Æskan - 30.10.1901, Page 6
4
ir aðra eik. Er það þór satt að segja, að
ekki var þá óttalaust að sofa. En að miðri
nótt þá heyrir Þór, að Skrýmir hrýtur og
sefur fast, svo að dunar í skóginum. Þá
stendur hann upp og gengur til hans, reiðir
hamarinn títt og hart og lýstur ofan i
miðjan hvirfil honum; hann kennir, að
hamars muðurinn sekkur djúpt í höfuðið.
En í því bili vaknar Skrýmir og mælti:
„hvað er nú? féll akarn nokkuð í höfuð
mér? eða hvað er títt um þig, Þór?" En
Þór gekk aftur skyndilega og svarar, að
hann var þá nývaknaður, sagði, að þá var
mið nótt-, og enn væri mál að sofa. Þá
hugsaði Þór það, ef hann kæmi svo í færi
að slá hann hið þriðja högg, að aldrei
skyldi hann sjá sig siðan; liggur nú og
gætir, ef Skrýmir sofnaði fast. En litlu
fyrir dögun þá heyrir hann, að Skrýmir
mun sofnað hafa, stendur þá upp og hleyp-
ur að honum, reiðir þá hamarinn af öllu
afli og lýstur á þunnvangann þann, er upp
vissi; sekkur þá hamarinn upp að skaptinu.
En Skrýmir settist upp og strauk um vang-
ann og mælti: „hvort munu fuglar nokkr-
ir sitja í trénu yfir mór? mig grunaði, er
ég vaknaði, að tros nokkuð af kvistunum
félli í höfuð mér; hvort vakir þú, Þór?
Mál mun vera upp að standa og klæðast,
en ekki eigið þér nú langa leið fram til
borgarinnar, er köiiuð er Útgarðui'. Heyrt
hefi ég, að þér hafið kvisað í milli yðar,
að ég væri ekki litill maður vexti, en sjá
skulu þór þar stærri menn, er þér komið
í Útgarð. Nú mun ég ráða yður heilræði:
látið þér eigi stórlega yíir yður, ekki munu
hirðmenn Útgarðaloka vel þola þvílíkum
kögursveinum köpuryrði; en að öðrum
kosti hverfið aftur, og þann ætla ég yður
betra af að taka. En ef þér viljið fram
fara, þá stefnið þér i austur, en ég á nú
norður leið til fjalla þessa, er nú munu
þér sjá mega.“ Tekur Skrýmir nestisbagg-
ann og kastar á bak sér og snýr þvers á
braut í skóginn frá þeim, og er þess eigi
getið, að æsirnir bæði þá heila hittast.
Þór fór fram á leið og þeir félagar, og
gekk fram til miðs dags; þá sjá þeir borg
standa á völlum nokkruni og settu hnakk-
ann á bak sér aptur, áður þeir feiigu séð
yfir upp; ganga til borgarinnar, og var
grind fyrir borgarhliðinu og lokuð aptur.
Þór gekk á grindina og fékk eigi upp lokið;
en er þeir þreyttu að komast í borgina,
þá smugu þeir milli spalanna og komu
svo inn; sjá þá höll mikla og gengu þangað;
var hurðin opin; þá gengu þeir itm og sáu
þar marga menn á tvo bekki og ílesta
ærið stóra. Því næst koma þeir fyrir kon-
unginn, Útgarðaloka, og kvöddu hann, en
hann leit seint til þeirra og glotti um tönn
og mælti: „seint er um langan veg að
spyrja tiðinda, eða er annan veg, en óg
hygg, að þessi sveinstauli sé Ökuþór? on
meiri muntu vera, en mér lízt þú; eða
hvað íþrótta er það, er þér félagar þykist
vera við búnir? Engin skal hór vera með
oss, sá er eigi kunni nokkurs konar list
eða kunnandi um fram flesta menn.“ Þá
segir sá, er siðast gekk, er Loki heitir:
„kann eg þá íþrótt, er ég em albúinn að
reyna, að enginn er hér sá inni, er skjót-
ara skal eta mat sinn en ég. “ Þá svarar
Útgarðaloki: „íþrótt er það, ef þú efnir,
og freista skal þá þessar íþróttar;“ kallaði
utar á bekkinn, að sá, er Logi heitir,
skal ganga á gólf fram og freista sín í
móti Loka. Þá var tekið trog eitt og bor-