Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 30.07.1902, Qupperneq 5

Æskan - 30.07.1902, Qupperneq 5
ÆSKAN. 81 hrökk út í heyið, og á skemrari tíma, heldur en þarf til að segja frá því, stóð ait heyið í björtu báli. Yilhjálmur stauiaðist á fætur og út, hálfringlaður af sársauka og örvæntingu. Hann hafði ekki vátrygt og vissi því, að aleiga sín var í veði. Fyrst og fremst hugsaði hann þó um ástvini sína inni í húsinu; þeim varð hann að bjarga. Hann flýtti sór heim á leið. Berta mætti hon- urn í dyrunum með Ólaf litla á handleggn- um, og var hún náföl af hræðslu. Hún sá strax, hvernig öllu vék við, og mi var eldurinn þegar kominn upp úr hlöðunni; eldtungurnar gnæfðu hátt við loít og vind- urinn þeytti þeim í áttina að íbúðarhúsinu. Prátt fyrir óttann haíði hún þó hugsun á að bjarga hinum, sem inni voru. „Opn- aðu fyrir gestunum, svo skal eg hjálpa pabba og mömmu," kallaði hún til Vil- hjálms. Vilhjálmur hraðaði sór burt, og Berta upp stigann með Ólaf á handleggn- um til að hjálpa gömlu hjónunum. Þau voru aiveg frá sér af hræðslu og gamla konan gat ekki einu sinni komist út úr rúminu. Eldinum sló nú yfir á húsið, svo að rúð- urnar sprungu og herbergið fyltist af reyk. „Taktu barnið, afi, og flýttu þór út; eg verð að bera hana ömmu.“ Gamii maðurinn tók barnið og staulað- ist með það ofan stigann. „Farðu varlega með hann, í hamingju bænum,“ kailaði Berta á eftir honum. Svo tók hún gömlu konuna í fang sór, og komst. einnig ofan með hana, þótt henni veitti það erfitt. Hún var fallin í ómegin, og varð þá Berta að bera hana burt frá húsinu, því hún sá, að eldurinn mundi brátt, ná yfirráðum yflr öllum byggingunum. Hún kallaði tii tengdaföður síns: „Flýttu þér eins og þú getur tii næsta bæjar með Ólaf, komdu honum ofan í rúm og útveg- aðu okkur þar hjálp.“ Gamli maðurinn lagði af stað svo hratt sem hann gat, en Berta tók að nudda snjó um ennið á tengda- móður sinni til að fá hana til að rakna við aftur. Vilhjálmur hafði nú náð ut konunni og börnunum; mennirnir úr hlöðunni voru einnig komnir út, og hafði runuið af þeim ölviman við óttann, og hjálpuðu þeir nú Vilhjálmi til að bjarga því, sem hjargað varð. En vindurinn óx, og við það æstist eldurinn, svo að björgunar tilraunir voru árangurslausar. Ókunnu mennirnir höfðu þó náð í hest sinn og vagn, og þar eð þeir óttuðust refsingu, flýttu þeir sér að kom- ast af stað út í myrkrið, en konan grét og kveinaði án afláts: „Óhræsis brenni- vínið!“ Viihjálmur og Berta hjálpuðust nú að að bera gömlu konuna burt og fá húsaskjól fyrir hana. Nú komu líka menn af nágranna- bæjunum, og tóku sumir þeirra að sór að hjáipa henni, en sumir sneru aft.ur með hjónunum til að reyna að opna fjósið, svo að kýrnar skyldu ekki brenna inni. En sú tilraun varð árangurslaus. Fjóshurðin fóll inn, en kýrnar höfðu slitið sig lausar og stóðu frammi í dyrum, svo að ómögulegt var að opna hurðina. Vilhjálmur og Bei’ta urðu að standa þarna aðgerðalaus og horfa á alla eign sína — heimilið með öllu sem á því var, brenna upp til kaldra kola. Þegar alt var búið, gekk Berta grátandi með manni sínum áleiðis til næsta bæjar.

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.