Æskan - 20.02.1902, Blaðsíða 2
38
og þrautgóða sól! er dag frá degi
drottins ialar um máttarvegi,
ávalt birtir þú öll um lönd
almættisverk úr st.yrkri hönd.
Kvöldadimman er kefur storð,
kveða fer máni furðanleg orð
um fæðingar atburð, heldur hljótt,
hlustandi jarðar á þögulli nótt,
og allar stjörnur, er uppi loga
alskipaðan um himinboga,
dýrðleg sannindi herma hátt
um himinskauta veldið blátt.
Og þótt um helga þagnarleið
þreyti vor jörð hið dimma skeið
og öngva rödd og ekkert hljóð
uppheimaljósin sendi þjóð,
skynsemi vorrar eyrum undir
allar hljómar um næturstundir
lofsöngur þeirra, ljómin hreinn:
„Lifandi drottinn skóp oss einn!“
[Þýtt hefir Jónas Hallgrímsson].
------<xx>----
Flaskan óseðjandi.
Dálítill, fátækur drengur sat og var að
gægjast ofan í flösku, jafnframt og hann
muldraði við sjálfan sig: „Skyldu nokkrir
skór vera í henni?“
Mamma hans hafði bætt fötin hans, en
sagt, að hún gæti ekki gert neitt við skóna
framar; hann yrði að ganga berfættur. Og
þarna sat hann með flöskuna miili hand-
anna, en loks tók hann stein, og braut
flöskuna með honum; en ekkert var að
flnna í flöskunni. Varð drengurinn þá
hræddur við afleiðingarnar, því þetta hafði
verið flaskan hans föður hans. Har; i ifði
sig niður að jörðu, og grét hástöfi vo
hann heyrði ekki fótat.ak, er fær . or
honum, unz kallað var til hans:
„Hvað gengur á?“
Drengurinn ieit upp — þetta var hann
faðir hans.
„Hver hefir brot.in flöskuna mina?“ spurði
hann.
„t“að hefl eg gert,“ stamaði drengurinn
út úr sér og ætlaði naumast að koma u[ip
orði fyrir ekka.
„Vegna hvers gerðir þú það ?
Drengurinn leit upp. Rödd föður hans
hafði alt annan blæ, en hann hafði búist
við. Kom það af því, a.ð faðir hans hafði
hrærst í huga við að sjá litla drenginn
sinn óhuggandi og auman útlits yflr flösku-
brotunum?
„Eg ætlaði að gá að því, hvort ekki væru
nýir skór í flöskunni, — eg hefl enga skó
að setja upp á fæturna, — en aliir hinir
hafa nýja skó.“
„Hvernig fór þér að detta í hug, að það
væru skói' í flöskunni?"
„Hún marnma sagði mér það, — eg
bað hana um nýja skó, en hún sagði, að
þeir hefðu farið í svörtu flöskuna með
ýmsu öðru — kjólum, höttum, brauði og
kjöti. — Og eg hélt pabbi, að eg fengi eitt-
hvað af því, ef eg bryti flöskuna. Eg skai
aldrei gera það framar.“
„Eg t.rúi því, að þú gerir það ekki fram-
ar,“ mælti faðir hans og lagði hönd sína
á litla hrokna glókoliinn á drengnum sín-
um. Að svo búnu gekk faðir hans inn,
en drengurinn var öldungis forviða yflr
því, að hann hefði ekki orðið reiður við
sig. —