau sjálf, og að það er synd að vera vond við þau. 6. Segja aldrei hvert eftir öðru. 7. Ganga aldrei um opuar hurðir. 8. Skella aldrei hurðum. 9. Sitja kyr við borðið meðart stendur á máltið. 10. Hrækja aldrei á gólfið. 11. Hafa ekki hátt um sig nema þau séu að leika sér. 12. Góð börn laugar til að vera foreldrum sínum og kennurum til sóma og gleði, en umfram alt langar þau til að gjöra guðs vilja. Góð börn eru eins og sólargeislinn, sem gleður alla og vermir. J5-2T' Kaupendur „Æskunnar11 eru beðnir að atliuga, að eins og blaðsíðutalið á Jólablað- inu bendir til, ber að telja það sem nr. 7 í árganginum. Yerða tölublöðin samt sem áður 25, að meðtöldu Jólablaðinu, eins og lofað var þegar II. árg. hófst. „Æls]s.an“ kemur út tvisvar í m&nuöi, og auk þess jölablaö (skraut- prentað meö myndum), 2*> blöö alls. Kostar í Heykjavlk 1 kr., úti um lat'd 1 kr. 20 au. Borgist í aprílmánuði ár hvert Sölulaun J/6, Ritstjóri: ÓLAFÍA JÓHANNSÐÓTTIR. Þorv Þorvarðarson prontari, ÞINGIIOL.TSSTR. 4 anna.t útsondingu blaðsins og alia afgreiBslu, tekur ínóti borgun og kvitterar fyrir o. h. frv. FélagsprontsmiOjan

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.