Æskan - 09.09.1901, Side 2
86
upp í kné hans. Kona hans stendur tölu-
vert. ofar í fjörunni. Er hún hartnær eins
há, en öllu þrekvaxnari. Hefir hún ekki
þolað þessa löngu útivist, og er höfuðið
því dottið af henni og liggur það við fætur
hennar í fjörunni.
En þótt slíkar þjóðsögur séu margar
skemtilegar, mun hitt sannara, að vötn og
veðrátta hafi etið björgin við víkina sundur,
og að drangar þessir standi eftir af því, að
þeir eru úr harðara steini og þola betur
tímans tönn. En sá timi hlýturað koma,
að klettar þessir molna svo sundur, að eng-
ar menjar sjást eftir þá.
Guð leiði þig.
(Eftir Karl Gerok. Tekið úr Sranhvít.)
ID^T^'UÐ leiði þig mitt ljúfa barn,
íl' H pú leggur út á mikið hjarn.
Með brjóstið veikt oghýrtoghlýtt
Og hyggur iífið sje oss blítt.
Guð leiði þig.
Guð leiði þig, en líkni mér,
Sem lengur má ei fylgja þór
En ég vil fá þér englavörð,
Min insta hjarta bænagjörð.
Guð leiði þig.
Guð leiði þig, þitt líf og sál
Og iótti þína harmaskál;
Þú ferð nú út í fjarlæg lönd
Frá föður auga, móður hönd.
Guð leiði þig.
Guð leiði þig — þitt líf og sál,
Æ, lærðu aidre synd og tái,
Þín sál er nú sem sólin hrein,
Æ, sel ei burt þinn eðalstein.
Guð leiði þig.
Guð leiði þig. Sé lukkan stríð,
Er langt að þreyja raunatíð,
En hættulegri’ er heimsins glans,
Æ, hræðstu glitvef freistarans.
Guð leiði þig.
Guð verndi þig — En vak og bið
Og varðveit, barn, þinn sálarfrið,
Á Ilerrans trausta hönd þig fel.
Ef hann er með þá farnast vel.
Guð leiði þig.
Guð leiði þig. Hans lífsins vald,
Á loft og jörð og himintjaid.
Hans auga sér, hans ásýnd nær
Um allan geiminn nær og fjær.
Guð leiði þig.
Guð leiði þig hans eilíf ást,
sem aldrei nokkrum manni brást,
Gakk, gakk mitt barn og forlög fyll.
Og finnumst þegar drottinn vill.
Guð leiði þig.
Matth. Jochumsson.
(Með því afráðið hefir verið, að prenta öðru
hvoru í „Æskunni11 ýms ágætiskvæði, sem
eru við barna hæfi, væri mjög æskilegt, að börn-
in sem losa „Æskuna“ hefðu það fyrir reglu að
læra þau. Fallegt kvæði, lært á bernskuár-
unum, er oinhver bozti ainllegi fjársjóðurinn, sem
nokkur getur aflað sér.)
Reiði.
(Niðurl.)
„Fekkstu samt eldspýturnar?" spurði Ge-
org, þegar bróðir hans kom með stokkhm