Æskan

Árgangur

Æskan - 30.06.1901, Blaðsíða 8

Æskan - 30.06.1901, Blaðsíða 8
76 illinn stóð hryggur við rúm hennar íeiðu- búinn að bera burtu sálu hennar er hún lolraði augunum í síðasta sinni. Þá var hnrðin opnuð varlega, og inn kom sá, sem hún hafði grátið yfir í mörg ár, sá, sem hún hafði hugsað um og beðið fyrir fram að þessari st.undu, sonuv hennar, einka barnið hennar. Nú kom hann heim, þreyttur og mettur af lystisemdum heims- ins. Og hún reis upp í rúminu, lagði hend- urnar um háls honum, kysti hann, og hall- aði höfðinu upp að brjósti hans. Og hún kom varla upp orði fyrir gleði, en livislaði afar rólega: „Guði sé lof!“ Tár hrundi niður kinn hennar. Engill- inn þreif það og fór með það upp í hæstu hæðir. En drottinn himinsins mælti: „Þetta er hið rétta tár, það ér dropinn frá djúpi hjartans, gleðinnar tár, sem er óafmáan- legt, og hefir himneskan Ijóma. Að svo mæltu breytti drottinn gleði tári hinnar deyjandi móður í Ijómandi gimstein og setti hann í lífsins kórónu. Og hún sá það sjálf, því engillinn sótti hana og flutti frá þjáningum lífsins; og drottinn krýndi hana sigursins kórónu. Og augu hennar ljómuðu eins og sólir i ríki guðs. Hættulegur leikur, Börn leika sór stimdum að ýmsu, sem getur verið afar hœttulegt. Nýlega voru drengir hér í bænum að leika BÓr með eld, en afleiðingin var sú, að það kviknaði í miklum steinolíu birgð- um sem hrunnu á svipstundu upp til kaldra kola. Hefði vindur verið af annari átt, er hætt við að mjög mörg hús hefðu brunnið upp. — Börn, það er slæmur leikur að fara með eld, sem gæti valdið því, að margir menn verði hlá- fátækir og komist á vonarvöl. — Varið yklcur á siíkutri leik! Hann getur orðið mörgum til ógæfu! SIEItÍTI,UE. Maðurinn (hjá skraddara): „Eg tek ekki á móti þessum frakka. Hann er langt um of víður.“ Skraddarinn: Bíðið þér bara þangoð til þér fáið duglega rigningar-dembu. Þá megið þér vera viss um, að frakkinn verður eins og liann víeri steyptur utan um yður.“ Iljón nokkur koina eitt kvöld að iveita vcit- ingahúsi: Bóndlnn siiyr veitingamanninn : „Hvað get- um við lijónin fengið að borða?“ Veitingamaðurinn : „Við höfuin ekki til nema rnáltíð handa einum.“ Bóndinu: „Hvað á þá að verða lianda kon- unni minnii?i‘ blað á íslandi. Plytur innlendar og útlendar fréttir, og auk þess alt, sem menn þurfa að vita, úr höfuðstaðnum. Einnig eru í blaðinu útlendar og innlendar skemtisögur, og gamankvæði o. fl. Sendið I kr. I penlngum cða óbrúkuðum frlmerkjum tll útg . Þorv. þorvarðssonar ( Rvfk, þá fálð þlð heilan árg. (alt að 40 bl.) • „ÆSEAN “ kemur út tvísvar í m&nuði, og auk þess J61al»lað (skrautpi entað með myndum), 26 tölublöð alls. Kostar í Reykjavík 1 kr., úti um iand kr. 1.20. Borgist í Apríl múnuði ár livert. Sölulaun ■ gofin af minst 3 eint. SIGUltÐUlt JÓNSSON kennari, Yesturgötu 21. annast útsendingu blaðsins og alla afgreiðslu, tekur á móti borgun, kvittar fyrir o. s. frv. Ald ar-pr entsmiðja. Pappirinn frá Jóni Olafssyni.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.