Æskan

Årgang

Æskan - 30.10.1901, Side 7

Æskan - 30.10.1901, Side 7
5 ið inn á hallargólflð og fyllt af slátri; sett- ist Loki að öðrum enda, en Logi að öðrum, og át hvortveggi sem tíðast, og mættust í miðju troginu; hafði þá Loki étið slátur alt af beinum, en Logi hafði og ótið slát- ur alt og beinin með og svo trogið; og sýndist nú öllum, sem Loki hefði látið leik- inn. Þá spyr Útgarðaloki, hvað sá hinn ungi maður kunni leika. En f’jálfi segir, að hann mun freista að renna skeið nokk- ur við einhvern þann, er Útgarðaioki fær til. Hann segir, Útgarðaloki, að þetta er góð íþrótt, og kallar þess meiri von, að hann sé vel að sér búinn um skjótleikinn, ef liann skal þessa íþrótt inna; en þó læt ur hann skjótt þessa skulu freista. Stend- ur þá upp Útgarðaloki og gengur út, og var þar gott skeið að renna eftir sléttum velli. Þá kallar Útgarðaloki til sín svein- staula nokkurn, er nefndur er Hugi, og bað hann renna i köpp við fjálfa. Þá taka þeir hið fyrsta skeið, og er Hugi því fram- ar, að hann snýst aftur í móti honum að skeiðs enda. Þá mælti Útgarðaloki: „þurfa muntu, Þjálfl, að leggja þig meir fram, ef þú skalt vinna leikinn; en þó er það satt, að ekki hafa hór komið þeir menn, er mór þykir fót.hvatari en svo.“ Þá taka þeir aftur annað skeið, og þá er Hugi er kom- inn tii skeiðs enda, og hann snýst aftur, þá var langt kólfskot til Þjálfa. I3á mæiti Útgarðaloki: „vel þykir mér Þjálfi renna; en eigi trúi ég honum nú, að hann vinni leikinn, en nú mun reyna, er þeir renna hið þiiðja skeiðið.“ Þá taka þeir enn skeið; en er Hugi er kominn til skeiðs enda og snýst aftur, og er Þjálfi eigi þá kominn á mitt skeiðið; þá segja allir, að reynt er um þenna leik. Þá spyr Útgarðaloki Þór, hvað þeirra íþrótta mun vera, er hann muni vilja birta fyrir þeim, svo miklar sögur sem menn hafa gjört um stórvirki hans. Þá mælti Þór, að heizt vill hann það taka til, að þreyta drykkju við einhvern mann. Útgarðaioki segir, að það má vel vera, og gengur inn í höllina og kallar skutilsvein sinn, biður, að hann taki vítis- horn það, er hirðmenn eru vanir að drekka af. Því næst kemur fram skutilsveinn með horninu og fær Þór í hönd. Þá mælti Útgarðaloki: „af horni þessu þykir þá vel drukkið, ef í einum drykk gengur af, en sumir menn drekka af í tveim drykkjum, en engi er svo lítiil drykkjumaður, að eigi gangi af í þrimur." Þór lítur á hornið, og sýnist ekki mikið, og er þó heidur langt,. en hann er mjög þyrstur; tekui' að drekka. og svelgur allstórum og hyggur, að eigi' skal þurfa að lúta oftar að sinni í hornið. En er hann þraut orindið, og hann laut úr hojninu og sér, hvað leið drykkinum, og lýst honum svo, sem allhtill munur mun vera, að nú sé lægra í horninu en áður. Þá mælti Útgarðaloki: „vel er drukk- ið, og eigi til mikið; eigi mundi ég trúa,. ef mór væri sagt frá, að Ásaþór mundi eigi meira drykk drekka; en þó veit ég, að þú munt vilja drekka af i öðrum drykk. “ Þór svprar öngu, setur hornið á munn sór og hyggur nú, að hann skai drekka meira. drykk, og þreytir á drykkjuna, sem honum vannst til erindi, og sér enn, að stikiilinn hornsins vill ekki upp svo mjög, sem hon- um líkar; og er hann tók hornið af munni sér og sér, lízt honum nú svo, sem minna hafi þrotið en í hinu fyrra sinni; er nú gott berandi borð á horninu. (Framh).

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.