Æskan

Volume

Æskan - 30.06.1901, Page 2

Æskan - 30.06.1901, Page 2
70 aðu hjarta þitt af þvi drambi og þeirri blindni, sem það er nú fult af; bættu með góðverkum úr öllu því ranglæti, sem þú heflr framið sjálfur, og sem framið heflr verið í nafni þínu; hneig höfuð þitt og viðurkenn, að sjálfur ert’ þú vanmáttugur maður, og kom svo aftur, einmana og leit- andi sannleikans." Konungurinn hlustaði forviða á þessa ó- væntu heilsun. En svo hreykti hann sór hærra í söðlinum, eldur reiðinnar brann úr augum hans, og hann snéri sér að sínu skrautlega föruneyti og mælti: „Þetta er að- eins hópur af vitfirtum uppreistarmönnum, sem hafa ruðst út úr staðnum án vitundar yfirvaldanna! . . . . Skeytið ekkert um þá, en látum oss brjót- ast inn í borgina!“ En þá lyfti öldungurinn upp hönd sinni og rödd hans dundi sem þrumugnýr: „Nem staðar! Þú kemur eins og kirkju- vargur. Og það heilaga, sem þú hæðist að, skal koma þér á kné og fíflaföruneyti þínu. * Og á sama augabragði brast á æðisfult eyðimerkur ofviðri, og sandstrokurnar náðu hátt til himins eins og skiúfumyudaðar súl- ur, himin og jörð urðu ekki greind sund- ur, og hið skrautlega föruneyti konungs dreifðist eins og fys út um eyðimörkina, og sandhólarnir földu það. Það var komin nótt. Illviðrinu hafði slotað jafnsnögglega og það hafði skollið á. Himinhvelflngin með tindrandi stjörnum grúfði yfir eyðimörkinni. Og þar var eitt einasta tjald og í tjaldinu lá konungurinn. Pyrir utan tjaldið láu yfirsiðameistarinn og hirðfiflið, þeir einu, sem illviðrið hafði eftir- skilið. Eg konungurinn gat ekki sofið. Skugg- inn hafði aldrei yfirgefið hann og sat nú á rúmbríkinni, og var nú orðinn svo stór, að hann fylti alt tjaldið og loftið í kring- um konunginn, svo konungurinn átti ó- mögulegt með að komast neitt fyrir hon- um............ „Voldugi konungur!" mælti skugginn. „Viitu nú loksins hlusta á mig með þolin- mæði? .... Pað var einu sinnifyrir möi g- um hundruðum ára, að vitur þjóðböfðingi reikaði eftir þeim vegi, sem liggur þangað, sem veglegasti helgidómur heirasins hefir verið bygður. — Musteri hins gæzkuríka og heilaga . . og konungur þessi fór leiðina gangandi og berfættur, og vóru íætur hans sárar af grjóti og þyrnibroddum, og því síðasta, sem hann átti í eigu sinni hafði hann skift. meðal fátæklinganna, er hann mætti á leið sinni .... Hvernig lízt þér á, voldugi konungur! að fara að dæmi hans? Hvernig lízt þér á að takast á hendur þessa örðugu pílagrimsför. Ekki með gunnfánum og skrautlegu föruneyti, lúðrahijóm og bumbuslætti, heldur berfættur og með iðr- andi hjarta ..." „En minningarhöllin min, — volduga minningarhöllin mín! “ muldraði konungur- inn fyrir munni sór. „Ilún liggur í rúst- um heima, og það er sagt, að sveppar hafi etið í sundur grundvöllinn. Hvað þýðir þá pílagrímsferðin mín?“ Skugginn mælti ennfremur: „Minningar- höliin þín — þetta veglega musteri, sem þú æt.laðir að byggja, þér og konungsætt þinni til vegsemdar: það var heimskulegt

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.