Æskan

Árgangur

Æskan - 30.06.1901, Blaðsíða 7

Æskan - 30.06.1901, Blaðsíða 7
75 þá skrikaði honum fótur, og hann fell út [ í sjóinn, og straumurinn af gufuskrúfunni náði taki á honum, hringsnerist með hann og dró hann í kaf. Skeði þetta svo snögg- lega, að hann var drukknaður áður mögu- legt væri að bjarga honum. Innan um óróann á bryggunni heyrðist að Elín rak upp angistarvein, og hné niður flóandi öll í t.árum. En engillinn tók eitt tár hennar og bar það upp til hirnna. Og drottinn leit á tár hennar, en hann þekkir tár mannanna og mælti: „Þetta tár er að sönnu dýrmætt, því það er sorg- arinnar tár, en það er þó ekki það rétta tár. “ í því hann sagði þetta, þornaði tárið upp í höndum hans. Þreyttur og hryggur sneri engillinn aftur til jarðarinnar. Ilvernig átti hann að finna liin réttu tár ? Dagar liðu og ár liðu hvert af öðru, og engillinn fylgdi Eiínu hvert sem hún fór. IDá var það eitt kvöld að hún sat við gluggann í höll sinni og horíði á tunglið í fyllingu, sem skein á skafheiðum nætur- himninum milli trjánna í aldingarðinum. Alt var þögult og hljótt og rólegt. En í hjarta hennar var hvorki kyrð né ró. IJar dundi og ólgaði eins og brimröst á hafi. Hún hafði lengi borið harm sinn í hljóði, en nú gat hún ekki lengur stilt sig og grét hástöfum. Hvers vegna grét hún? Hvað gekk að henni? Hún grét yfir syni sínum, sem hún átti á lífi og var lifandi eftirmyndin mannsins hennar sáluga. Hann var nú kominn upp, var fríður sínum, gerfilegur, gáfaður og leit út fyrir að verða ailra bezta mannsefni; hann var alinn upp í auð og allsnægtum, og hún hafði vonast eftir, að hann mundi verða sér til ánægju og gleði. En hann var farinn frá heuni eitthvað út í buskann, hafði vanið sig á kæruleysi, slark og aðra ósiðsama breytni. En þarna. sat hún nú, hún móðir hans, einmana þetta fagra kvöld og gat ekki hjáipað hon- um, þó hún hefði viljað leggja til þess líf sitt í sölurnar. Vegna þess grét hún nú hástöfum þenna týnda son. Þá kom eitthvað við andlit hennar og hélt hún, að það væri eitthvert blómið í glugganum, en það var ekki það, lieldur engillinn, sem tók tárin varlega af augum honnar. „Þessi tár hefir móðir grátið yfir sínum týnda syni,“ mælti engillínn, „það lúýtur að vera það rétta, og það hlýtur að geta átt bústað á himnum.“ Engillinn fór með tár þetta til himna, og bar það brosandi og sigrihrósandi frara íyrir drottinn, því nú efaðist hann ekki um að starf sitt væri á endá. Drottinn leit á tár þetta og mælti: „]?etta er ekki heldur það rétta tár. Úr því gæti eg búið til gimstein, er varaði eilíflega, en hann mundi hvorki hafa lit né Ijóma, og hlyti því að draga úr fegurð lifsins kórónu. Sæktu mér tár, er eg geti gert að gimstein, er beri himneskan ljóma. “ Og engillinn horfði á Elínu hnugginn á svip, því hann var alveg í vandræðum með að finna það tár, sem drottni þóknaðist. Þá var það eitt sinn síðla nætur, að Elin lá í silkiklæðum í rúmi sinu aðkomin dauða. Nú var hún orðin gömul og grá fyrir hærum, og nú grét hún ekki framar, því táralind hennar var þornuð. En eng-

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.