Æskan - 12.04.1901, Blaðsíða 1
IV. ÁRG.
Sally og söngkonan.
Ensk saga.
(Niðurl.)
Hún hafði aldrei komið í jafn stórt hús
áður og jafnskreytt á allar lnndir. en hún
var ekkert að liugsa um það. Hún gekk
beint áfram, inn ganginn og upp stigann,
■og það heyrðist ekkert fótatak í örlitiu fót-
unum hennar á mjúku gólíábreiðunum.
IJegar hiin kom upp úr stiganum urðu
fyrir henni opnar dyr.
Þarna sá hún nú engilinn. Það var að
eins ungur kvennmaður, en þó alls ekki
ólík engli, þegar á alt var litið. Hún sat
fyrir framan fortepíano og Sally sá í and-
lit hennar þegar hún vai' að syngja. And-
litið var mjög fagurt, næstum jafn fagurt
og röddin, og enn fremur var það bæði
blíðlegt og þó djarflegt, og jafnframt sorg-
blandið, öldungis eins og röddin. Sally t.ók
nú ekki eftir neinu af þessu í þetta sinn;
hún hugsaði urn ekkert nema sönginn. Og
engilfagra konan sá Sally alls ekki; hún
var að eins að hugsa um sönginn, og svo
hélt hún áfrarn að syngja hvern sönginn á
fætur öðrum.
Sally hafði enga hugmynd um það, að
kona þessi var framúrskarandi söngkona,
ein af allra beztu söngkonunum í Lundun-
um, og að röddin hennar gat komið fólki
til þess a.ð gráta þúsundum saman. En
það mundi hvorki hafa gert til né frá þó
■Sally hefði vitað það.
En þá hélt hún dauðahaldi i brauðið, en
12,—13. BL.
nú lagði hún það niður við hlið sór á góiflð,
og svo stóð hún og hlustaði svo nákværn-
lega, að hún hélt niðri í sér andanum og
hélt að sér höndum. Þannig leið æði
langur tírni — Sally vissi ekki hve langur
— að fræga söngkonan söng fyrir litlu
tötralegu stúlkuna, en loks var þó eins og
hún findi að einhver horfði á sig, og ieit
hún þá alt í einu við. — Hún kiptist öll
við og rak upp dálítið hljóð, en fór svo
að hlæja; enda var pað von, þvi það var
skrítið að sjá hana Sally þarna inni í stóru
stofunni í rifna kjóinum, með tærnar berar
frarn úr sokkunum og með brauðið við
hlið sér á gólfinu.
Sally fanst þetta samt ekki vera neitt
til að hiæja að. Jafnskjótt og söngurinn
hætti rankaði hún við sér, og þegar aum-
ingja litla telpan sá, að hún var komin
inn i þetta ókunna stóra herbergi, sem var
svo ólíkt öllu, er hún hafði nokkru sinni
séð áður, og að kvennengillinn, sem sai
við hljóðfærið, tók að hlæja að henni, varð
Sally svo hrædd, að hún fór að hágráta,
tók upp brauðið sitt, og bjó sig til að hlaupa
í burtu.
Söngmærin hætti alt í einu að hlæja,
spratt skjótt upp úr sæti sínu og lagði
hönd sína á öxlina á Sally litlu.
„Yertu ekki að gráta telpan mín góð,“
mælti hún blíðlega. „Ég ætlaði mér ekki
að hræða þig. Komdu nú og segðu mér
hvernig þú komst hingað og í hvaða er-
indum þú varst.“
Sally leit upp feimnislega og þá sá hún
ÆSK AN.
Eigniurrétt heflr
Stór-SMka íplnnds (I. O. G. T.)
12. APRIL, 1901.
Ritstjórí:
Hj álmar Sigurðsson.