Æskan

Árgangur

Æskan - 30.06.1901, Blaðsíða 6

Æskan - 30.06.1901, Blaðsíða 6
74 hún var ung, rík og fögur — og lifði hún hvern dag 1 dýrðlegum fögnuði. En drottinn kailaði á einn af englum ■sínum, og það var einmitt engillinn hennar Elínar. Og drottinn sagði við engilinn: „Eg lofaði henni öðrum gimsteini, en hvar .á ég að finna hann? Úr hverju á eg að búa tii gimstein, sem ekki fyrnist og hæfur er í lífsins kórónu?“ Engillinn svaraði engu, því hann vissi ekki, hvernig hann ætti að fara að því. Hvernig átti að bæta upp gimstein himna- ríkis ? En drottinn sagði: „Eg veit hvað á að :gera. Eg ætla að gera gimstein úr tárum hennar. f’ú skalt korna með þau til xnín." Þá flaug engiilinn niður til jarðríkis, glaður eins og fiðrildi á vormorgni er sólin skín í heiði. Því hann áleit, eins og iík- legt var, að úr því himnaríki væri gleð- innar bústaður, væru að eins gleðitárin hæf í gimsteina himnaríkis. Og engillinn gætti hennar alstaðar, hvar sem hún fór, og hann sá hana einnig ganga einn vormorgun irm í skemtihúsið í stóra blómgarðinum herramannsins, sem glóði allur í daggarperlum í sólskininu. Ungi greifasonurinn dró hana í fang sér og þrýsti hermi að brjósti sér, og hún lmeygði höf- uð sitt að brjósti honum og kysti hann. Og þá var hún svo glöð, að hún gat naum- ast komið upp nokkru orði. Á sama augabragði komu tárin í augu herihar og ósýnilegi engillinn hirti þau og geymdi þau vandlega. „Petta er dropi hinnar jarðnesku gleði, og í honum glitrar fegursta bros þessarar ungu meyjar, dropi þessi skal verða að gimsteini, sem ijómar á himnum“ hugsaði engillinn. Og engillinn sveif áleiðis upp til himna — hærra og hærra, þangað sem vindarnir þjóta. En þá sá engiilinn að tárin þorn- uðu og gufuðu upp. Og engillinn skyldi þá, að drottinn mundi ekki geta notað gleðitár jarðneskra unað- semda í lífsins kórónu. Engillinn sneri þá aftur tii jarðarinnar, en fann engin tár á kinn Elínar, því hún var auðug og átti góða daga og sífelt bros lék um fögru kinnarnar hennar. Mánuðir liðu og ár liðu, en þetta breyttist ekkert. Hún var jafnan jafn glöð og ánægð. Nú varð engillinn sorgbitinn. En það var þó kynlegt, að verndarengillinn hennar yrði sorgbitinn yflr gæfu hennar, en þetta var þó eðlilegt, því hann fann engin tár sam- kvæmt skipun drottins, — og þá hlaut að vanta einn gimsteininn í lífsins kórónu. Pá bar það við einn dag, að Elin stóð á landgöngubrúnni, þar sem gufuskípin lögðu að landi. Nú var hún gift fyrir nokkrum árum og leiddi drenginn sinn við hönd sér. Hún hafði farið niður að sjó, til þess að taka á móti manninum sínum, S9m var að koma heim úr langferð. Hún sá manninn sinn greinilega á skipinu innan um mann- fjöldann; hún brosti og veifaði vasaklútnum sínum, og hélt drengnum á loft, svo hann sæi hann pabba sinn. Á þessu augabragði var hún fogri en nokkru sinni áður. — Og engiliinn stóð við hlið hennar. Jafnskjótt og skipið lagði að bryggjunni var maðurinn lrennar fyrstur ailra að skunda í land, með ferðakoffortið sitt í hend- inni, kinkaði kolli til konunnar sinnar, og tók ekki eftir neinu öðru af fögnuði. En

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.