Æskan

Árgangur

Æskan - 20.02.1902, Blaðsíða 3

Æskan - 20.02.1902, Blaðsíða 3
39 Tveim dögum síðar rétti faðirinn drengn- um böggui og sagði honum að opna hann. „Nei, nýir skór! nýir skór!“ kallaði drengurinn upp yfir sig. „Hefurðu fengið nýja flösku, pabbi? Voru þeir í henni?" Nei, drengur minn! Það verður ekkert ur því, að eg fái mér nýja flösku framar. Hún mamma þín hafði rétt fyrir sér, — það fór alt í flöskuna, en það var enginn hægðarleikur, að ná upp úr henni aftur. Vegna þeus ætla eg að hætta því með guðs hjálp, að leggja framar í hana nokkurn hlut. “ (Ungdtmst'ideiide.) Skipbrot milli Ameríku og Ástralíu, Maður nokkur, s*m ferðaðist milli Ame- ríku og Ástralíu, segir þannig frá ferð sinni: Það var árið 1862. Við vorum 90 saman, sem tókum oss far með hollenzku barkskipi, sem átti að flytja oss frá San Francisko í Kaliforniu á vesturströnd Ameríku og til borgarinnar Melbourne á suðurströnd Ástrallandsins. Kostaði farið 90 dollara eða 337 kr. fyrir hvern mann. Meðal farþegjanna voru tvær konur. Nú var lagt af stað vestur yfir Kyrra- hafið og stefnt beina leið. Veðrið var gott, og byrinn hinn æskilegasti, svo oss skilaði drjúgum áfram með degi hverjum. Farþegjarnir voru hér um bil af öllum þjóðum. Höfðum vér auðvitað ekkert að starfa og reyndum því að eyða timanum með alls konar leikum, sem voru æði mis- munandi og ólíkur hver öðrum. Þessu hélt áfram, unz vér komumst til Navigator- eða Sæfara- eyjanna, sem eru á leiðinni, einn af þeim mörgu eyja-klös- um, s»m eru víðsvegar í suður og vestur- hluta Kyrrahafsins. Köstuðum vér þar akkerum til þess að byrgja oss upp með vatn. Höfðum vér allir æði mikla þörf a því, því þrátt fyiir sólarhitann var oss mæld- ur nauðalítill skamtur af vat.ni á degi hverjum. Jafnskjótt og eyjaskeggjar urðu varir við oss, komu þeir til vor hópum saman. Voru þeir svartir á hörund og hálfberir. Komu surnir þeirra róandi í Kanóum sínum, það eru eintrjánings bátar, sem eru búnir t.il úr einum tréstofni, sem er holaður innan, líkt og börn búa sér skip úr spýtum eða gulrófum. Aðrir syntu með bátum þess- um. Safnaðist allur þessi hópur í kring- urn skip vort, og t.óku að fara upp i það, unz þeir voru komnir svo margir upp, að bannað var að fleiri fengi aðgöngu. Nú byrjaði verzlunin millum vor og eyjaskeggja. Komu þeir ineð ýmsar ávaxta- tegundir, rætur og alifugla, og vildu þeir selja þessar vörur sínar fyrir vefnaðarvöru og smiðatól. Var það auðséð á verðinu á báðar 'hliðar, að vér höfðum allmikinn hag af viðskiftunum. En samt sem áður voru þeir mjög ánægðir yfir verzlun sinni. Væri þeim aftur á móti boðnir peningar fyrir vöru sína, viidu þeir ekkert eiga við oss, því þeir gátu alls ekki notað peninga, og höfðu þeir því ekkert gildi hjá þeim, og þeir kærðu sig alls ekki um þá. Eyjaskeggjar voru friðsamir og vingjarn- legir í viðmóti. Höfðu frakkneskir trúboð- ar ferðast meðal þeirra, og höfðu allir í- búar eyjanna tekið krislna trú. Tveimur

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.