Æskan - 17.03.1902, Blaðsíða 5
49
urinn minn, komdu hingað! Ó, hvað eg
er glöð, þegar eg er búin að finna þig. Eg
er þreytt núna; hefi lengi verið þreytt, alt
af síðan þú fórst frá mér. Eg vissi, að
þú varst hér. En eg varð að skrifa mörg
bréf, áður en eg fékk að vita það. Þú hef-
ir ekki fengið þau, býst eg við? — Hinrik!
Mér fanst að eg mætti tii að sjá þig, áður
en eg dæi; heima var alt svo autt og
tómt. — Eg beið og beið eftir bréfi frá
þér. Ekkert kom. Þú hefir þó víst sent
þ;ui af stað? Er ekki svo? Pú hefir þó
víst ekki heldur gleymt mér?“
Sjómaðurinn kraup á kné fyrir framan
rúmið og grét, eins og hjarta hans ætlaði
að bresta. Móðirin lagði hönd sína á höf-
uð honum.
„Eg sá þig í mannþyrpingunni i dag,“
hólt hún áfram, „og hugsaðu þér, eg þekti
þig aftur. Eg ætlaði að hlaupa yfir ak-
brautina, þvi eg gat ekki beðið; eg hefi
beðið svo lengi. En svo hrasaði eg og
datt. ?ú hefir víst frétt það. Yagninn ók
yfir mig, svo eg misti báða fæturna. En
eg er þjáningarlaus núna. — Drottinn hef-
ir víst álitið, að eg þyrfti nú ekki að hlaupa
framar, þegar eg hefi fundið barnið mitt
aft,ur.“
„Ó, mamma, mamma!“
„Já, barnið mitt. Veiztu, til hvers eg
kom eiginlega hingað? Auðvitað meðfram
til þess að sjá þig aftnr, en einkanlega til
að spyrja þig, hvort þú hefðir fundið frels-
'ara þinn. — Já, barnið mitt, gráttu nú
ekki; eg veit, að þú hefir fundið hann. —
En gættu þess þá að týna honum ekki aft-
ur. — Annan eins vin eignastu aldrei;
og svo, þegar maður á að leggja af stað í
síðustu og lengstu ferðina, þá verður að
hafa hann með; annars gengur hún ekk)_
vel. — Eg hefi talað við hann um þig,.
Hinrik. Eg hefi haft góðan tírna til þess;:
næturnar hat'a verið svo langar. Guði sé-
lof, að þú hefir fundir hann.“
„Nei, mamma, nei! Eg þekki hann
ekki,“ stamaði pilturinn. „fú verður að-
biðja fyrir mér, og presturinn lika, þvi eg
hefi aldrei hugsað neitt um hann.“
„Ó, barn, barn! Hefir þú gleymt hon-
um? En þá hefir hann þó ekki gleymt
þér, heldur fyigt þér stöðugt, ait til þess-
arar stundar.— Manstu, Hinrik, þegarfað-
ir þinn dó? Þá lásum við á kvöldin um
hann, sem leið og dó fyrir okkur, — og
sem nú kallar á okkur frá himnum og býð-
ur okkur til sín. “
„Já; en eg var búinn að gieyma því,.
mamma. “
„Læknirinn segir, að eg eigi fjóra.r klukku-
stundir eftir ólifaðar. — Dú viit þó víst
ekki að eg fari héðan án þess að hafa von
um að fá að sjá þig aftur þar uppi, þar
sem Jesús býr í dýrð sinni.“
„Nei, það vil eg ekki. En þú mátt ekki
deyja svo fljótt. Þú veizt ekki, hvað vond-
ur eg er. Eg hefi aldrei meira þurft á
hjálp þinni að halda en einmitt nú.“
„Nei, Hinrik, þú þarfnast ekki minnar
hjálpar, því eg er sjálf hjálpar þurfi. En
þú þarfnast hjálpar Jesú Krists, hans, sem
hjálpar öllum þairn, sem biðja hann.“
Nú varð dálitla stund hlé á samræðunni..
öonurinn kraup grátandi við rúm móður-
innar.
„Barnið mitt! Dauðinn nálgast. Eg fæ-
mnan stundar að koma heirn. En á með-
an eg bíð þess, vil eg biðja fyrir þér —