Æskan

Árgangur

Æskan - 30.06.1901, Blaðsíða 4

Æskan - 30.06.1901, Blaðsíða 4
72 sér á annan hátt. Yökvi þessi er svo daun- illur, að sá, sem fyrir honum verður, getur ekki komið til nokkurs manns um langan tima. Komist dýr þessi inn í hús manna og spýti þar, verður húsið ólifandi til íbúð- ar og ómögulegt að nóta nokkurn hlut, sem þar er inni, all-langan tíma. — Sé ólyktardýrið elt af mönnum eða hund- um, hleypur það fyrst sem fætur loga, en sjái það sér ekki fært að komast undan, neytir það daunvökvans, og spýtir honum á þá, sem elta það. Komi vökvinn í augun, missir sá sjónina, er fyrir verður. Er ó- daunin svo sterk, að mönnum flnst fyrst þeir ætli að kafna, og flýja undan sem skjótast. Margir hundar hlaupa strax und- an, er þeir verða fyrir gusunni, en aðrir verða. svo ólmir, að þeir hætta ekki við fyr en þeir hafa bitið dýrið til dauða, en þó nudda þeir áður trýninu í jörðina og dregur það úr lyktinni. Föt manna verða ekki laus við lyktina fyr en eftir mánaðartíma, nema þau séu grafln í mold um heilan sólarhring. Hend- ur og andlit verður að nudda með mold í heila klukkustund, en það þýðir ekki neitt að þvo sér. Tiginn maður hafði einu sinni orðið fyrir spýtingu ólyktardýrsins, og ætl- aði hann þá að fara inn í hús eitt til að þvo sér, en heimamenn hleyptu honum ekki inn og lokuðu húsinu. Pegar farið er um skóg, þar sem dýr þessi halda til, verða menn að halda fyrir vitin af ólyktinni. Einu sinni kom dýr þetta að bæ einum, og réðust hundarnir á það til að reka það burt, en alt í einu varð ólyktin svo sterk við bæinn, að engin skepna þoldi við, og kýrnar urðu alveg óimar. Nokkru síðar heyrði eldastúlkan eitthvert þrusk í kjallar- anura, og fór hún ofan, til að vita, hvað um væri að vera. Sá hún þá glóra í augu einhvers dýrs í kjallaranum. En henni varð ekkert bylt við og réðist hún á dýrið og drap það. En alt í einu kom slík ólykt að hún varð sjúk af og iá í nokkra daga á eítir, en það varð að kasta út öllu æti- legu, sem í kjallaranum var. Gimsteinninn. Eftir A. Kristensen. T. inu sinni var stúlka sem Elín hét, sem fanst að hún væri svo afarfátæk. Fátæktin var kross sá, sem hún bar, og hún var óhamingjan hennar — eða að minsta kosti fanst henni það sjálfri. Að öðru leyti var hún mjög efnileg og hafði nægilegt af gæðum þessa heimsjhún var ung og fríð og meira að segja mjög fríð, og þar að auki mjög vel skynsöm. Hún vissi þetta alt sjálf, kunni að meta það og þakkaði guöi fyrir það, því hún var allra bezta stúlka. Henni fanst líka, að hún gæti átt allra beztu framtíð fyrir hönd- um, hefði fátæktin ekki verið því til fyrir- stöðu. En hvað dugði alt hitt? Fátæktin var alstaðar eins og slagbrandur í dyrun- um. Andvarp Elínar var því stöðugt það sama: „Guð gæfi að eg væri orðin rík! “ Hún var önnum kafin allan daginn, en er hún hafði lokið vinnu sinni á kvöldin og hún var lögst út af þreytt og syfjuð, var þetta jaínan síðasta bænin hennar. En í dögun dagin eftir varð hún aðfaraá fæt- ur og kveikja upp eldinn í húsi höfðing- jans, sem hún var vinnukona hjá, og þá var andvarp hennar ávalt það sama: „Guð gæfi, að eg væri nú orðin rík! “

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.