Æskan - 20.02.1899, Blaðsíða 4
40
þótt það undarlegt, þótt allir skapaðir lilutir
hefðu grátið yíir því.
Eg sá vesalings kouu, sem ég þekti; unga
konu, laglega, efnilega. — Eg get uefnt hana
Sigríði — hún leiddi barn hér um bil 4 ára
gamalt við aðra hlið sér, en fullorðinn mann
við hina. Eg hafði ekki séð hana í 8 ár
og vissi ekkert af því að hún var liér í bæn-
um; en óg var alveg viss um að þetta var
hún og engin önnur -— óg þekti hana svo
vel, hana Siggu, hún var gömul leiksystir
mín; hún hafði reyndar . of't jstritt mér þegar
ég var krakki, en mér þótti væut um hana
samt. Eg sá það að þetta mundi vera mað-
urinn hennar og að þau mundu eiga þetta
barn. Maðurinu var nú svo drukkinn, að
hann gat ekki staðið óstuddur og þessvegna
varð Sigga að leiða hann. Hann var allur
óhreinn á annari hliðinni og var auðséð að
hann hafði dottið. Hann staðnæmdist á göt-
unni, sleit sig af Siggu, tók flösku upp úr
vasa sínum og saup á. Síðan slangraði hann
út að girðiugunni hjá bæjarfógetagarðinum,
hallaðist upp að honuin og spjó þar svo við-
bjóðslega, að mér varð flökurt að horfa á það
út um gluggann. Konan hans gekk til hans,
lagði hendina föla og magra um hálsinn á
honum, sjálfsagt til þess að hiðja haun að
koma heim, en hann hratt lienni frá sér og
ég heyrði að barnið fór að gráta. Svo ætlaði
liann að færa sig eitthvað til, eu datt þá á
grúfu og gat ekki staðið upp. Vesalings kon-
an reyndi af veikum mætti að hjálpa honum
á fætur og tókst það á eudanum. Þá tók
húu svuntuna sína og þerraði framan úr liou-
um. Loksins komu tveir menn, sein töluðu
eitthvað við Siggu og tóku því næst mann-
inn á milli síu og leiddu hann austur Aðal-
stræti, en Sigga fylgdi á eftir. Aumingja
Sigga, hugsaði ég, nú er breytt æfin henuar
frá því, sem hún vár heima, svo kát og fjörug
glöð og skemtileg, að hún skuli verða að draga
á eftir sér þetta viðhjóðslega svín“. Ég fylgdi
þeim ef’tir í nokkurri ijarlægð og sá hvar
þau fóru inn. Svo sneri óg heim aftur, en
því megið þið trúa, að ég sofuaði ekki snemma
kveldið það. Ég var leugi að hugsa um
anmiugjan hana Siggu mina, sein ég hafði
svo oft leikið mér við þegar ég var lítill.
Daginn eftir fór ég heim til hennar, en þá
lá maðurinn heunar í rúmiuu af geðveiki
eftir alt saman. Hún sagði mér að hann
væri alvanur að drekka sig svona út úr drukk-
inn, en hann lægi æfinlega 1 eða 2 daga á
eftir og þó hrekkjaðist hann aldrei. Hann
hafði verið mesti efnismaður, en farið svona
algjörlega í hundana.
Ég hefi oft komið lieim til henuar Siggu
minnar síðan og það er sannarlega sorgarefui
að bera sainan efni hennar nú og fyr. Það
er sannarlega nóg fyrir alla menn, allar kon-
ur, alla hluti að gráta yfir um alla eilífð, að
nokkur maður skuli drekka þannig frá sér ráð
ogrænuog eyðileggja bæði sig og aðra. Það
sem Good-Tamplarfélagið gjörir, er að reyna
að koma í veg fyrir að nokkrum manni þurfi
að líða eins iila og henni, Siggu sakir drykkju-
skaparins, og það ættu sein flestir að styðja.
Börn og unglingar! Komið sjálf í G-ood-
Teinplarfélagið, biðjið pabba ykkar og mömmu
ykkar að 'koma þangað, biðjið alla, sem þið
þekkið að koma þangað. Það er um að
gjöra að byrja aldrei á þvi að drekka, þá
verður maður aldrei drykkjumaður. Ekkert
er leiðinlegra eu að sjá drukkinn mann, ekkert
er viðbjóðslegra en að sjá drukkiun maun,
enginn er aumkvunarverðari en drukkinu mað-
ur, engum er eins mikil gustuk að hjálpa
og drykkjuinanni og ineð engu er það eins
hægt og því að fá hann til þess að ganga í
í bindindi og vera það sjálfur.
Sig. Júl. Jöliannesson.