Æskan

Árgangur

Æskan - 30.06.1901, Blaðsíða 3

Æskan - 30.06.1901, Blaðsíða 3
71 og hégómlegt fyrirtæki. Eg ætla að gefa þér ennl'iá annað ráð . . . „Talaðu— talaðu þá!“ muldraði konung- urinn með veikri rödd. „Þú ætlaðir að byggja sjö sinnum sjö- lyft musteri, sem átti að bera vott um frægð þína og veldi þitt. Bygðu þá þetta musteri til þess, að það sé hús, þar sem ráttlæti sé ætíð í frammi haft; þar sem allir læri gott og fagurt; þar sem þeir svöngu séu rnettir, allir syrgjandi huggaðir, hinir sjúku læknaðir, og hinir þreyttu geti fundið hvíld og hressing. Því óg segi þér það, þú konungur, að það er ekki á dauð- an stein, heldur í hjörtum hinna lifandi, að konunga]' eða aðrir rita varanlegustu graf- skiiftina yfir sig.“ Skugginn þagnaði, en konungurinn fann þó, að hann fylti út í hverja smugu í kring um hann og svo lá hann Jengi þögull og hugsandi. Loksins mælti hann: „Eg ætla ef til vill að reyna að fara að góðu ráðunum þínum. En segðu mérfyrst. Hver ertu í raun og veru?“ „Eg er samvizka þín,“ svaraði skugginn. Ólyktardýrið. Flest dýr jarðarinnar stór og smáhafa eitt eða annað ólikt öllum öðrum dýrum til varnar sér gagnvart árásum ann- ara skepna. Broddgölturinn hefir harða og langa brodda út úr húðinni í hára stað; sé á hann ráðist setur hann sig í kút, standa þá broddarnir i allar áttir, og er hann þá. ekki árennilegur ásýndum. ígul- kerið hefir á sama hátt brodda út úr húð- ^nni. Kolkrabbinn spýtir úr sér dökkum vökva, gruggast þá sjórinn og getur hann með því forðað sér. Naut og sauðkindar hafa vanalega horn til að stanga með, hest- ar slá með afturfótunum, íýlunginn spýr úr sér lýsi, og saurgai- með því þann, sem á hann ræðst. Einkennilegast varnarfæri hafa ólyktar- dýrin, sem svo eru nefnd. Þau eru fiest smá dýr, og eiga heima bæði á Indlandi, Indlandseyjum og Suður og Norðurameríku, og eru af þeim ýmsar tegundir, hver annari ólíkar, en öi) hafa þau það sameiginlegt, að Þau hafa kirtla undir kviðnum, fulla af vökva, sem þau geta spýtt úr, á þá, sem á þau ráðast, og er vökvi þessi ákaflega daunillur, svo bæði menn og skepnur hörfa undan þessum ófögnuði. Nafnkunnast allra þessara. dýra er ólykt- ardýiið í Norðurameríku. Það á heima í Kanada, einkum í kringum Hudsonsflóann, og vestur í Klettafjöllunum bæði norður í Kanada og suður í Bandaríkjunum og enda víðar þar norður frá. — Þau eru á stærð við kött en nokkuð löng eftir hæðinni, svört á lit með loðnum hvítum röndum framan af hnakkanum og aftur fyrir mitt bak, og loðinni hvítri rófu. — Þau eru langnefjuð og mjónefjuð og fótlág með fimm hvössum klóm á hverjum fæti. Halda þau kyrru fyrir á daginn og láta þá fyrir berastí holum trjám og holum klettaskor- um, en þegar dimma tekur fara þau á kreik til þess að veiða orma, skorkvikindi, pödd- ur, fugla og lítil ferfætt dýr, jafnframt éta þau líka ber og jurtarætur. Kyrtlarnir með ólyktarvökvanum eru að tiltölu mjög stórir, og hafa þau sérstaka vöðva til að þeyta með vökvanum frá sér, og spýta.þau honum eina til fjórar álnir aftur undan sór. Olyktarkyrtlanna nejúa þau þó aldrei nema þau séu elt, og sjái ekki tök á að forða

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.