Æskan

Árgangur

Æskan - 30.06.1901, Blaðsíða 5

Æskan - 30.06.1901, Blaðsíða 5
73 Einn morgun sem oftar var Elín við eld- inn og andvarpaði. En í dag voru andvörp hennar enn heitari og innilegri en vant var, og í þeim iýsti sér svo fádæma mikil sorg og örvænting, eins og hún ætti að búa við hina dýpstu eymd og neyð „Guð minn, guð minn!“ stundi hún upp, „eg vildi, að eg væri orðin rík!“ í sama vetfangi beygði hún sig tii þess, að taka öskuna frá arninum, en þá sá hún dýrmætan gimstein ljóma í öskunni. Hún þreif steininn npp í skyndi, reyndi þyngd hans í hendi sér, hólt honum í sólargeis]- unum og lét liann ljóma þar með allri sinni litprýði. Hún fann það á sér, að það hlyti að hafa verið skapai inn sjálfur, sem hefði sent henni gimsteininn, þenna mikilsverða fjár- sjóð, þessi auðæfi. Spenti hún þá greip- um um steininn og þakkaði gjafaranum allra góðra hluta með hrærðu hjarta fyrir gjöfina. Dagurinn leið í unaði og fögnuði, og nóttina eftir gat hún naumast sofið, því henni fanst hún vera komin í sjöunda him- in. Loks blundaði hún og þá fanst henni hún vera komin beinlínis upp til himna. Hana dreymdi, að hún væri komin í sali himnaríkis, að þar væri alt logagylt, og óumræðilega fagurt -og inndælt. Par sá hún drottinn sjálfan og allan englaskara hans og sálir allra hinna guðhræddn, sem ganga um þá himnesku bústaði með bros á vörum. En sérhver þeirra bar skraut- lega kórónu; það var lífsins kóróna, öll þétt sétt dýrmætum perlum og gimstein- um. Þarna stóð hún meðal þeirra og furðaði sig á allri himinsins dýrð, og sjálfur guð gekk til hennar og færði henn lifsins kór- ónu, svo hún bæri hana eins og allir aðrir. En er hann ætlaði að setja kórónuun á höfuð hennar sá hún, að einn stein vant- aði i hana, og hún mælti hnuggin í huga: „Allar kórónur himinsins eru gallalausar og lýtalausar, hvers vegna vantar þá einn gimsteininn í kórónuna mina?“ „Þu baðst mig um auðæfi og eg gaf þér þau,“ mælti drottinn, ,,en gimstein þann tók eg úr kórónunni þinni, sem þú fekst. “ „Sigurkranzinn minn á að \era lýtalaus eins og ailra annara,“ mælti hún. „Láttu mig þá fá gimsteininn aftur,“ maelti drottinn. „Gimsteininn minn, auðæfin mín? Það get eg ekki, það vil eg ekki, en láttu ann- an í hans stað.“ „Það er mjög örðugt," mælti drottinn. „Gjörðu það samt“ bað hún. „Það má kosta hvað sem vill.“ „Þá leit drottinn á hana hægt og með varkárni og mælti: „Verði þinn vilji. “ Petta var seinasta orðið, sem henni heyrð- ist drottinn segja, því rétt á eftir vaknaði hún. Það var orðið albjart og jafnskjótt og hún var búin að átta sig eftir drauminn þreif hún gimsteininn, sem hún hafði geymt undir koddanum. Let hún hann blika í dagsbirtunni og sagði við sjálfa sig: „Hér held eg á auðæfum og hamingju minni í hendi mér, — og eg get ekki slept henni. “ Hún var nú orðin auðug stúlka. Gim- steinninn var seldur fyrir peninga, og liún fékk gnægð fjár. Bráðum fór hún úr vist- inni, fekk sér nýjan búning og alls konar skrautgripi, flutti svo til höfuðborgarinnar og var þar í miklum heiðri höfð. — J?ví

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.