Æskan

Årgang

Æskan - 09.09.1901, Side 4

Æskan - 09.09.1901, Side 4
88 inn í stofuna. Það var læknirinn. Nxí hnipraði Hinrik sig lengra inn í hornið, því hann var hi'æddur uxn, að það mundi nú komast upp, hve vondur hann hafði verið. Læknirinn bað fvrst af öllu um volgt vatn og svamp, svo hann gæti þvegið blóðið af Georg. Drengurinn hljóðaði mjög, þegar komið var við hann; en læknirinn talaði til hans, og bað hann að reyna að vera róiegan, svo hægt væri að sjá, hvað að honum gengi. Á meðan lækniiánn var að skoða Georg, starði Hinrik á móður sína: honum sýndist hún vera enn þá fölaii og sorgbitnari en áður. Georg var mjög ilia útleikinn í framan; en verst var þó, að steinnin hafði lent í öðru auganu á honuin. Þar voru kvalirnar sárastar. Læknirinn lagði heftiplástur yflr sárin, þvoði augað og batt um það; iagði hann svo fyrir, að hafa skyldi kalda bakstra og skifta oft um þá. Síðan spurði hann móðurina: „Hvernig vildi þetta til?“ Nú varð Hinrik enn hræddari en áður; hann óttaðist, að hann mundi verða spurð- ur um það. En móðir lians vissi ekki, að hann var í stofunni og svaraði: „Eg heft ekki spurt uin það enn þá“. Hinrik greip báðum höndum fyrir and- lit sér og grót. „Hann verður að liggjakyr," sagði lækn- irinn. „Það getur vel verið að hann fái hitasótt. Æðin slær mjög ótt.“ i.æknirinn kvaddi og fór. Hinrik ^á nú, að móðir hans kraup á kné við legubekk- inn og bað til guðs. Nú var orðið nærri því aldimt; en enginn hugsaði enn um Hinrik. Vinimkonan kom inn og spurði, hvort hún ætti að koma með teið; en móð- irin svaraði því neitandi, og var þó komið langt fram yfir þann tíma, er vant var að drekka te. Loks kom stúlkan, sem gætti barnanna, inn og spurði, hvar Hinrik væri. Þá varð hann að koma fram úi' skotinu. Móðir hans kysti hann og bauð honum góða nótt, eins og hún var vön, og gat liann þá ekki varist gráti. Stúlkan bauð honum te; en hann kvaðst ekki þurfa neitt, en vildi heldur fara að hátta. en þegar hann var háttaður, gat hann þó ekki sofnað; til þess var hann allt of hryggur. Þegar stúlkan var farin burt fl á honum, læddist hann ofan úr rúminu og ofan stigann. Stofuhurðin stóð í hálfa gát.t, og sá hann, að inni í stof- unni logaði Ijós og móðir hans sat þar enn þá hjá Geoi'g. Hann læddist inn og komst i hoinið, þar sem hann hafði verið áður, án þess móðir hans yrði vör við hann. Ge- org hafði verið afklæddui', og búið um hann í legubekknum, en hitasóttin i honum íór vaxandi og liann var mjög órólegur. Slíka nótt hafði Hinrik aldrei lifað. Hann lá á gólfdúknum og var i nærkiæðunum einum. Við og við blundaði hann ofurlitla stund, en vaknáði bráðlega aftur, bæði af þvi að honum var svo kalt, og af því svo illa lá á honum. Hann heyrði, hvað bróðir hans bar sig illa, og sá hvað móðir hans var sorgbitin, og liann vissi vel, að þetta var alt honum að kenna. Hann þorði ekkiaðlesa kvöldbænina sína; honum fannst hann hafa verið svo vondui', að guð mundi ekki vilja heyia bænirnai' hans. Um morguninn, þegar bjart var orðið, kom móðirin auga á Hinrik, þar sem hann lá í króknum. Þegar hún varð þess vísari, að hann hafði verið þar alla nóttina, lifn- aði yfir henni; hún sagði, að hann væri góður drengnr að bera svo mikla umhyggju

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.